Fordómarnir og tvískinnungurinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. maí 2014 07:00 Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg í viðtalinu. Hún sagðist nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. „Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt,“ sagði oddvitinn. Það er að vísu bull; það er fullt af kirkjum í Abú Dabí, en hugsunin er temmilega skýr; hér erum við í þjóðkirkjunni og önnur trúfélög eiga ekkert að fá að byggja moskur eða kirkjur. Það er umhugsunarefni að forysta Framsóknarflokksins hafi enn ekki gert neinar athugasemdir við þennan málflutning. Umræðan um nýja stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur orðið til þess að rifjuð hafa verið upp ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í borginni, frá 2012. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan birti auglýsingu í Fréttablaðinu sama dag og gleðiganga samkynhneigðra fór fram. Þar var vitnað í Biblíuna um að „kynvillingar“ væru í hópi siðleysingja og glæpamanna. „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér,“ varð Kristínu Soffíu þá að orði á Facebook. Hún er reyndar núna á þeirri skoðun að orðalagið hafi verið óheppilegt og Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og láta trúfélög hafa lóðir. Einum frambjóðanda til borgarstjórnar finnst þannig, í nafni einsleitni okkar lútherska samfélags, að það eigi ekki að láta önnur trúfélög hafa lóðir. Öðrum frambjóðanda, sem talar oft og mikið fyrir fjölbreytni og umburðarlyndi, fannst það sama, af því að trúfélagið viðraði óvinsæla minnihlutaskoðun sem gengur gegn nú orðið viðteknum hugmyndum um sjálfsagðan fjölbreytileika í samfélagi okkar. Það er ekki allur munur á þessu tvennu. Annar frambjóðandinn er augljóslega haldinn fordómum, en hinn virðist hafa verið illa haldinn af tvískinnungi. Málið er nefnilega að fjölbreytni og umburðarlyndi fylgir að við verðum að þola að heyra ýmis viðhorf sem við erum ekki sammála. Samt hefur samfylkingarkonan verið skömmuð minna af eigin flokksmönnum en framsóknarkonan. Er kannski ekki sama hver hefur fordóma gagnvart hverju? Múslímarnir í moskunni munu hafa alls konar skoðanir á til dæmis kvenfrelsi og samkynhneigð, sem eru Kristínu Soffíu ekki þóknanlegar. Sama á við um ýmsa kristna söfnuði og fyrir ekki svo löngu um marga innan þjóðkirkjunnar – samt hefur fáum dottið í hug að loka kirkjum eða afturkalla lóðir í því samhengi. Reykjavík á að vera borg þar sem öll trúfélög mega eiga sitt tilbeiðsluhús – og þar sem við skiljum að fjölbreytileikanum fylgi jafnvel óþægileg viðhorf, sem við erum ekki sammála. Við verðum að vera fólk til að svara þeim í opnum umræðum, í staðinn fyrir að vilja banna og refsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg í viðtalinu. Hún sagðist nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. „Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt,“ sagði oddvitinn. Það er að vísu bull; það er fullt af kirkjum í Abú Dabí, en hugsunin er temmilega skýr; hér erum við í þjóðkirkjunni og önnur trúfélög eiga ekkert að fá að byggja moskur eða kirkjur. Það er umhugsunarefni að forysta Framsóknarflokksins hafi enn ekki gert neinar athugasemdir við þennan málflutning. Umræðan um nýja stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur orðið til þess að rifjuð hafa verið upp ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í borginni, frá 2012. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan birti auglýsingu í Fréttablaðinu sama dag og gleðiganga samkynhneigðra fór fram. Þar var vitnað í Biblíuna um að „kynvillingar“ væru í hópi siðleysingja og glæpamanna. „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér,“ varð Kristínu Soffíu þá að orði á Facebook. Hún er reyndar núna á þeirri skoðun að orðalagið hafi verið óheppilegt og Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og láta trúfélög hafa lóðir. Einum frambjóðanda til borgarstjórnar finnst þannig, í nafni einsleitni okkar lútherska samfélags, að það eigi ekki að láta önnur trúfélög hafa lóðir. Öðrum frambjóðanda, sem talar oft og mikið fyrir fjölbreytni og umburðarlyndi, fannst það sama, af því að trúfélagið viðraði óvinsæla minnihlutaskoðun sem gengur gegn nú orðið viðteknum hugmyndum um sjálfsagðan fjölbreytileika í samfélagi okkar. Það er ekki allur munur á þessu tvennu. Annar frambjóðandinn er augljóslega haldinn fordómum, en hinn virðist hafa verið illa haldinn af tvískinnungi. Málið er nefnilega að fjölbreytni og umburðarlyndi fylgir að við verðum að þola að heyra ýmis viðhorf sem við erum ekki sammála. Samt hefur samfylkingarkonan verið skömmuð minna af eigin flokksmönnum en framsóknarkonan. Er kannski ekki sama hver hefur fordóma gagnvart hverju? Múslímarnir í moskunni munu hafa alls konar skoðanir á til dæmis kvenfrelsi og samkynhneigð, sem eru Kristínu Soffíu ekki þóknanlegar. Sama á við um ýmsa kristna söfnuði og fyrir ekki svo löngu um marga innan þjóðkirkjunnar – samt hefur fáum dottið í hug að loka kirkjum eða afturkalla lóðir í því samhengi. Reykjavík á að vera borg þar sem öll trúfélög mega eiga sitt tilbeiðsluhús – og þar sem við skiljum að fjölbreytileikanum fylgi jafnvel óþægileg viðhorf, sem við erum ekki sammála. Við verðum að vera fólk til að svara þeim í opnum umræðum, í staðinn fyrir að vilja banna og refsa.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar