Lengi dreymt um að vinna með Bergþóri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. apríl 2014 11:30 Sunna segist vel geta hugsað sér að gera meira af því að semja lög við ljóð þekktra skálda. Mynd: Hörður Sveinsson „Mig hefur lengi langað til að gera eitthvað með Bergþóri og ég greip tækifærið núna,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti sem í hádeginu í dag heldur tónleika í Háteigskirkju ásamt Bergþóri Pálssyni. „Upphaflega var tríóið mitt bókað á þessa tónleika, en svo þurfti bassaleikarinn að fara til Austurríkis og þá ákvað ég að láta þennan draum um að vinna með Bergþóri rætast.“ Á tónleikunum flytja þau tónsmíðar Sunnu við ljóð eftir Tómas Guðmundsson, Óskar Árna Óskarsson og Nínu Björk Árnadóttur. Tvö verkanna eru óútgefin en önnur er að finna á hljómdiski Sunnu, Fagra veröld, sem kom út árið 2002. „Kristjana Stefánsdóttir söng lögin á þeirri plötu,“ segir Sunna. „En það eru þarna lög við tvö ljóð eftir Tómas Guðmundsson sem henta betur fyrir karlsöngvara. Svo eru nýju lögin tvö við ljóð eftir Óskar Árna og Nínu Björk.“ Sunna segist ekki hafa gert mjög mikið af því að semja lög við ljóð þekktra skálda og vildi gjarna gera meira af því. „Ég gerði það fyrir þessa plötu, Fögru veröld, en ég hef ekki lagt mikla rækt við þetta síðan. Samt hef ég mjög gaman af því að semja lög við ljóð annarra og kannski nýti ég tækifærið núna með Bergþóri til að gera þetta að stærra verkefni.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 í dag og taka um hálfa klukkustund. Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Mig hefur lengi langað til að gera eitthvað með Bergþóri og ég greip tækifærið núna,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti sem í hádeginu í dag heldur tónleika í Háteigskirkju ásamt Bergþóri Pálssyni. „Upphaflega var tríóið mitt bókað á þessa tónleika, en svo þurfti bassaleikarinn að fara til Austurríkis og þá ákvað ég að láta þennan draum um að vinna með Bergþóri rætast.“ Á tónleikunum flytja þau tónsmíðar Sunnu við ljóð eftir Tómas Guðmundsson, Óskar Árna Óskarsson og Nínu Björk Árnadóttur. Tvö verkanna eru óútgefin en önnur er að finna á hljómdiski Sunnu, Fagra veröld, sem kom út árið 2002. „Kristjana Stefánsdóttir söng lögin á þeirri plötu,“ segir Sunna. „En það eru þarna lög við tvö ljóð eftir Tómas Guðmundsson sem henta betur fyrir karlsöngvara. Svo eru nýju lögin tvö við ljóð eftir Óskar Árna og Nínu Björk.“ Sunna segist ekki hafa gert mjög mikið af því að semja lög við ljóð þekktra skálda og vildi gjarna gera meira af því. „Ég gerði það fyrir þessa plötu, Fögru veröld, en ég hef ekki lagt mikla rækt við þetta síðan. Samt hef ég mjög gaman af því að semja lög við ljóð annarra og kannski nýti ég tækifærið núna með Bergþóri til að gera þetta að stærra verkefni.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 í dag og taka um hálfa klukkustund.
Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira