Heitt mál en ótrúlega flókið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2014 11:00 Í Útundan er tekið á aðstæðum sem hrjá eitt af hverjum sex pörum hér á landi. Fréttablaðið/Pjetur „Sýningin tekur einn og hálfan tíma í flutningi og það er ekkert hlé. Umfjöllunarefnið er heitt mál en ótrúlega flókið og okkur fannst upplagt að nota leikhúsmiðilinn til að opna á það. Fyrir utan það er þetta gott verk og vel skrifað. Höfundurinn nálgast efnið þannig,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri verksins Útundan eftir Alison Farina McGlynn, sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan 20. Þar er tekið á aðstæðum sem hrjá eitt af hverjum sex pörum hér á landi og í hinum vestræna heimi, að eiga í erfiðleikum með að eignast barn. Leikritið vakti sterk viðbrögð og hlaut góða dóma þegar það var frumsýnt í Bretlandi. Tinna segir viðbrögð þeirra sem hafa séð Útundan á æfingum einnig jákvæð. „Margir þekkja einhverja sem glíma við barnleysi. En þó svo sé ekki er auðvelt að tengja sig við persónur verksins því öll þurfum við að yfirstíga einhverjar hindranir í lífinu. Svo er heilmikill húmor þarna líka þannig að það leiðist örugglega engum,“ segir hún. Háaloftið stendur að sýningunni og leikarar eru Arnmundur Ernst Backman, Benedikt Karl Gröndal, Björn Stefánsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, María Heba Þorkelsdóttir og Svandís Dóra Einarsdóttir. Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Sýningin tekur einn og hálfan tíma í flutningi og það er ekkert hlé. Umfjöllunarefnið er heitt mál en ótrúlega flókið og okkur fannst upplagt að nota leikhúsmiðilinn til að opna á það. Fyrir utan það er þetta gott verk og vel skrifað. Höfundurinn nálgast efnið þannig,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri verksins Útundan eftir Alison Farina McGlynn, sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan 20. Þar er tekið á aðstæðum sem hrjá eitt af hverjum sex pörum hér á landi og í hinum vestræna heimi, að eiga í erfiðleikum með að eignast barn. Leikritið vakti sterk viðbrögð og hlaut góða dóma þegar það var frumsýnt í Bretlandi. Tinna segir viðbrögð þeirra sem hafa séð Útundan á æfingum einnig jákvæð. „Margir þekkja einhverja sem glíma við barnleysi. En þó svo sé ekki er auðvelt að tengja sig við persónur verksins því öll þurfum við að yfirstíga einhverjar hindranir í lífinu. Svo er heilmikill húmor þarna líka þannig að það leiðist örugglega engum,“ segir hún. Háaloftið stendur að sýningunni og leikarar eru Arnmundur Ernst Backman, Benedikt Karl Gröndal, Björn Stefánsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, María Heba Þorkelsdóttir og Svandís Dóra Einarsdóttir.
Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira