Alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2014 08:45 Craig Pedersen þjálfar Svendborg Rabbits í Danmörku. Mynd/Linda Sörensen „Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir Craig Pedersen, nýráðinn landsliðsþjálfari í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið en tilkynnt var um ráðningu hans á miðvikudaginn. Pedersen er 49 ára gamall Kanadamaður, upprunalega frá Vancouver, sem búið hefur í Danmörku undanfarin 25 ár. Þar lék hann sem atvinnumaður til ársins 2003 og hóf að þjálfa um leið og leikmannsferlinum var lokið. Hann tók við Svendborg Rabbits og hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Undir hans stjórn hefur liðið farið sjö sinnum í úrslit dönsku úrvalsdeildarinnar og unnið einu sinni.Fylgst vel með Íslandi Pedersen, sem þrisvar sinnum hefur verið kjörinn þjálfari ársins í Danmörku, hefur ágæta tengingu við Ísland því aðstoðarþjálfari hans hjá Svendborg, Arnar Guðjónsson, var aðstoðarmaður Peters Öqvist með landsliðið. Arnar verður einnig við hlið Pedersens með íslenska liðið. „Við fylgjumst vel með íslenska körfuboltanum hér í Danmörku rétt eins og ég held að Íslendingar fylgist með þeim danska því hingað kemur mikið af námsmönnum,“ segir Pedersen, sem hefur langað til að þjálfa landslið í nokkurn tíma og sótti m.a. um danska starfið í fyrra. „Ég held það hafi verið fyrir svona fimm vikum að ég var spurður hvort ég hefði áhuga, sem ég hafði svo sannarlega. Ég var einn af þeim sem sóttu um hjá danska landsliðinu þegar sú staða losnaði í fyrra en ástæðan fyrir því að ég fékk ekki starfið er sú að danska sambandið vill ekki að þjálfari úr deildinni stýri landsliðinu.“Byggjum ekki frá grunni Pedersen leynir ekki spenningi sínum fyrir að þjálfa íslenska liðið enda hefur það tekið stórstígum framförum undir stjórn Svíans Peters Öqvist. „Ég hef alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir í sókninni og miklir íþróttamenn,“ segir Pedersen sem hefur fylgst með hröðum uppgangi landsliðsins undanfarin misseri. „Við munum halda áfram að byggja á sömu hlutum. Ég er búinn að sjá að minnsta kosti þrjá leiki frá síðasta sumri, þar af einn bara um daginn. Ég hef verið að reyna finna út hvað menn geta gert og hvaða leikstíl við eigum að nota. Við erum ekki að fara að byrja frá grunni því liðið er búið að gera vel undanfarin ár.“Vill enga eigingirni Fyrsta stóra verkefni Pedersens með íslenska liðið verður undankeppni EM 2015 í ágúst. Þar er liðið í riðli með Bosníu og Bretlandi og Kanadamaðurinn er bjartsýnn. „Möguleikarnir eru góðir finnst mér. Ég hef ekki séð Bosníu spila mikið en ég held að liðið sé svipað að styrkleika og Búlgaría. Það er reyndar spurning með hvaða lið Bretar mæta til leiks því þeir eiga nokkra leikmenn í NBA-deildinni. Ef þeir verða með þá verður verkefnið augljóslega mun erfiðara en ég er bjartsýnn,“ segir Pedersen en Luol Deng, leikmaður Cleveland Cavaliers, er breskur landsliðsmaður. Pedersen segir möguleika á að hann komi til landsins í apríl en vonast þó eðlilega til að vera upptekinn með Svendborg á þeim tíma í úrslitakeppninni í Danmörku. „Annars verðum við að finna einhvern tíma fyrir langa helgi,“ segir hann. Spurður að lokum hvernig hann vilji að liðin sín spili körfubolta er hann fljótur til svars: „Númer eitt, tvö og þrjú vil ég að liðið spili saman. Ég vil enga eigingirni,“ segir Craig Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir Craig Pedersen, nýráðinn landsliðsþjálfari í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið en tilkynnt var um ráðningu hans á miðvikudaginn. Pedersen er 49 ára gamall Kanadamaður, upprunalega frá Vancouver, sem búið hefur í Danmörku undanfarin 25 ár. Þar lék hann sem atvinnumaður til ársins 2003 og hóf að þjálfa um leið og leikmannsferlinum var lokið. Hann tók við Svendborg Rabbits og hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Undir hans stjórn hefur liðið farið sjö sinnum í úrslit dönsku úrvalsdeildarinnar og unnið einu sinni.Fylgst vel með Íslandi Pedersen, sem þrisvar sinnum hefur verið kjörinn þjálfari ársins í Danmörku, hefur ágæta tengingu við Ísland því aðstoðarþjálfari hans hjá Svendborg, Arnar Guðjónsson, var aðstoðarmaður Peters Öqvist með landsliðið. Arnar verður einnig við hlið Pedersens með íslenska liðið. „Við fylgjumst vel með íslenska körfuboltanum hér í Danmörku rétt eins og ég held að Íslendingar fylgist með þeim danska því hingað kemur mikið af námsmönnum,“ segir Pedersen, sem hefur langað til að þjálfa landslið í nokkurn tíma og sótti m.a. um danska starfið í fyrra. „Ég held það hafi verið fyrir svona fimm vikum að ég var spurður hvort ég hefði áhuga, sem ég hafði svo sannarlega. Ég var einn af þeim sem sóttu um hjá danska landsliðinu þegar sú staða losnaði í fyrra en ástæðan fyrir því að ég fékk ekki starfið er sú að danska sambandið vill ekki að þjálfari úr deildinni stýri landsliðinu.“Byggjum ekki frá grunni Pedersen leynir ekki spenningi sínum fyrir að þjálfa íslenska liðið enda hefur það tekið stórstígum framförum undir stjórn Svíans Peters Öqvist. „Ég hef alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir í sókninni og miklir íþróttamenn,“ segir Pedersen sem hefur fylgst með hröðum uppgangi landsliðsins undanfarin misseri. „Við munum halda áfram að byggja á sömu hlutum. Ég er búinn að sjá að minnsta kosti þrjá leiki frá síðasta sumri, þar af einn bara um daginn. Ég hef verið að reyna finna út hvað menn geta gert og hvaða leikstíl við eigum að nota. Við erum ekki að fara að byrja frá grunni því liðið er búið að gera vel undanfarin ár.“Vill enga eigingirni Fyrsta stóra verkefni Pedersens með íslenska liðið verður undankeppni EM 2015 í ágúst. Þar er liðið í riðli með Bosníu og Bretlandi og Kanadamaðurinn er bjartsýnn. „Möguleikarnir eru góðir finnst mér. Ég hef ekki séð Bosníu spila mikið en ég held að liðið sé svipað að styrkleika og Búlgaría. Það er reyndar spurning með hvaða lið Bretar mæta til leiks því þeir eiga nokkra leikmenn í NBA-deildinni. Ef þeir verða með þá verður verkefnið augljóslega mun erfiðara en ég er bjartsýnn,“ segir Pedersen en Luol Deng, leikmaður Cleveland Cavaliers, er breskur landsliðsmaður. Pedersen segir möguleika á að hann komi til landsins í apríl en vonast þó eðlilega til að vera upptekinn með Svendborg á þeim tíma í úrslitakeppninni í Danmörku. „Annars verðum við að finna einhvern tíma fyrir langa helgi,“ segir hann. Spurður að lokum hvernig hann vilji að liðin sín spili körfubolta er hann fljótur til svars: „Númer eitt, tvö og þrjú vil ég að liðið spili saman. Ég vil enga eigingirni,“ segir Craig Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira