Sperðill þýðir vandræði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2014 15:30 „Jón Gnarr borgarstjóri sagði efni Sperðils tvímælalaust snúast um réttindamál samkynhneigðra,“ segir Grétar Magnús. Fréttablaðið/GVA Kvikmyndin Sperðill snýst um tvo samkynhneigða karlmenn, barneignir og ættleiðingar, að sögn höfundar hennar, Grétars Magnúsar Grétarssonar tónlistarmanns sem reyndar kallar sig Tarnús jr. Grétar Magnús lærir leikstjórn og framleiðslu við Kvikmyndaskóla Íslands og var að ljúka þriðju önn við skólann. Mynd hans Sperðill var frumsýnd í Bíó Paradísi í vikunni og nýlega tók hann við styrk frá Mannréttindaráði borgarinnar vegna gerðar hennar. „Jón Gnarr borgarstjóri veitti verðlaun og styrki í Höfða og sagði efni myndarinnar tvímælalaust snúast um réttindamál samkynhneigðra. Ég ætla að senda hana á kvikmyndahátíðir, einkum gay-hátíðir.“ Sperðill er leikin mynd, rúmar 16 mínútur að lengd. Skyldi Grétar Magnús hafa haft sérstakar persónur í huga þegar hann skrifaði handritið? „Nei, sagan varð til í handritstíma í skólanum en þróaðist út í meiri alvöru.“ En af hverju heitir myndin Sperðill? „Sperðill getur þýtt vandræði og það er mín túlkun. Elsta varðveitta leikrit sem samið var á íslensku heitir Sperðill, það er frá síðari hluta 18. aldar og er eftir séra Snorra Björnsson á Húsafelli. Þar fékk ég hugmyndina.“ Nú á Grétar Magnús eina önn eftir við Kvikmyndaskólann. Þá mun hann gera enn stærri mynd. Skyldi hann vera byrjaður að undirbúa hana? „Ég er kominn með ýmsar hugmyndir en á eftir að móta þær og hef sumarið til að pæla í þeim. Égverð að skrifa og vinna í allt sumar.“ Grétar Magnús hefur gefið út tvær hljómplötur. Hann syngur, semur og heldur tónleika og þá undir nafninu Tarnús jr. Kveðst hafa tekið það eftir föður sínum, Grétari Magnúsi Guðmundssyni, listmálara í Hafnarfirði, sem notar Tarnús sem listamannsnafn. „Tarnús er búið til úr þremur síðustu stöfunum í nöfnunum okkar. Pabbi bjó það til en þar sem ég heiti sömu nöfnum bæti ég bara jr. aftan við,“ segir þessi ungi listamaður. Hann bendir á að sýningar á útskriftarverkefnum nemenda Kvikmyndaskólans séu í Bíói Paradís þessa viku og séu opnar almenningi. Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kvikmyndin Sperðill snýst um tvo samkynhneigða karlmenn, barneignir og ættleiðingar, að sögn höfundar hennar, Grétars Magnúsar Grétarssonar tónlistarmanns sem reyndar kallar sig Tarnús jr. Grétar Magnús lærir leikstjórn og framleiðslu við Kvikmyndaskóla Íslands og var að ljúka þriðju önn við skólann. Mynd hans Sperðill var frumsýnd í Bíó Paradísi í vikunni og nýlega tók hann við styrk frá Mannréttindaráði borgarinnar vegna gerðar hennar. „Jón Gnarr borgarstjóri veitti verðlaun og styrki í Höfða og sagði efni myndarinnar tvímælalaust snúast um réttindamál samkynhneigðra. Ég ætla að senda hana á kvikmyndahátíðir, einkum gay-hátíðir.“ Sperðill er leikin mynd, rúmar 16 mínútur að lengd. Skyldi Grétar Magnús hafa haft sérstakar persónur í huga þegar hann skrifaði handritið? „Nei, sagan varð til í handritstíma í skólanum en þróaðist út í meiri alvöru.“ En af hverju heitir myndin Sperðill? „Sperðill getur þýtt vandræði og það er mín túlkun. Elsta varðveitta leikrit sem samið var á íslensku heitir Sperðill, það er frá síðari hluta 18. aldar og er eftir séra Snorra Björnsson á Húsafelli. Þar fékk ég hugmyndina.“ Nú á Grétar Magnús eina önn eftir við Kvikmyndaskólann. Þá mun hann gera enn stærri mynd. Skyldi hann vera byrjaður að undirbúa hana? „Ég er kominn með ýmsar hugmyndir en á eftir að móta þær og hef sumarið til að pæla í þeim. Égverð að skrifa og vinna í allt sumar.“ Grétar Magnús hefur gefið út tvær hljómplötur. Hann syngur, semur og heldur tónleika og þá undir nafninu Tarnús jr. Kveðst hafa tekið það eftir föður sínum, Grétari Magnúsi Guðmundssyni, listmálara í Hafnarfirði, sem notar Tarnús sem listamannsnafn. „Tarnús er búið til úr þremur síðustu stöfunum í nöfnunum okkar. Pabbi bjó það til en þar sem ég heiti sömu nöfnum bæti ég bara jr. aftan við,“ segir þessi ungi listamaður. Hann bendir á að sýningar á útskriftarverkefnum nemenda Kvikmyndaskólans séu í Bíói Paradís þessa viku og séu opnar almenningi.
Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira