Lengst útí rassgati festival Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. júní 2014 14:00 „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð,“ segir Ólöf Dómhildur. Mynd/Ágúst G. Atlason „Við erum hérna á Ísafirði að fara að halda okkar fyrstu listahátíð sem heitir LÚR-festival eða Lengst útí rassgati. Það eru um 12 ungmenni sem hafa staðið að mestum hluta skipulagningarinnar en þau eru á aldrinum 16 til 19 ára og ein sem er 26 ára,“ segir Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri menningarmiðstöðvarinnar Edinborgarhússins. „Við byrjum í kvöld með því að blásið verður í fornnorræna hljóðfærið lür, sem við pöntuðum frá Tolga í Noregi. Þetta er gamalt víkingahljóðfæri, einn komma þrír metrar að lengd og lítur út eins og trompet með engum tökkum. Smíðað úr birki og kemur fyrst fyrir í Íslendingasögunum.“ Það er Madis Maëkalle, sem kennir á blásturshljóðfæri við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem fær þann heiður að vígja hljóðfærið og að opnunarathöfninni lokinni hefst tískusýning á Silfurtorgi í umsjón Morrans, sem er leiklistarhópur Vinnuskólans. Dagskránni í kvöld lýkur svo með tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.Lúrinn Madis blæs í víkingahljóðfærið LÜR.Á föstudag hefjast danssmiðja og hönnunarsmiðja sem öllum eru opnar. „Markhópurinn er fólk á aldrinum 16 til 30 ára,“ segir Ólöf. „En það er öllum velkomið að koma og taka þátt. Við erum ekki með neina aldursfordóma og viljum endilega fá sem flesta til okkar.“ Hátíðinni lýkur með lokahófi á laugardagskvöld þar sem hljómsveitin Mammút er aðalnúmerið en auk hennar leika tvær ísfirskar unglingahljómsveitir, söngkonan Freyja Rein treður upp og hljómsveitin Rhythmatic leikur nokkur lög. „Við vonum bara að sem flestir láti sjá sig og skemmti sér með okkur,“ segir Ólöf. „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð en það er ókeypis á alla viðburðina nema lokahófið svo við bindum vonir við að þátttakan verði góð.“ Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við erum hérna á Ísafirði að fara að halda okkar fyrstu listahátíð sem heitir LÚR-festival eða Lengst útí rassgati. Það eru um 12 ungmenni sem hafa staðið að mestum hluta skipulagningarinnar en þau eru á aldrinum 16 til 19 ára og ein sem er 26 ára,“ segir Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri menningarmiðstöðvarinnar Edinborgarhússins. „Við byrjum í kvöld með því að blásið verður í fornnorræna hljóðfærið lür, sem við pöntuðum frá Tolga í Noregi. Þetta er gamalt víkingahljóðfæri, einn komma þrír metrar að lengd og lítur út eins og trompet með engum tökkum. Smíðað úr birki og kemur fyrst fyrir í Íslendingasögunum.“ Það er Madis Maëkalle, sem kennir á blásturshljóðfæri við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem fær þann heiður að vígja hljóðfærið og að opnunarathöfninni lokinni hefst tískusýning á Silfurtorgi í umsjón Morrans, sem er leiklistarhópur Vinnuskólans. Dagskránni í kvöld lýkur svo með tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.Lúrinn Madis blæs í víkingahljóðfærið LÜR.Á föstudag hefjast danssmiðja og hönnunarsmiðja sem öllum eru opnar. „Markhópurinn er fólk á aldrinum 16 til 30 ára,“ segir Ólöf. „En það er öllum velkomið að koma og taka þátt. Við erum ekki með neina aldursfordóma og viljum endilega fá sem flesta til okkar.“ Hátíðinni lýkur með lokahófi á laugardagskvöld þar sem hljómsveitin Mammút er aðalnúmerið en auk hennar leika tvær ísfirskar unglingahljómsveitir, söngkonan Freyja Rein treður upp og hljómsveitin Rhythmatic leikur nokkur lög. „Við vonum bara að sem flestir láti sjá sig og skemmti sér með okkur,“ segir Ólöf. „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð en það er ókeypis á alla viðburðina nema lokahófið svo við bindum vonir við að þátttakan verði góð.“
Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira