Félagsskapur af frjóu fólki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2014 12:30 Stemningin á æfingum er engu lík. „Þetta er óneitanlega mikill heiður og ég er mjög stolt af því að fá að vera þrjátíu ára afmælishöfundur,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir. Hún skrifaði söngleikinn Stund milli stríða sem leikfélagið Hugleikur frumsýnir í Tjarnarbíói á laugardaginn í tilefni af þrjátíu ára afmæli félagsins. „Þetta er verk sem gerist á millistríðsárunum í kreppu. Ég skoðaði tíðarandann og hvað hefði verið að gerast á þessum tíma. Þá sá ég að það er ótrúlega margt sem speglast við okkar samtíma og mjög gaman að kafa ofan í það. Þetta er vonandi hæfileg blanda af gamni og alvöru. Þetta er bæði svolítill fíflaskapur en líka grafalvarlegir hlutir eins og berklar og bankaþrot. Svo brestur fólk í söng og syngur um von, þrá, vonbrigði og gleði,“ segir Þórunn. Hún skrifaði sitt fyrsta verk fyrir Hugleik árið 2002 með söngleiknum Kolrössu og hefur síðan þá sett upp nokkur verk í samstarfi við leikfélagið. „Þetta hefur verið mjög farsælt samstarf. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa ratað inn í þennan félagsskap af frjóu fólki. Ég held að ég hefði ekki byrjað að skrifa nema út af þessu umhverfi. Það er svo hvetjandi að vera innan um svona margt fólk sem er að skapa, hvort sem það er tónlist eða ljóð. Það er gífurlega örvandi,“ segir Þórunn. Hún hefur líka skrifað óperur sem settar hafa verið upp í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem hún er aðstoðarskólastjóri alla jafna en er nú starfandi skólastjóri á meðan hann er í ársleyfi. Leikfélagið Hugleikur er elsta áhugaleikfélag Reykjavíkur og hefur eingöngu sett upp verk sem rituð eru af félagsmönnunum sjálfum. Alls taka sextán leikarar þátt í uppfærslunni á Stund á milli stríða ásamt hljómsveit en leikstjóri er Jón St. Kristjánsson sem sviðsetti einmitt söngleikinn Kolrössu árið 2002. Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er óneitanlega mikill heiður og ég er mjög stolt af því að fá að vera þrjátíu ára afmælishöfundur,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir. Hún skrifaði söngleikinn Stund milli stríða sem leikfélagið Hugleikur frumsýnir í Tjarnarbíói á laugardaginn í tilefni af þrjátíu ára afmæli félagsins. „Þetta er verk sem gerist á millistríðsárunum í kreppu. Ég skoðaði tíðarandann og hvað hefði verið að gerast á þessum tíma. Þá sá ég að það er ótrúlega margt sem speglast við okkar samtíma og mjög gaman að kafa ofan í það. Þetta er vonandi hæfileg blanda af gamni og alvöru. Þetta er bæði svolítill fíflaskapur en líka grafalvarlegir hlutir eins og berklar og bankaþrot. Svo brestur fólk í söng og syngur um von, þrá, vonbrigði og gleði,“ segir Þórunn. Hún skrifaði sitt fyrsta verk fyrir Hugleik árið 2002 með söngleiknum Kolrössu og hefur síðan þá sett upp nokkur verk í samstarfi við leikfélagið. „Þetta hefur verið mjög farsælt samstarf. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa ratað inn í þennan félagsskap af frjóu fólki. Ég held að ég hefði ekki byrjað að skrifa nema út af þessu umhverfi. Það er svo hvetjandi að vera innan um svona margt fólk sem er að skapa, hvort sem það er tónlist eða ljóð. Það er gífurlega örvandi,“ segir Þórunn. Hún hefur líka skrifað óperur sem settar hafa verið upp í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem hún er aðstoðarskólastjóri alla jafna en er nú starfandi skólastjóri á meðan hann er í ársleyfi. Leikfélagið Hugleikur er elsta áhugaleikfélag Reykjavíkur og hefur eingöngu sett upp verk sem rituð eru af félagsmönnunum sjálfum. Alls taka sextán leikarar þátt í uppfærslunni á Stund á milli stríða ásamt hljómsveit en leikstjóri er Jón St. Kristjánsson sem sviðsetti einmitt söngleikinn Kolrössu árið 2002.
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira