Fylgst með úr fjarlægð Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. mars 2014 07:00 Fólk tók sveig fram hjá manninum. Hann lá þarna og svaf upp við vegg og þeir sem komu fyrir hornið máttu vara sig á að detta ekki um lappirnar á honum. Sumum brá við og hrukku til hliðar en héldu þó ferð sinni áfram. Störðu kannski í forundran á manninn enda undarlegur svefnstaður, Austurstrætið. Það viðraði heldur ekki vel til útilegu þennan dag. Maðurinn var síður en svo klæddur til svefns úti í næðingnum. Gallabuxur, þunn úlpa og derhúfa. Ef betur var að gáð sást líka að hann var alls ekkert sofandi, öðru hvoru reisti hann upp tinandi höfuðið og veifaði höndum út í loftið. Lyppaðist svo niður aftur. Margirtóku alls ekkert eftir honum, eða þóttust ekki taka eftir, ég veit ekki hvort var. Litu allavega hvorki til hægri né vinstri á göngu sinni þó litlu munaði að maðurinn yrði fyrir fótum þeirra. Flestir á hraðferð og kalt úti. Skyndilegastaldraði vegfarandi við. Stóð stundarkorn með hendur í vösum og virti manninn fyrir sér. Gaf sig síðan á tal við hann. Um leið og hann gerði það staldraði annar við. Fleiri dreif að og fólk ræddi greinilega saman, um manninn, hvað ætti að gera. Sá fyrsti dró upp síma og hringdi. Hópurinnþynntist um leið og einhver hafði tekið af skarið. Sá sem hringt hafði stóð einn eftir hjá manninum og beið. Fólk hélt áfram að streyma fram hjá án þess að gefa þeim liggjandi gaum. Hannbeið lengi. Stjáklaði í kringum manninn í næðingnum þar til aðstoð barst. Þá tók hann í hönd þess liggjandi og dreif sig af stað til sinna erinda. Alveg merkilegt, hugsaði ég, hve margir strunsuðu fram hjá aumingjans manninum án þess að láta hann sig varða. Hneyksluð stóð ég upp frá borðinu við gluggann og fór í kápuna. Þegar ég skellti í mig restinni úr kaffibollanum svelgdist mér á. Ég var ekki hótinu skárri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun
Fólk tók sveig fram hjá manninum. Hann lá þarna og svaf upp við vegg og þeir sem komu fyrir hornið máttu vara sig á að detta ekki um lappirnar á honum. Sumum brá við og hrukku til hliðar en héldu þó ferð sinni áfram. Störðu kannski í forundran á manninn enda undarlegur svefnstaður, Austurstrætið. Það viðraði heldur ekki vel til útilegu þennan dag. Maðurinn var síður en svo klæddur til svefns úti í næðingnum. Gallabuxur, þunn úlpa og derhúfa. Ef betur var að gáð sást líka að hann var alls ekkert sofandi, öðru hvoru reisti hann upp tinandi höfuðið og veifaði höndum út í loftið. Lyppaðist svo niður aftur. Margirtóku alls ekkert eftir honum, eða þóttust ekki taka eftir, ég veit ekki hvort var. Litu allavega hvorki til hægri né vinstri á göngu sinni þó litlu munaði að maðurinn yrði fyrir fótum þeirra. Flestir á hraðferð og kalt úti. Skyndilegastaldraði vegfarandi við. Stóð stundarkorn með hendur í vösum og virti manninn fyrir sér. Gaf sig síðan á tal við hann. Um leið og hann gerði það staldraði annar við. Fleiri dreif að og fólk ræddi greinilega saman, um manninn, hvað ætti að gera. Sá fyrsti dró upp síma og hringdi. Hópurinnþynntist um leið og einhver hafði tekið af skarið. Sá sem hringt hafði stóð einn eftir hjá manninum og beið. Fólk hélt áfram að streyma fram hjá án þess að gefa þeim liggjandi gaum. Hannbeið lengi. Stjáklaði í kringum manninn í næðingnum þar til aðstoð barst. Þá tók hann í hönd þess liggjandi og dreif sig af stað til sinna erinda. Alveg merkilegt, hugsaði ég, hve margir strunsuðu fram hjá aumingjans manninum án þess að láta hann sig varða. Hneyksluð stóð ég upp frá borðinu við gluggann og fór í kápuna. Þegar ég skellti í mig restinni úr kaffibollanum svelgdist mér á. Ég var ekki hótinu skárri.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun