Var núna bara með vasaljós Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2014 13:00 Allar myndirnar í seríunni voru teknar í eldgömlum heimavistarskóla í Lettlandi á stafræna Hasselblad-myndavél.mynd/Bjargey Mynd/Bjargey Bjargey Ólafsdóttir er að pakka niður fyrir flug til Ísafjarðar þegar ég heyri í henni. Þar ætlar hún að byrja á að hengja upp ljósmyndir í sýningarrýminu Slunkaríki í Edinborgarhúsinu, stórar, óræðar litljósmyndir af stúlkunni Jóhönnu. „Ég er að reyna að vekja sömu stemningu og í málverkum, með myndavélinni. Þetta er svolítið eins og að mála með ljósi. Að fanga hið óræða er það sem ég er að reyna að glíma við,“ útskýrir Bjargey. Spurð hvort hún noti tölvuna til að fá fram það sem hún ætlar sér, harðneitar hún því. „Það er ekkert gert í tölvu. Ég tók þessar myndir í eldgömlum heimavistarskóla í Lettlandi á stóra digital Hasselblad-myndavél sem vinur minn lánaði mér. Ég hef áður gert seríu sem heitir Tíra, þar sem ég spáði mikið í liti og ljós. Þá var ég að vinna með sólarljósið. Í þetta sinn var ég bara með vasaljós.“ Þegar ég gúggla Bjargeyju sé ég að hún hefur einmitt verið tilnefnd til ljósmyndaverðlaunanna Deutsche Börse og Godowski Colour fyrir seríuna Tíru.„Mér finnst Ísafjörður heillandi bær,“ segir Bjargey, sem er með sýningu í Slunkaríki um helgina.Fréttablaðið/DaníelHún er ekki einhöm í listinni hún Bjargey því hún bindur sig ekki við neina eina aðferð til að koma hugsunum sínum á framfæri heldur fæst við kvikmyndagerð, skriftir, hljóðverk, gjörninga, teikningu, málun og ljósmyndir. „Ég nota þann miðil sem hentar hugmyndinni hverju sinni,? segir hún. En af hverju að sýna á Ísafirði. Er hún að vestan? „Nei, en ég hef komið þangað nokkrum sinnum og finnst Ísafjörður heillandi bær. Það verður fínt að komast á skíði og svo auðvitað á Aldrei fór ég suður. Mundu að segja rokkurunum að mæta.“ Menning Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bjargey Ólafsdóttir er að pakka niður fyrir flug til Ísafjarðar þegar ég heyri í henni. Þar ætlar hún að byrja á að hengja upp ljósmyndir í sýningarrýminu Slunkaríki í Edinborgarhúsinu, stórar, óræðar litljósmyndir af stúlkunni Jóhönnu. „Ég er að reyna að vekja sömu stemningu og í málverkum, með myndavélinni. Þetta er svolítið eins og að mála með ljósi. Að fanga hið óræða er það sem ég er að reyna að glíma við,“ útskýrir Bjargey. Spurð hvort hún noti tölvuna til að fá fram það sem hún ætlar sér, harðneitar hún því. „Það er ekkert gert í tölvu. Ég tók þessar myndir í eldgömlum heimavistarskóla í Lettlandi á stóra digital Hasselblad-myndavél sem vinur minn lánaði mér. Ég hef áður gert seríu sem heitir Tíra, þar sem ég spáði mikið í liti og ljós. Þá var ég að vinna með sólarljósið. Í þetta sinn var ég bara með vasaljós.“ Þegar ég gúggla Bjargeyju sé ég að hún hefur einmitt verið tilnefnd til ljósmyndaverðlaunanna Deutsche Börse og Godowski Colour fyrir seríuna Tíru.„Mér finnst Ísafjörður heillandi bær,“ segir Bjargey, sem er með sýningu í Slunkaríki um helgina.Fréttablaðið/DaníelHún er ekki einhöm í listinni hún Bjargey því hún bindur sig ekki við neina eina aðferð til að koma hugsunum sínum á framfæri heldur fæst við kvikmyndagerð, skriftir, hljóðverk, gjörninga, teikningu, málun og ljósmyndir. „Ég nota þann miðil sem hentar hugmyndinni hverju sinni,? segir hún. En af hverju að sýna á Ísafirði. Er hún að vestan? „Nei, en ég hef komið þangað nokkrum sinnum og finnst Ísafjörður heillandi bær. Það verður fínt að komast á skíði og svo auðvitað á Aldrei fór ég suður. Mundu að segja rokkurunum að mæta.“
Menning Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira