Borgardagur jarðar Hjálmar Sveinsson skrifar 22. apríl 2014 07:00 Haldið hefur verið upp á Dag Jarðar síðan 1970 þegar vitund almennings um mikilvægi umhverfismála var að vakna. Jarðardeginum, 22. apríl, er ætlað að efla þessa vitund. Milljónir manna í 190 löndum taka þátt í honum. Mikilvægi umhverfisverndar hefur líklega aldrei verið jafnmikið og í dag. Í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að hlýnun jarðar af mannavöldum muni hafa alvarleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim. Jarðardagurinn er í ár helgaður borgunum á jörðinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum átaki sem kallast „Grænar borgir“. Markmiðið er að hvetja borgarbúa og borgaryfirvöld til að einbeita sér að því að skipuleggja borgirnar betur, minnka losun gróðurhúsalofttegunda og nota meira af endurnýjanlegri orku. Íslendingar geta ekki staðið álengdar, langt norður í Atlantshafi, og litið á yfirvofandi hörmungar sem tækifæri til að græða á. Í Reykjavík hefur náðst þverpólitísk sátt um nýtt aðalskipulag þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um að umhverfisgæði í Reykjavík verði til fyrirmyndar á heimsvísu. Í skipulaginu er sett fram áætlun um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35% til ársins 2030, meðal annars með því að nota vistvæna orku á bílaflotann í auknum mæli. Gert er ráð fyrir að stytta vegalengdir í borginni með því að þétta hana. Þéttingin er mikilvæg forsenda fyrir vistvænum úrbótum í samgöngumálum. Hlutdeild strætó í ferðum í og úr vinnu mun vaxa úr 4% í 12% og hlutdeild gangandi og hjólandi fer úr 19% í 30%. Rétt er að taka fram að náist þessi markmið, verðum við Reykvíkingar með svipað hlutfall vistvænna ferðamáta árið 2030 og íbúar í Þrándheimi í dag. Þrándheimur mun vera á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík og íbúar álíka margir. Við Reykvíkingar höfum alla möguleika til að skipuleggja vistvæna, og um leið heilsusamlega, hagkvæma og aðlaðandi borg. Umhverfið er á okkar ábyrgð. Okkar allra. Dagur Jarðar minnir okkur á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Loftslagsmál Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Haldið hefur verið upp á Dag Jarðar síðan 1970 þegar vitund almennings um mikilvægi umhverfismála var að vakna. Jarðardeginum, 22. apríl, er ætlað að efla þessa vitund. Milljónir manna í 190 löndum taka þátt í honum. Mikilvægi umhverfisverndar hefur líklega aldrei verið jafnmikið og í dag. Í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að hlýnun jarðar af mannavöldum muni hafa alvarleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim. Jarðardagurinn er í ár helgaður borgunum á jörðinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum átaki sem kallast „Grænar borgir“. Markmiðið er að hvetja borgarbúa og borgaryfirvöld til að einbeita sér að því að skipuleggja borgirnar betur, minnka losun gróðurhúsalofttegunda og nota meira af endurnýjanlegri orku. Íslendingar geta ekki staðið álengdar, langt norður í Atlantshafi, og litið á yfirvofandi hörmungar sem tækifæri til að græða á. Í Reykjavík hefur náðst þverpólitísk sátt um nýtt aðalskipulag þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um að umhverfisgæði í Reykjavík verði til fyrirmyndar á heimsvísu. Í skipulaginu er sett fram áætlun um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35% til ársins 2030, meðal annars með því að nota vistvæna orku á bílaflotann í auknum mæli. Gert er ráð fyrir að stytta vegalengdir í borginni með því að þétta hana. Þéttingin er mikilvæg forsenda fyrir vistvænum úrbótum í samgöngumálum. Hlutdeild strætó í ferðum í og úr vinnu mun vaxa úr 4% í 12% og hlutdeild gangandi og hjólandi fer úr 19% í 30%. Rétt er að taka fram að náist þessi markmið, verðum við Reykvíkingar með svipað hlutfall vistvænna ferðamáta árið 2030 og íbúar í Þrándheimi í dag. Þrándheimur mun vera á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík og íbúar álíka margir. Við Reykvíkingar höfum alla möguleika til að skipuleggja vistvæna, og um leið heilsusamlega, hagkvæma og aðlaðandi borg. Umhverfið er á okkar ábyrgð. Okkar allra. Dagur Jarðar minnir okkur á það.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun