Spila þjóðlög fallins heimsveldis Baldvin Þormóðsson skrifar 3. júlí 2014 14:00 Strákarnir eru hressir þegar þeir spila heimstónlistina en þeir nota hljóðfæri frá meðal annars Búlgaríu, Tyrklandi og Grikklandi. mynd/ásgeir ásgeirsson „Við erum að spila tónlist frá ákveðnu svæði í Evrópu sem kennt er við býsanska heimsveldið,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Ásgeirsson en hann var að gefa út plötuna Night Without Moon ásamt heimstónlistarhljómsveitinni Skuggamyndum frá Býsans. „Við Haukur Gröndal erum búnir að fara þó nokkrar ferðir til Búlgaríu, Tyrklands og Grikklands að læra á þessi hljóðfæri,“ segir Ásgeir. „Það er til svo mikið af flottum hljóðfærum sem fólk þekkir ekki,“ segir hann. Félagarnir gáfu út plötuna New Road árið 2012 þar sem þeir spiluðu mest tónlist frá Makedóníu og Búlgaríu en þeir einbeita sér að stærra svæði á nýju plötunni. Ásgeir segir tónlistina geta verið gríðarlega krefjandi og erfiða að spila. „Sumt er rosalega hratt og annað dulúðugt og seiðandi,“ segir hann en þeir spila mest gömul þjóðlög frá býsanska heimsveldinu og hafa einnig farið mikið í grunnskóla að kynna börn fyrir tónlistinni og hljóðfærunum. Á plötunni er að finna fjöldann allan af tónlistarmönnum en þeir fengu til liðs við sig tónlistarmenn frá Austurríki, Búlgaríu og Tyrklandi til þess að spila inn á plötuna. „Það er gaman að skoða bæklinginn með plötunni og sjá hverjir spila á hvað hverju sinni,“ segir Ásgeir en útgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Björtuloftum í Hörpu sunnudaginn 6. júlí. Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum að spila tónlist frá ákveðnu svæði í Evrópu sem kennt er við býsanska heimsveldið,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Ásgeirsson en hann var að gefa út plötuna Night Without Moon ásamt heimstónlistarhljómsveitinni Skuggamyndum frá Býsans. „Við Haukur Gröndal erum búnir að fara þó nokkrar ferðir til Búlgaríu, Tyrklands og Grikklands að læra á þessi hljóðfæri,“ segir Ásgeir. „Það er til svo mikið af flottum hljóðfærum sem fólk þekkir ekki,“ segir hann. Félagarnir gáfu út plötuna New Road árið 2012 þar sem þeir spiluðu mest tónlist frá Makedóníu og Búlgaríu en þeir einbeita sér að stærra svæði á nýju plötunni. Ásgeir segir tónlistina geta verið gríðarlega krefjandi og erfiða að spila. „Sumt er rosalega hratt og annað dulúðugt og seiðandi,“ segir hann en þeir spila mest gömul þjóðlög frá býsanska heimsveldinu og hafa einnig farið mikið í grunnskóla að kynna börn fyrir tónlistinni og hljóðfærunum. Á plötunni er að finna fjöldann allan af tónlistarmönnum en þeir fengu til liðs við sig tónlistarmenn frá Austurríki, Búlgaríu og Tyrklandi til þess að spila inn á plötuna. „Það er gaman að skoða bæklinginn með plötunni og sjá hverjir spila á hvað hverju sinni,“ segir Ásgeir en útgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Björtuloftum í Hörpu sunnudaginn 6. júlí.
Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira