Íslenskar bækur eftirsóttar í Mið-Austurlöndum 10. maí 2014 12:30 Skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Fótspor á himnum, kemur út á arabísku um þessar mundir og var Einari Má af því tilefni boðið á bókamessuna. Mynd/Réttindastofa Forlagsins Hvert íslenska bókmenntaverkið á fætur öðru er nú gefið út á arabísku. Réttindastofa Forlagsins er nýkomin af bókamessunni í Abu Dhabi þar sem undirritaðir voru samningar um arabíska útgáfu á Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, Blóðhófni eftir Gerði Kristnýju og Valeyrarvalsinum eftir Guðmund Andra Thorsson. Réttindastofan hefur að undanförnu samið við arabísk forlög um útgáfu á verkum ýmissa höfunda sinna. LoveStar eftir Andra Snæ Magnason kemur út á næstunni, Mýrin, Grafarþögn og Röddin eftir Arnald Indriðason hafa þegar komið út á arabísku, sem og Elsku besti pabbi og Mamma er best eftir Björk Bjarkadóttur, Gæludýrin eftir Braga Ólafsson, Svanurinn eftir Guðberg Bergsson, Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness og Skugga-Baldur eftir Sjón. Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson er væntanleg fljótlega, sem og Z ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur og Flateyjargáta eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Fótspor á himnum, kemur enn fremur út á arabísku um þessar mundir og var Einari Má af því tilefni boðið á bókamessuna, þar sem hann ræddi verk sín og íslenskar bókmenntir. Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hvert íslenska bókmenntaverkið á fætur öðru er nú gefið út á arabísku. Réttindastofa Forlagsins er nýkomin af bókamessunni í Abu Dhabi þar sem undirritaðir voru samningar um arabíska útgáfu á Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, Blóðhófni eftir Gerði Kristnýju og Valeyrarvalsinum eftir Guðmund Andra Thorsson. Réttindastofan hefur að undanförnu samið við arabísk forlög um útgáfu á verkum ýmissa höfunda sinna. LoveStar eftir Andra Snæ Magnason kemur út á næstunni, Mýrin, Grafarþögn og Röddin eftir Arnald Indriðason hafa þegar komið út á arabísku, sem og Elsku besti pabbi og Mamma er best eftir Björk Bjarkadóttur, Gæludýrin eftir Braga Ólafsson, Svanurinn eftir Guðberg Bergsson, Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness og Skugga-Baldur eftir Sjón. Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson er væntanleg fljótlega, sem og Z ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur og Flateyjargáta eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Fótspor á himnum, kemur enn fremur út á arabísku um þessar mundir og var Einari Má af því tilefni boðið á bókamessuna, þar sem hann ræddi verk sín og íslenskar bókmenntir.
Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira