Tónlistarverðlaunin eru tuttugu ára í ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. mars 2014 11:30 Björk Guðmundsdóttir hefur hlotið flest verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum eða tuttugu alls. Vísir/Getty Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 20. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn. Fyrsta verðlaunaathöfnin fór fram á Hótel Sögu 1993. Tilnefnt var í fjórtán flokkum og voru tónlistarmenn í popp- og rokkgeiranum aðallega verðlaunir. Í ár verða veitt verðlaun í 24 flokkum. Í ár gefst almenningi í fyrsta skiptið kostur á að mæta á hátíðina og fer miðasala fram á miði.is. Það eru nokkrir tónlistarmenn sem hafa verið tíðir gestir á verðlaununum.Andrea Gylfadóttir, sem tilnefnd er sem söngkona ársins í kvöld, var einnig tilnefnd sem söngkona ársins þegar hátíðin fór fram í fyrsta sinn árið 1993.Bubbi Morthens er tilnefndur sem textahöfundur ársins. Hann var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins árið 1993.Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja.Vísir/Anton BrinkÁrið 1999 voru hljóðfæraleikarar ársins valdir í síðasta sinn, það er að segja gítarleikari, bassaleikari, trommuleikari, hljómborðsleikari og blásturshljóðfæraleikari ársins. Í ár eru tilnefningarnar í flokknum Bjartasta vonin í popp-, rokk- og blústónlist:Vök - Kaleo - Kött Grá Pjé Grísalappalísa - Highlands Flokkurinn Bjartasta vonin hefur ávallt staðið undir nafni en árið 1994 var Emilíana Torrini valin bjartasta vonin og átti hún heldur betur eftir að láta á sér kveða. Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja. Hún átti Lag ársins 1996, Hausverkun og var einnig valin hljómsveit ársins sama ár.Bjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men.Vísir/GettyBjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men, en sveitin er í dag orðin heimsfræg og hefur til að mynda hlotið platínuplötu fyrir plötu sína My Head Is an Animal í Bandaríkjunum og því selt yfir 1.000.000 eintaka þar í landi. Þá hefur platan selst um 27.000 eintökum á Íslandi. Bjartasta vonin í fyrra var Ásgeir Trausti. Hann hefur unnið marga sigra að undanförnu og hefur plata hans, In the Silence, fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Hann var í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross og vann einnig Ebba-verðlaunin á síðasta ári. Það má með sanni segja að björtustu vonirnar hafi orðið enn bjartari í kjölfar viðurkenningarinnar. Íslensku tónlistarverðlaunin Kaleo Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 20. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn. Fyrsta verðlaunaathöfnin fór fram á Hótel Sögu 1993. Tilnefnt var í fjórtán flokkum og voru tónlistarmenn í popp- og rokkgeiranum aðallega verðlaunir. Í ár verða veitt verðlaun í 24 flokkum. Í ár gefst almenningi í fyrsta skiptið kostur á að mæta á hátíðina og fer miðasala fram á miði.is. Það eru nokkrir tónlistarmenn sem hafa verið tíðir gestir á verðlaununum.Andrea Gylfadóttir, sem tilnefnd er sem söngkona ársins í kvöld, var einnig tilnefnd sem söngkona ársins þegar hátíðin fór fram í fyrsta sinn árið 1993.Bubbi Morthens er tilnefndur sem textahöfundur ársins. Hann var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins árið 1993.Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja.Vísir/Anton BrinkÁrið 1999 voru hljóðfæraleikarar ársins valdir í síðasta sinn, það er að segja gítarleikari, bassaleikari, trommuleikari, hljómborðsleikari og blásturshljóðfæraleikari ársins. Í ár eru tilnefningarnar í flokknum Bjartasta vonin í popp-, rokk- og blústónlist:Vök - Kaleo - Kött Grá Pjé Grísalappalísa - Highlands Flokkurinn Bjartasta vonin hefur ávallt staðið undir nafni en árið 1994 var Emilíana Torrini valin bjartasta vonin og átti hún heldur betur eftir að láta á sér kveða. Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja. Hún átti Lag ársins 1996, Hausverkun og var einnig valin hljómsveit ársins sama ár.Bjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men.Vísir/GettyBjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men, en sveitin er í dag orðin heimsfræg og hefur til að mynda hlotið platínuplötu fyrir plötu sína My Head Is an Animal í Bandaríkjunum og því selt yfir 1.000.000 eintaka þar í landi. Þá hefur platan selst um 27.000 eintökum á Íslandi. Bjartasta vonin í fyrra var Ásgeir Trausti. Hann hefur unnið marga sigra að undanförnu og hefur plata hans, In the Silence, fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Hann var í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross og vann einnig Ebba-verðlaunin á síðasta ári. Það má með sanni segja að björtustu vonirnar hafi orðið enn bjartari í kjölfar viðurkenningarinnar.
Íslensku tónlistarverðlaunin Kaleo Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira