Bók bókanna sýnd í ýmsum útgáfum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2014 14:30 "Einn góður vinur safnsins benti okkur á í morgun að við værum hér með eintak af Grútarbiblíunni,“ segir Nanna Lind sem hér er með Eiríki Arnari. Mynd/Auðunn Níelsson Mynd/Auðunn Níelsson „Við fórum djúpt í okkar innstu geymslur og tókum fram nokkra forna dýrgripi. Það er einkum bók bókanna, Biblían, í útgáfum fyrri alda. Þær hafa aldrei verið sýndar en okkur datt í hug að draga þær fram í tilefni af páskunum meðal annars.“ Þetta segir Nanna Lind Svavarsdóttir, verkefnisstjóri á Amtsbókasafninu, sem ásamt Eiríki Arnari Magnússyni hefur unnið þar að uppsetningu sýningar. „Hér má sjá prentgripi frá því um 1500 og fram til 1900 – stórar og fallegar bækur og ótrúlega vel varðveittar, margar hverjar. Einn góður vinur safnsins benti okkur á í morgun að við værum hér með eintak af Grútarbiblíunni,“ segir hún glaðlega. „Þessi fimmta útgáfa biblíunnar á íslensku er ýmist kölluð Grútarbiblían eða Hendersonsbiblían. Fyrra nafnið er þannig til komið að Harmljóðin eru í þessari útgáfu kölluð „Harmagrútur Jeremiæ“, í stað „Harmagrátur Jeremiæ“! Nanna segir flestar bókanna prentaðar í Kaupmannahöfn en nokkrar á Hólum í Hjaltadal frá 1637-1753, meðal annars biblía Þorláks Skúlasonar frá 1637. „Ein biblían er prentuð í Skálholti 1686 og önnur í Viðeyjarklaustri 1841 en sú yngsta í Prentsmiðju Íslands í Reykjavík 1859.“ Innan um bækurnar eru nokkrir kirkjumunir, sumir úr einkaeigu en aðrir fengnir að láni frá Minjasafninu á Akureyri, að sögn Nönnu. „Hingað kemur margt fólk daglega og sumir koma gagngert til að kíkja á sýninguna. Öllum finnst merkilegt að sjá svona gamlar bækur og krakkar staldra til dæmis við.“Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins, frá 10 til 19 virka daga og laugardaga frá 11 til 16. Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við fórum djúpt í okkar innstu geymslur og tókum fram nokkra forna dýrgripi. Það er einkum bók bókanna, Biblían, í útgáfum fyrri alda. Þær hafa aldrei verið sýndar en okkur datt í hug að draga þær fram í tilefni af páskunum meðal annars.“ Þetta segir Nanna Lind Svavarsdóttir, verkefnisstjóri á Amtsbókasafninu, sem ásamt Eiríki Arnari Magnússyni hefur unnið þar að uppsetningu sýningar. „Hér má sjá prentgripi frá því um 1500 og fram til 1900 – stórar og fallegar bækur og ótrúlega vel varðveittar, margar hverjar. Einn góður vinur safnsins benti okkur á í morgun að við værum hér með eintak af Grútarbiblíunni,“ segir hún glaðlega. „Þessi fimmta útgáfa biblíunnar á íslensku er ýmist kölluð Grútarbiblían eða Hendersonsbiblían. Fyrra nafnið er þannig til komið að Harmljóðin eru í þessari útgáfu kölluð „Harmagrútur Jeremiæ“, í stað „Harmagrátur Jeremiæ“! Nanna segir flestar bókanna prentaðar í Kaupmannahöfn en nokkrar á Hólum í Hjaltadal frá 1637-1753, meðal annars biblía Þorláks Skúlasonar frá 1637. „Ein biblían er prentuð í Skálholti 1686 og önnur í Viðeyjarklaustri 1841 en sú yngsta í Prentsmiðju Íslands í Reykjavík 1859.“ Innan um bækurnar eru nokkrir kirkjumunir, sumir úr einkaeigu en aðrir fengnir að láni frá Minjasafninu á Akureyri, að sögn Nönnu. „Hingað kemur margt fólk daglega og sumir koma gagngert til að kíkja á sýninguna. Öllum finnst merkilegt að sjá svona gamlar bækur og krakkar staldra til dæmis við.“Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins, frá 10 til 19 virka daga og laugardaga frá 11 til 16.
Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira