Í samvinnu við vinsæla netmiðla Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. maí 2014 10:00 Marinó Breki Benjamínsson er hæstánægður með samstarfið. mynd/úr einkasafni „Ég er rosalega ánægður með samstarfið, það er mikill stökkpallur fyrir mig að fá lagið mitt spilað á svona þekktum og fjölsóttum miðlum,“ segir raftónlistarmaðurinn Marinó Breki Benjamínsson en hann gaf nýverið út lagið The Beast, sem verður spilað á vinsælum miðlum. Um er að ræða aðila á borð við Dada Life, Edm.com, sem er stærsti vettvangur fyrir raftónlist í dag, og Vital Edm, sem hefur 400.000 áskrifendur á myndbandavefnum Youtube. „Þetta virkar þannig að þeir spila lagið mitt á sínum miðlum. Þetta er mikil kynning fyrir mig. Þetta kom þannig til að ég hef verið í góðu sambandi við eigendur þessara miðla og þetta hjálpar mér mikið,“ útskýrir Marinó Breki. Fyrir utan kynninguna á miðlunum er hann kominn í samstarf við ástralska söngkonu sem kallar sig Lele. „Ég er að gera nýtt lag með henni. Hún er þekkt í Ástralíu en meira þekkt í Japan. Hún er bæði fyrirsæta og tónlistarkona og hefur gefið út tónlist í Japan á vegum Universal,“ segir Marinó Breki. Hann segir samstarfið við hana ganga mjög vel en þau vinna saman í gegnum tölvupósta, Skype og Facebook. Marinó Breki, sem er fæddur árið 1997, hefur verið að gera fjölbreytta raftónlist í fimm ár og hefur komið víða við. Á seinasta ári fékk hann meðal annars plötu samning við stærsta raftónlistarplötuútgáfufyrirtæki í heiminum, Monstercat. Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég er rosalega ánægður með samstarfið, það er mikill stökkpallur fyrir mig að fá lagið mitt spilað á svona þekktum og fjölsóttum miðlum,“ segir raftónlistarmaðurinn Marinó Breki Benjamínsson en hann gaf nýverið út lagið The Beast, sem verður spilað á vinsælum miðlum. Um er að ræða aðila á borð við Dada Life, Edm.com, sem er stærsti vettvangur fyrir raftónlist í dag, og Vital Edm, sem hefur 400.000 áskrifendur á myndbandavefnum Youtube. „Þetta virkar þannig að þeir spila lagið mitt á sínum miðlum. Þetta er mikil kynning fyrir mig. Þetta kom þannig til að ég hef verið í góðu sambandi við eigendur þessara miðla og þetta hjálpar mér mikið,“ útskýrir Marinó Breki. Fyrir utan kynninguna á miðlunum er hann kominn í samstarf við ástralska söngkonu sem kallar sig Lele. „Ég er að gera nýtt lag með henni. Hún er þekkt í Ástralíu en meira þekkt í Japan. Hún er bæði fyrirsæta og tónlistarkona og hefur gefið út tónlist í Japan á vegum Universal,“ segir Marinó Breki. Hann segir samstarfið við hana ganga mjög vel en þau vinna saman í gegnum tölvupósta, Skype og Facebook. Marinó Breki, sem er fæddur árið 1997, hefur verið að gera fjölbreytta raftónlist í fimm ár og hefur komið víða við. Á seinasta ári fékk hann meðal annars plötu samning við stærsta raftónlistarplötuútgáfufyrirtæki í heiminum, Monstercat.
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira