Hálfvitarnir renna blint í sjóinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2014 09:00 Ljótu hálfvitarnir eru þekktir fyrir að vera gamansamir. Mynd/Heiðar Kristjánsson „Þetta verður einhver kaos. Við rennum dásamlega blint í sjóinn,“ segir Snæbjörn Ragnarsson í hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum. Sveitin heldur tónleika á Café Rosenberg 30. og 31. maí og á Græna hattinum um Hvítasunnuhelgina en tónleikaröðin gengur undir nafninu Spilakvöld. Á tónleikunum nota hljómsveitarmeðlimir spilastokk sem þeir eru með í framleiðslu til að velja lögin sem þeir spila. „Við erum búnir að gefa út fjórar plötur og þær líta allar eins og út. Fyrsta var bleik, önnur blá, síðan græn og loks appelsínugul og allar með svörtu letri. Það eru þrettán lög á hverri og það er teiknuð mynd við hvert lag. Við komumst að því að það eru fjórar sortir í spilastokk og þrettán spil í hverri þannig að við tókum allar myndirnar saman og gerðum spilastokk. Á tónleikunum drögum við síðan um hvaða lög við spilum og spilum lögin í þeirri röð sem við drögum,“ segir Snæbjörn. Hann segir þó að hálfvitarnir spili ekki öll 52 lögin á hverjum tónleikum heldur um það bil helming. „Þetta er góð hugmynd – alveg þangað til við förum að framkvæma hana. Við getum ekkert æft fyrir þetta. Yfirleitt getur maður kortlagt svona tónleika og veit sirka hvað maður er að fara að gera næst. Núna eiga menn eflaust eftir að klóra sér í hausnum. Það er ekkert öruggt að við kunnum öll þessi lög þannig að nokkur verða eflaust býsna „freestyle“.“ Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir var stofnuð árið 2006 og er skipuð níu manns sem kunna passlega mikið á hljóðfæri að sögn Snæbjörns. „Við erum búnir að vera saman í bandi í átta fokking ár án þess að skipta um mannskap. Þetta er stórbrotinn félagsskapur. Þarna koma allir gallar mannkynsins saman á einum stað.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta verður einhver kaos. Við rennum dásamlega blint í sjóinn,“ segir Snæbjörn Ragnarsson í hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum. Sveitin heldur tónleika á Café Rosenberg 30. og 31. maí og á Græna hattinum um Hvítasunnuhelgina en tónleikaröðin gengur undir nafninu Spilakvöld. Á tónleikunum nota hljómsveitarmeðlimir spilastokk sem þeir eru með í framleiðslu til að velja lögin sem þeir spila. „Við erum búnir að gefa út fjórar plötur og þær líta allar eins og út. Fyrsta var bleik, önnur blá, síðan græn og loks appelsínugul og allar með svörtu letri. Það eru þrettán lög á hverri og það er teiknuð mynd við hvert lag. Við komumst að því að það eru fjórar sortir í spilastokk og þrettán spil í hverri þannig að við tókum allar myndirnar saman og gerðum spilastokk. Á tónleikunum drögum við síðan um hvaða lög við spilum og spilum lögin í þeirri röð sem við drögum,“ segir Snæbjörn. Hann segir þó að hálfvitarnir spili ekki öll 52 lögin á hverjum tónleikum heldur um það bil helming. „Þetta er góð hugmynd – alveg þangað til við förum að framkvæma hana. Við getum ekkert æft fyrir þetta. Yfirleitt getur maður kortlagt svona tónleika og veit sirka hvað maður er að fara að gera næst. Núna eiga menn eflaust eftir að klóra sér í hausnum. Það er ekkert öruggt að við kunnum öll þessi lög þannig að nokkur verða eflaust býsna „freestyle“.“ Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir var stofnuð árið 2006 og er skipuð níu manns sem kunna passlega mikið á hljóðfæri að sögn Snæbjörns. „Við erum búnir að vera saman í bandi í átta fokking ár án þess að skipta um mannskap. Þetta er stórbrotinn félagsskapur. Þarna koma allir gallar mannkynsins saman á einum stað.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“