Schubert í Ævintýrahöllinni Iðnó Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. maí 2014 10:30 Kammersveit Reykjavíkur. "Við höfum prófað okkur áfram, bæði spilað nútímatónlist og klassíska fyrir krakkana.“ Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur flytja þætti úr Oktett eftir Franz Schubert fyrir forvitna tónleikagesti á öllum aldri í Iðnó í hádeginu í dag. „Við erum bara gríðarlega spennt,“ segir Guðrún Hrund Harðardóttir, víóluleikari og listrænn stjórnandi Kammersveitarinnar. „Kammersveitin hefur tekið þátt í Barnamenningarhátíð frá upphafi og það hefur verið mjög gott samstarf. Við höfum prófað okkur áfram, bæði spilað nútímatónlist og klassíska fyrir krakkana og að þessu sinni ákváðum við að kynna þau fyrir Schubert og þessum glæsilega oktett hans.“ Oktettinn, sem tónskáldið Franz Schubert samdi árið 1824, telst til þekktustu kammertónverka tónlistarsögunnar. Hljóðfæraskipanin er klarínett, fagott, horn, tvær fiðlur, víóla, selló og kontrabassi, en auk þess að kynna hljóðfærin sín fyrir tónleikagestum leitast hljóðfæraleikararnir við að svara spurningum tónleikagesta. „Við verðum með kynningar, bæði á verkinu og Schubert sjálfum, fyrir börnin en þetta eru samt fjölskyldutónleikar sem fólk á öllum aldri getur notið,“ segir Guðrún Hrund. Meðal þess sem hún mun segja frá er æska Schuberts og tónlistarmenntun hans. „Það vakti athygli mína að hann, eins og Mozart og aðrir samtímamenn hans, lærði á mörg hljóðfæri. Byrjaði sex ára að læra bæði á píanó og fiðlu og síðar bættist víóla við. Þetta er aðeins öðru vísi en við eigum að venjast í dag þegar krakkar læra yfirleitt ekki nema á eitt hljóðfæri og við sérfræðingarnir getum heldur ekki hoppað á milli hljóðfæra,“ segir Guðrún Hrund. „Þetta var öðru vísi í þá daga.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa í tæpa klukkustund og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis. Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur flytja þætti úr Oktett eftir Franz Schubert fyrir forvitna tónleikagesti á öllum aldri í Iðnó í hádeginu í dag. „Við erum bara gríðarlega spennt,“ segir Guðrún Hrund Harðardóttir, víóluleikari og listrænn stjórnandi Kammersveitarinnar. „Kammersveitin hefur tekið þátt í Barnamenningarhátíð frá upphafi og það hefur verið mjög gott samstarf. Við höfum prófað okkur áfram, bæði spilað nútímatónlist og klassíska fyrir krakkana og að þessu sinni ákváðum við að kynna þau fyrir Schubert og þessum glæsilega oktett hans.“ Oktettinn, sem tónskáldið Franz Schubert samdi árið 1824, telst til þekktustu kammertónverka tónlistarsögunnar. Hljóðfæraskipanin er klarínett, fagott, horn, tvær fiðlur, víóla, selló og kontrabassi, en auk þess að kynna hljóðfærin sín fyrir tónleikagestum leitast hljóðfæraleikararnir við að svara spurningum tónleikagesta. „Við verðum með kynningar, bæði á verkinu og Schubert sjálfum, fyrir börnin en þetta eru samt fjölskyldutónleikar sem fólk á öllum aldri getur notið,“ segir Guðrún Hrund. Meðal þess sem hún mun segja frá er æska Schuberts og tónlistarmenntun hans. „Það vakti athygli mína að hann, eins og Mozart og aðrir samtímamenn hans, lærði á mörg hljóðfæri. Byrjaði sex ára að læra bæði á píanó og fiðlu og síðar bættist víóla við. Þetta er aðeins öðru vísi en við eigum að venjast í dag þegar krakkar læra yfirleitt ekki nema á eitt hljóðfæri og við sérfræðingarnir getum heldur ekki hoppað á milli hljóðfæra,“ segir Guðrún Hrund. „Þetta var öðru vísi í þá daga.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa í tæpa klukkustund og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.
Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira