Kom fram á milli tveggja goðsagna Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. mars 2014 12:47 „Þetta var ótrúlega mikill heiður að fá að spila á tónleikum með svona stórum nöfnum,“ segir Karin Sveinsdóttir, söngkona sveitarinnar Highlands, sem hún skipar ásamt Loga Pedro Stefánssyni, en þau spiluðu á Stopp – Gætum garðsins tónleikunum í Hörpu á þriðjudag. Highlands komu fram á eftir Björk og áður en Patti Smith steig á svið. „Þetta voru bara þriðju tónleikarnir okkar þannig að það var stress að vera að spila þarna mitt á milli Bjarkar og Patti Smith, en það gekk vel. Þessir tónleikar voru þeir stærstu sem við höfum spilað á,“ segir Karin jafnframt og heldur áfram. „Þeir voru frábærir rétt eins og önnur gigg sem við höfum verið á, við skemmtum okkur alltaf jafn vel.“ Á tónleikunum kom fjöldinn allur af listamönnum fram, ásamt Patti Smith og Björk, komu fram Lykke Li, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Samaris, Mammút og Highlands. Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd stóðu fyrir tónleikunum, en allir listamenn gáfu vinnu sína. Highlands spilar í Fönkþættinum á X-inu í dag og spilar svo á Ak extreme fyrstu helgina í apríl. „Við erum líka alltaf að vinna í nýrri tónlist þannig það er alveg nóg að gera,“ segir hún. Fyrsta smáskífa Highlands kom út á þessu ári, en tónlistarveitan iTunes í Bandaríkjunum mælti með henni á dögunum. „Við höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur og það er ekkert nema gaman að iTunes mæli með tónlistinni okkar.“ Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta var ótrúlega mikill heiður að fá að spila á tónleikum með svona stórum nöfnum,“ segir Karin Sveinsdóttir, söngkona sveitarinnar Highlands, sem hún skipar ásamt Loga Pedro Stefánssyni, en þau spiluðu á Stopp – Gætum garðsins tónleikunum í Hörpu á þriðjudag. Highlands komu fram á eftir Björk og áður en Patti Smith steig á svið. „Þetta voru bara þriðju tónleikarnir okkar þannig að það var stress að vera að spila þarna mitt á milli Bjarkar og Patti Smith, en það gekk vel. Þessir tónleikar voru þeir stærstu sem við höfum spilað á,“ segir Karin jafnframt og heldur áfram. „Þeir voru frábærir rétt eins og önnur gigg sem við höfum verið á, við skemmtum okkur alltaf jafn vel.“ Á tónleikunum kom fjöldinn allur af listamönnum fram, ásamt Patti Smith og Björk, komu fram Lykke Li, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Samaris, Mammút og Highlands. Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd stóðu fyrir tónleikunum, en allir listamenn gáfu vinnu sína. Highlands spilar í Fönkþættinum á X-inu í dag og spilar svo á Ak extreme fyrstu helgina í apríl. „Við erum líka alltaf að vinna í nýrri tónlist þannig það er alveg nóg að gera,“ segir hún. Fyrsta smáskífa Highlands kom út á þessu ári, en tónlistarveitan iTunes í Bandaríkjunum mælti með henni á dögunum. „Við höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur og það er ekkert nema gaman að iTunes mæli með tónlistinni okkar.“
Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira