Frændliðin fara í lokaúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2014 07:45 Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra en spilar nú með ÍBV. Hér fagnar hann titlinum með Fram síðasta vor en hann er eini leikmaðurinn sem á enn möguleika á því að vinna annað árið í röð. Vísir/Daniel Úrslitakeppni karla í handbolta hefur heldur betur boðið upp á óvænt úrslit undanfarin ár sem sést á því að tveir síðustu Íslandsmeistarar voru ekki með heimavallarrétt í undanúrslitunum (HK 2012 og Fram 2013) og að deildarmeistararnir hafa ekki orðið meistarar síðan 2010. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Framara, til að velta fyrir sér undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem hefjast í kvöld. Fyrsti leikur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH er á Ásvöllum en í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. „Ég reikna með mjög spennandi leikjum. Þegar við erum komin á þennan stað á tímabilinu þá eru þetta alltaf hörkuleikir,“ segir Guðlaugur. FH-ingar tóku síðasta sætið af Guðlaugi og lærisveinum hans í Fram með góðum endaspretti og hann sér FH-liðið stríða deildarmeisturum Hauka.Hafnarfjarðarslagur af bestu sort „Ég reikna með því að FH-ingar komi inn í sína seríu með mikið sjálfstraust eftir að hafa náð að stelast inn í úrslitakeppnina á lokametrunum. Ég ætla að leyfa mér að spá því að Haukarnir vinni í oddaleik en við fáum því Hafnarfjarðarslag af bestu sort,“ segir Guðlaugur og bætir við: „FH-ingar hafa verið að spila undir getu í allan vetur en núna gefa þeir allt í þetta og eiga eftir að standa sig vel,“ segir Guðlaugur. Haukarnir hafa unnið bikarinn, deildarmeistaratitilinn og deildarbikarinn og náð því fernunni með sigri. „Patrekur þarf að koma sínum mönnum niður á jörðina eftir að þeir eru búnir að vinna allt í vetur. Það er verðugt verkefni að koma þeim niður á jörðina en ég held að Patti sé með reynsluna og getuna til að gera það mjög vel.“. ÍBV er með heimavallarréttinn á móti Val en Valsmenn unnu tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og báða stórt.Bestu sóknarmennirnir mætast „Þarna mætast tveir bestu sóknarmennirnir í deildinni í dag, Róbert Aron Hostert hjá ÍBV sem er að mínu mati búinn að vera bestur og svo Guðmundur Hólmar Helgason hjá Val sem er búinn að draga vagninn mjög vel fyrir Valsmenn. Ég held að Valsmenn muni rúlla í gegnum þessa viðureign og að þetta fari ekki í oddaleik en endi 3-1 fyrir Val,“ segir Guðlaugur sem sér Ólaf Stefánsson, þjálfara Vals, hafa mikil áhrif. „Þegar það er komið í svona keppni þá hlýtur að koma fram þessi sigurvilji og hefð sem Óli býr yfir. Ég held að hann muni smita henni vel út frá sér. Valsmenn eru búnir að vera trúir þessari hugmyndafræði sinni í allan vetur. Þeir eru með mikla breidd og þola því mikið álag og marga leiki á fáum dögum. Á meðan þarf ÍBV að treysta á Róbert í 60 mínútur í hverjum leik,“ segir Guðlaugur.Borðleggjandi úrslitin „Ég leyfði mér að spá því að það yrði frændslagur í úrslitunum og það gætu orðið virkilega skemmtilegar rimmur. Annars veit maður ekkert því lið hafa verið að koma á óvart í úrslitakeppninni síðustu árin. Þetta eru samt svona borðleggjandi úrslitin,“ segir Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Úrslitakeppni karla í handbolta hefur heldur betur boðið upp á óvænt úrslit undanfarin ár sem sést á því að tveir síðustu Íslandsmeistarar voru ekki með heimavallarrétt í undanúrslitunum (HK 2012 og Fram 2013) og að deildarmeistararnir hafa ekki orðið meistarar síðan 2010. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Framara, til að velta fyrir sér undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem hefjast í kvöld. Fyrsti leikur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH er á Ásvöllum en í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. „Ég reikna með mjög spennandi leikjum. Þegar við erum komin á þennan stað á tímabilinu þá eru þetta alltaf hörkuleikir,“ segir Guðlaugur. FH-ingar tóku síðasta sætið af Guðlaugi og lærisveinum hans í Fram með góðum endaspretti og hann sér FH-liðið stríða deildarmeisturum Hauka.Hafnarfjarðarslagur af bestu sort „Ég reikna með því að FH-ingar komi inn í sína seríu með mikið sjálfstraust eftir að hafa náð að stelast inn í úrslitakeppnina á lokametrunum. Ég ætla að leyfa mér að spá því að Haukarnir vinni í oddaleik en við fáum því Hafnarfjarðarslag af bestu sort,“ segir Guðlaugur og bætir við: „FH-ingar hafa verið að spila undir getu í allan vetur en núna gefa þeir allt í þetta og eiga eftir að standa sig vel,“ segir Guðlaugur. Haukarnir hafa unnið bikarinn, deildarmeistaratitilinn og deildarbikarinn og náð því fernunni með sigri. „Patrekur þarf að koma sínum mönnum niður á jörðina eftir að þeir eru búnir að vinna allt í vetur. Það er verðugt verkefni að koma þeim niður á jörðina en ég held að Patti sé með reynsluna og getuna til að gera það mjög vel.“. ÍBV er með heimavallarréttinn á móti Val en Valsmenn unnu tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og báða stórt.Bestu sóknarmennirnir mætast „Þarna mætast tveir bestu sóknarmennirnir í deildinni í dag, Róbert Aron Hostert hjá ÍBV sem er að mínu mati búinn að vera bestur og svo Guðmundur Hólmar Helgason hjá Val sem er búinn að draga vagninn mjög vel fyrir Valsmenn. Ég held að Valsmenn muni rúlla í gegnum þessa viðureign og að þetta fari ekki í oddaleik en endi 3-1 fyrir Val,“ segir Guðlaugur sem sér Ólaf Stefánsson, þjálfara Vals, hafa mikil áhrif. „Þegar það er komið í svona keppni þá hlýtur að koma fram þessi sigurvilji og hefð sem Óli býr yfir. Ég held að hann muni smita henni vel út frá sér. Valsmenn eru búnir að vera trúir þessari hugmyndafræði sinni í allan vetur. Þeir eru með mikla breidd og þola því mikið álag og marga leiki á fáum dögum. Á meðan þarf ÍBV að treysta á Róbert í 60 mínútur í hverjum leik,“ segir Guðlaugur.Borðleggjandi úrslitin „Ég leyfði mér að spá því að það yrði frændslagur í úrslitunum og það gætu orðið virkilega skemmtilegar rimmur. Annars veit maður ekkert því lið hafa verið að koma á óvart í úrslitakeppninni síðustu árin. Þetta eru samt svona borðleggjandi úrslitin,“ segir Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn