Vegleg sýning á verkum íslenskra stjarna í myndlistarheiminum Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. maí 2014 10:00 Verk á sýningunni eftir Helga Þorgils. Í byrjun mánaðar opnaði Listasafn Íslands viðamikla sýningu á verkum íslenskra listamanna í Kunsthalle Recklinghausen í Þýskalandi. „Sýningin ber heitið Saga – Narrative Art og eru þar sýnd verk eftir marga af bestu og þekktustu listamönnum Íslands, svo sem Kjarval, Erró, Sigurð Guðmundsson, Ólaf Elíasson, Gabríelu Friðriksdóttur, Kristleif Björnsson, Ólöfu Nordal, Helga Þorgils Friðjónsson, Ragnar Kjartansson, Steingrím Eyfjörð, Björk Guðmundsdóttur, Huldu Hákon, Önnu Hallin, Þórð Ben Sveinsson, Hrafnkel Sigurðsson og Ósk Vilhjálmsdóttur,“ segir Halldór Björn Runólfsson, annar sýningarstjóra Saga – Narrative Art. Auk verka áðurnefndra listamanna verða á sýningunni verk eftir erlenda listamenn, sem unnin eru á Íslandi. „Þau verk byggja beinlínis á tengslum höfundanna við íslenska náttúru, frásagnarhefð og landslag,“ segir Halldór. Um er að ræða verk eftir bandarísku listakonuna Cindy Sherman, tékknesku listakonuna Magdalenu Jetelová og 19. aldar meistarann þýska Johann Heinrich Hasselhorst. „Eftir Hasselhorst liggur forláta verk af Þingvalladældinni frá miðri 19. öld; elsta varðveitta málverk af Þingvöllum,“ útskýrir Halldór og heldur áfram. „Verk Cindy Sherman sýna brunasandinn við Kirkjubæjarklaustur bak við listakonuna, íklædda upprunalegum hátíðarkjólum frá Coco Chanel. Magdalena Jetelová tekst hins vegar á við Þingvelli með leisigeislatækni, sem stuðlað hefur að kynningu á svæðinu langt út fyrir landamæri markaðsmiðaðra ferðakynninga.“ Sýningin hefur þegar verið vel sótt, en búist er við tugþúsundum gesta. „Þetta er einn veglegasti listviðburður í Ruhr-héraðinu vorið 2014,“ segir Halldór. Sýningin stendur yfir til 6. júlí. Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í byrjun mánaðar opnaði Listasafn Íslands viðamikla sýningu á verkum íslenskra listamanna í Kunsthalle Recklinghausen í Þýskalandi. „Sýningin ber heitið Saga – Narrative Art og eru þar sýnd verk eftir marga af bestu og þekktustu listamönnum Íslands, svo sem Kjarval, Erró, Sigurð Guðmundsson, Ólaf Elíasson, Gabríelu Friðriksdóttur, Kristleif Björnsson, Ólöfu Nordal, Helga Þorgils Friðjónsson, Ragnar Kjartansson, Steingrím Eyfjörð, Björk Guðmundsdóttur, Huldu Hákon, Önnu Hallin, Þórð Ben Sveinsson, Hrafnkel Sigurðsson og Ósk Vilhjálmsdóttur,“ segir Halldór Björn Runólfsson, annar sýningarstjóra Saga – Narrative Art. Auk verka áðurnefndra listamanna verða á sýningunni verk eftir erlenda listamenn, sem unnin eru á Íslandi. „Þau verk byggja beinlínis á tengslum höfundanna við íslenska náttúru, frásagnarhefð og landslag,“ segir Halldór. Um er að ræða verk eftir bandarísku listakonuna Cindy Sherman, tékknesku listakonuna Magdalenu Jetelová og 19. aldar meistarann þýska Johann Heinrich Hasselhorst. „Eftir Hasselhorst liggur forláta verk af Þingvalladældinni frá miðri 19. öld; elsta varðveitta málverk af Þingvöllum,“ útskýrir Halldór og heldur áfram. „Verk Cindy Sherman sýna brunasandinn við Kirkjubæjarklaustur bak við listakonuna, íklædda upprunalegum hátíðarkjólum frá Coco Chanel. Magdalena Jetelová tekst hins vegar á við Þingvelli með leisigeislatækni, sem stuðlað hefur að kynningu á svæðinu langt út fyrir landamæri markaðsmiðaðra ferðakynninga.“ Sýningin hefur þegar verið vel sótt, en búist er við tugþúsundum gesta. „Þetta er einn veglegasti listviðburður í Ruhr-héraðinu vorið 2014,“ segir Halldór. Sýningin stendur yfir til 6. júlí.
Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira