„Gáfum aldrei út dánartilkynningu“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. mars 2014 10:00 Hljómsveitin Maus ætlar að vera virk á árinu og er bókuð á þrjár tónlistarhátíðir sem stendur. mynd/Halldór Ingi „Við hættum aldrei formlega og gáfum aldrei út dánartilkynningu,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Maus, en sveitin hefur staðfest komu sína á þrjár tónleikahátíðir í ár, Aldrei fór ég suður, Eistnaflug og Secret Solstice. Maus fór á ís árið 2004 og síðan þá hefur lítið til hennar spurst. „Síðustu tónleikarnir voru í nóvember 2004 á Húsavík og fórum við allir hver í sína áttina þá. Ég fór til London og var þar í 3 ár og vann meðal annars plötu þar. Palli gítarleikari fór til Eistlands að klára doktor í klassískum tónsmíðum, Danni trommuleikari fór til Barcelona að læra grafíska hönnun og Eggert bassaleikari fór svo til San Francisco að vinna fyrir íslenskt tölvufyrirtæki,“ segir Birgir Örn um upplausnina. Meðlimirnir ákváðu þó að telja í æfingu um leið og allir væru komnir til Íslands. „Við vorum allir komnir heim í ágústmánuði og töldum í fyrstu æfingu fljótlega eftir það en okkur grunaði ekki að það myndi líða svona langur tími.“ Menn voru misryðgaðir á hljóðfærin þegar í fyrsta lag var talið. „Eggert hafði ekki snert bassann en það kom ekki að sök, hann var alveg með þetta. Það gekk bara mjög vel þó svo að maður kunni ekki öll lögin strax.“ Það er þó enn óráðið hvort sveitin gefur út plötu á ný. „Við ætlum að vera virkir í ár en höfum ekki tekið ákvörðun varðandi nýtt efni.“ Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við hættum aldrei formlega og gáfum aldrei út dánartilkynningu,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Maus, en sveitin hefur staðfest komu sína á þrjár tónleikahátíðir í ár, Aldrei fór ég suður, Eistnaflug og Secret Solstice. Maus fór á ís árið 2004 og síðan þá hefur lítið til hennar spurst. „Síðustu tónleikarnir voru í nóvember 2004 á Húsavík og fórum við allir hver í sína áttina þá. Ég fór til London og var þar í 3 ár og vann meðal annars plötu þar. Palli gítarleikari fór til Eistlands að klára doktor í klassískum tónsmíðum, Danni trommuleikari fór til Barcelona að læra grafíska hönnun og Eggert bassaleikari fór svo til San Francisco að vinna fyrir íslenskt tölvufyrirtæki,“ segir Birgir Örn um upplausnina. Meðlimirnir ákváðu þó að telja í æfingu um leið og allir væru komnir til Íslands. „Við vorum allir komnir heim í ágústmánuði og töldum í fyrstu æfingu fljótlega eftir það en okkur grunaði ekki að það myndi líða svona langur tími.“ Menn voru misryðgaðir á hljóðfærin þegar í fyrsta lag var talið. „Eggert hafði ekki snert bassann en það kom ekki að sök, hann var alveg með þetta. Það gekk bara mjög vel þó svo að maður kunni ekki öll lögin strax.“ Það er þó enn óráðið hvort sveitin gefur út plötu á ný. „Við ætlum að vera virkir í ár en höfum ekki tekið ákvörðun varðandi nýtt efni.“
Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira