Gullið er bónus Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2014 06:00 Fanney með gullið. Mynd/Aðsend „Þetta var alveg æðislegt,“ segir Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, en hún varð í gær heimsmeistari unglinga í bekkpressu í -63 kg flokki. Fanney gjörsamlega valtaði yfir keppendur sína í gær en hún lyfti mest 135 kílóum. Sú sem lenti í öðru sæti lyfti mest 120 kg og var ekki nálægt Fanneyju. „Ég var mjög vel stemmd og mætti bara í mótið einbeitt á hvað ég ætlaði að gera og hugsaði ekkert um hina keppendurna. Markmiðið var að komast á pall. Ég var ekki að setja stefnuna á eitthvert sæti þannig að þetta gull er bara bónus.“ Fanney keppti á sama móti í fyrra en fékk þá bronsverðlaun. Hún hafnaði reyndar í fjórða sæti á eftir keppanda frá Kasakstan sem féll síðar á lyfjaprófi. „Ég fékk aldrei að taka á móti verðlaununum í fyrra þannig að núna varð ég að fara upp á þennan pall.“ Í fyrra lyfti Fanney 115 kg þannig að bætingin í Rödby var mikil, eða heil 20 kíló. Þessi gríðarlega efnilega lyftingakona á eitt ár eftir í „junior“-flokki og getur því varið titil sinn að ári. „Ég fer bara aftur á næsta ári og bæti mig enn meira,“ segir hún ákveðin. Fanney meiddist á Íslandsmótinu í febrúar og hefur ekki verið alveg heil í nokkurn tíma en lét það ekkert á sig fá í Danmörku. „Pétur, sjúkraþjálfarinn minn, er búinn að vinna vel með mig. Ég er kannski ekki alveg heil en í fínu keppnisstandi,“ segir hún. Hvað tekur svo við í sumar? „Í ágúst er Norðurlandamót í bekkpressu á Íslandi. Nú hefjast bara æfingar fyrir það. Fyrst ætla ég samt til Kaupmannahafnar í tvo daga að hitta systur mína áður en ég kem heim á föstudaginn. Það verður ljúft,“ segir Fanney Hauksdóttir. Innlendar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sjá meira
„Þetta var alveg æðislegt,“ segir Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, en hún varð í gær heimsmeistari unglinga í bekkpressu í -63 kg flokki. Fanney gjörsamlega valtaði yfir keppendur sína í gær en hún lyfti mest 135 kílóum. Sú sem lenti í öðru sæti lyfti mest 120 kg og var ekki nálægt Fanneyju. „Ég var mjög vel stemmd og mætti bara í mótið einbeitt á hvað ég ætlaði að gera og hugsaði ekkert um hina keppendurna. Markmiðið var að komast á pall. Ég var ekki að setja stefnuna á eitthvert sæti þannig að þetta gull er bara bónus.“ Fanney keppti á sama móti í fyrra en fékk þá bronsverðlaun. Hún hafnaði reyndar í fjórða sæti á eftir keppanda frá Kasakstan sem féll síðar á lyfjaprófi. „Ég fékk aldrei að taka á móti verðlaununum í fyrra þannig að núna varð ég að fara upp á þennan pall.“ Í fyrra lyfti Fanney 115 kg þannig að bætingin í Rödby var mikil, eða heil 20 kíló. Þessi gríðarlega efnilega lyftingakona á eitt ár eftir í „junior“-flokki og getur því varið titil sinn að ári. „Ég fer bara aftur á næsta ári og bæti mig enn meira,“ segir hún ákveðin. Fanney meiddist á Íslandsmótinu í febrúar og hefur ekki verið alveg heil í nokkurn tíma en lét það ekkert á sig fá í Danmörku. „Pétur, sjúkraþjálfarinn minn, er búinn að vinna vel með mig. Ég er kannski ekki alveg heil en í fínu keppnisstandi,“ segir hún. Hvað tekur svo við í sumar? „Í ágúst er Norðurlandamót í bekkpressu á Íslandi. Nú hefjast bara æfingar fyrir það. Fyrst ætla ég samt til Kaupmannahafnar í tvo daga að hitta systur mína áður en ég kem heim á föstudaginn. Það verður ljúft,“ segir Fanney Hauksdóttir.
Innlendar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sjá meira