Traust fjármálastjórn í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 28. maí 2014 00:00 Nýlega bárust þær jákvæðu fréttir að afkoma Reykjavíkurborgar var jákvæð um 8,4 milljarða króna árið 2013. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, því ekki er svo langt síðan að rekstrarniðurstaða borgarinnar var neikvæð sem nam 71 milljarði eins og raunin var árið 2008. Eiginfjárhlutfall borgarinnar hefur aukist úr 26% árið 2009 í 40% árið 2013 eða um 50%. Þetta skiptir máli, því traustari sem eiginfjárstaðan er, því betri lánskjör fær borgin. Mestu skiptir að skuldastaða Reykjavíkurborgar hefur batnað töluvert undanfarin ár. Árið 2009 skuldaði Reykjavíkurborg (bæði A- og B-hluti) um 358 milljarða en við síðustu áramót skuldaði samstæðan 286 milljarða. Þetta er jákvæð þróun uppá 72 milljarða en þó er skuldarhlutfall borgarinnar enn of hátt eða um 221% af tekjum samstæðunnar. Samkvæmt reglum um fjármál sveitarfélaga skal undanskilja reikningsskil veitu- og orkufyrirtækja frá reikningsskilum sveitarfélagsins. Þegar tekið hefur verið tillit til þess er skuldarhlutfall borgarinnar 106% og vel fyrir innan viðmiðunarmörk um skuldarhlutfall sveitarfélaga sem er um 150%. Til viðbótar þessu hefur markvisst verið reynt að draga úr erlendum skuldum borgarinnar, en hlutfall þeirra af heildarlangtímaskuldum lækkaði úr 69% í 63% milli ára. Þetta sýnir trausta fjármálastjórn, því ef vextir af erlendum lánum hækka um 1%, þýðir það útgjaldaaukningu uppá 2,5 milljarða króna. Til viðbótar þessu má geta þess að núverandi meirihluti hefur ekki látið OR greiða borginni arð en fyrri meirihluti lét OR borga arð fyrir árin 2009 og 2010, 800 milljónir í hvort sinn, en bæði árin var OR rekið með stórtapi! Það er ekki dæmi um ábyrga fjármálastjórn. Að lokum vil ég nefna eina kennitölu úr rekstri borgarinnar sem gleður mig en það er uppgreiðslutími skulda í árum. Árið 2009 var uppgreiðslutíminn 18 ár, en árið 2013 var þessi uppgreiðslutími kominn niður í 10 ár. Núverandi meirihluti hefur staðið vaktina vel hvað fjármál borgarinnar snertir, hann hefur tekið fjármálin föstum tökum og tekið ákvarðanir sem miða að því að treysta fjármálalega stöðu borgarinnar, sbr. aðgerðina „PLANIГ sem var hrint í framkvæmd vegna fjárhagsvandræða OR í upphafi kjörtímabilsins. Það er gleðilegt að eftir erfið ár eru horfur í fjármálum borgarinnar mjög jákvæðar, fyrir borgina, fyrirtæki hennar og ekki síst íbúa hennar og framtíð þeirra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust þær jákvæðu fréttir að afkoma Reykjavíkurborgar var jákvæð um 8,4 milljarða króna árið 2013. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, því ekki er svo langt síðan að rekstrarniðurstaða borgarinnar var neikvæð sem nam 71 milljarði eins og raunin var árið 2008. Eiginfjárhlutfall borgarinnar hefur aukist úr 26% árið 2009 í 40% árið 2013 eða um 50%. Þetta skiptir máli, því traustari sem eiginfjárstaðan er, því betri lánskjör fær borgin. Mestu skiptir að skuldastaða Reykjavíkurborgar hefur batnað töluvert undanfarin ár. Árið 2009 skuldaði Reykjavíkurborg (bæði A- og B-hluti) um 358 milljarða en við síðustu áramót skuldaði samstæðan 286 milljarða. Þetta er jákvæð þróun uppá 72 milljarða en þó er skuldarhlutfall borgarinnar enn of hátt eða um 221% af tekjum samstæðunnar. Samkvæmt reglum um fjármál sveitarfélaga skal undanskilja reikningsskil veitu- og orkufyrirtækja frá reikningsskilum sveitarfélagsins. Þegar tekið hefur verið tillit til þess er skuldarhlutfall borgarinnar 106% og vel fyrir innan viðmiðunarmörk um skuldarhlutfall sveitarfélaga sem er um 150%. Til viðbótar þessu hefur markvisst verið reynt að draga úr erlendum skuldum borgarinnar, en hlutfall þeirra af heildarlangtímaskuldum lækkaði úr 69% í 63% milli ára. Þetta sýnir trausta fjármálastjórn, því ef vextir af erlendum lánum hækka um 1%, þýðir það útgjaldaaukningu uppá 2,5 milljarða króna. Til viðbótar þessu má geta þess að núverandi meirihluti hefur ekki látið OR greiða borginni arð en fyrri meirihluti lét OR borga arð fyrir árin 2009 og 2010, 800 milljónir í hvort sinn, en bæði árin var OR rekið með stórtapi! Það er ekki dæmi um ábyrga fjármálastjórn. Að lokum vil ég nefna eina kennitölu úr rekstri borgarinnar sem gleður mig en það er uppgreiðslutími skulda í árum. Árið 2009 var uppgreiðslutíminn 18 ár, en árið 2013 var þessi uppgreiðslutími kominn niður í 10 ár. Núverandi meirihluti hefur staðið vaktina vel hvað fjármál borgarinnar snertir, hann hefur tekið fjármálin föstum tökum og tekið ákvarðanir sem miða að því að treysta fjármálalega stöðu borgarinnar, sbr. aðgerðina „PLANIГ sem var hrint í framkvæmd vegna fjárhagsvandræða OR í upphafi kjörtímabilsins. Það er gleðilegt að eftir erfið ár eru horfur í fjármálum borgarinnar mjög jákvæðar, fyrir borgina, fyrirtæki hennar og ekki síst íbúa hennar og framtíð þeirra!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun