Franskur blær á Sigló Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2014 11:30 Þessir kátu krakkar verða í hlutverki yrðlinga í ævintýraóperunni Baldursbrá sem frumflutt verður á Siglufirði næsta laugardag. Mynd/Björk Sigurðardóttir Hátíðin hefst á morgun og yfirskrift hennar er upp á frönsku, Sigló! – Je t'aime, eða Sigló! – Ég elska þig. Það er nefnilega franskur blær yfir hátíðinni,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem að vanda er í forsvari fyrir Þjóðlagahátíðina á Siglufirði. Hann nefnir setningartónleikana Rímnastrengi í Siglufjarðarkirkju annað kvöld, líka leik Selló-Stínu í Gránu klukkan 23 og þar á milli klezmertónleika hljómsveitarinnar Klezmer Kaos í Bátahúsinu klukkan 21.30. „Klezmer Kaos kemur frá París og það er íslensk stelpa, Heiða Björg Jóhannsdóttir, sem stofnaði þá hljómveit og er prímus mótor í henni,“ lýsir Gunnsteinn og heldur áfram: „Heiða er gríðarlega dugleg stúlka og er búin að fara með sveitina um allan heim. Sveitin er með tvenna tónleika, annars vegar þessa klezmertónlist sem er tónlist gyðinga og hins vegar franska tónlist og þá syngur Heiða því hún er söngkona líka.“ Gunnsteinn heldur áfram með franska þemað og nefnir næst franskt tríó sem spilar tónlist frá dögum Snorra Sturlusonar. „Þarna er fólk sem spilar á miðaldahljóðfæri og er í fremstu röð í heiminum í dag í þessum bransa, það er ekkert flóknara en það. Það kemur sérstaklega á Þjóðlagahátíðina og verður með tónleika, námskeið og dansnámskeið í miðaldadönsum.“ Fyrir utan ný og eldri þjóðlög í flutningi hinna ýmsu listamanna er harmóníkan eitt af trompum hátíðarinnar í ár. Búlgarskur harmóníkuleikari verður með námskeið og Harmóníkukvintett Reykjavíkur kemur fram, Gunnsteinn segir hann skipaðan mjög klárum krökkum sem spili erfiða og glæsilega tónlist. „Það er ljóst að harmóníkan er að ganga í endurnýjun lífdaga. Ég hlakka til að fá þessa krakka á hátíðina,“ segir hann.Gunnsteinn Ólafsson hefur staðið á bak við Þjóðlagahátíðina frá hún var haldin fyrst, árið 2000. Fréttablaðið/ArnþórKarlakór frá Færeyjum syngur og verður líka með færeyska dansa og kvæðamannakaffi verður á laugardeginum í Þjóðlagasetrinu. Þar koma allir sem kunna eitthvað að kveða, að sögn Gunnsteins, og fremstur meðal jafningja er Steindór Andersen. „Mig langar að geta þess að þarna verður frumflutt ævintýraópera eftir mig sem nefnist Baldursbrá og er búin að vera tvö og hálft ár í smíðum,“ segir Gunnsteinn. Reyndar gerði ég fyrstu drög að henni 1988 og fékk Böðvar Guðmundsson til að skrifa óperutexta eftir minni sögu. Svo lá efnið í skúffu þar til mér fannst ég verða að leyfa börnunum mínum að heyra þessa tónlist og er búinn að endurskrifa hana og útsetja fyrir kammersveit, fjóra einsöngvara og átta krakka.“ Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hátíðin hefst á morgun og yfirskrift hennar er upp á frönsku, Sigló! – Je t'aime, eða Sigló! – Ég elska þig. Það er nefnilega franskur blær yfir hátíðinni,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem að vanda er í forsvari fyrir Þjóðlagahátíðina á Siglufirði. Hann nefnir setningartónleikana Rímnastrengi í Siglufjarðarkirkju annað kvöld, líka leik Selló-Stínu í Gránu klukkan 23 og þar á milli klezmertónleika hljómsveitarinnar Klezmer Kaos í Bátahúsinu klukkan 21.30. „Klezmer Kaos kemur frá París og það er íslensk stelpa, Heiða Björg Jóhannsdóttir, sem stofnaði þá hljómveit og er prímus mótor í henni,“ lýsir Gunnsteinn og heldur áfram: „Heiða er gríðarlega dugleg stúlka og er búin að fara með sveitina um allan heim. Sveitin er með tvenna tónleika, annars vegar þessa klezmertónlist sem er tónlist gyðinga og hins vegar franska tónlist og þá syngur Heiða því hún er söngkona líka.“ Gunnsteinn heldur áfram með franska þemað og nefnir næst franskt tríó sem spilar tónlist frá dögum Snorra Sturlusonar. „Þarna er fólk sem spilar á miðaldahljóðfæri og er í fremstu röð í heiminum í dag í þessum bransa, það er ekkert flóknara en það. Það kemur sérstaklega á Þjóðlagahátíðina og verður með tónleika, námskeið og dansnámskeið í miðaldadönsum.“ Fyrir utan ný og eldri þjóðlög í flutningi hinna ýmsu listamanna er harmóníkan eitt af trompum hátíðarinnar í ár. Búlgarskur harmóníkuleikari verður með námskeið og Harmóníkukvintett Reykjavíkur kemur fram, Gunnsteinn segir hann skipaðan mjög klárum krökkum sem spili erfiða og glæsilega tónlist. „Það er ljóst að harmóníkan er að ganga í endurnýjun lífdaga. Ég hlakka til að fá þessa krakka á hátíðina,“ segir hann.Gunnsteinn Ólafsson hefur staðið á bak við Þjóðlagahátíðina frá hún var haldin fyrst, árið 2000. Fréttablaðið/ArnþórKarlakór frá Færeyjum syngur og verður líka með færeyska dansa og kvæðamannakaffi verður á laugardeginum í Þjóðlagasetrinu. Þar koma allir sem kunna eitthvað að kveða, að sögn Gunnsteins, og fremstur meðal jafningja er Steindór Andersen. „Mig langar að geta þess að þarna verður frumflutt ævintýraópera eftir mig sem nefnist Baldursbrá og er búin að vera tvö og hálft ár í smíðum,“ segir Gunnsteinn. Reyndar gerði ég fyrstu drög að henni 1988 og fékk Böðvar Guðmundsson til að skrifa óperutexta eftir minni sögu. Svo lá efnið í skúffu þar til mér fannst ég verða að leyfa börnunum mínum að heyra þessa tónlist og er búinn að endurskrifa hana og útsetja fyrir kammersveit, fjóra einsöngvara og átta krakka.“
Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira