Íslenskir hönnuðir í brennidepli 1. mars 2014 15:00 Að mati Theodóru hefur vantað sjónvarpsþátt um tísku- og hönnun enda gróskan mikil. MYND/VALLI Lífsstíll er nýr þáttur um tísku, hönnun og lífsstíl sem hefst á Stöð 3 þann 13. mars. Hann verður í umsjá Theodóru Mjallar Skúladóttur Jack, sem gaf út metsölubókina Hárið árið 2012 og fylgdi henni eftir með Lokkum í fyrra. Þátturinn verður í opinni dagskrá. „Við munum fylgjast með öllu því sem er að gerast í tísku- og hönnunargeiranum á Íslandi í dag. Þátturinn verður byggður upp á stuttum innslögum þar sem íslenskir hönnuðir verða í aðalhlutverki. Þá munum við fylgjast með hinum ýmsu viðburðum og gefa góð ráð,“ segir Theodóra Mjöll. Að hennar mati hefur vantað sjónvarpsþátt af þessu tagi. „Það er svo mikil gróska í tísku- og hönnunarheiminum og margir að gera frábæra hluti. Mér finnst þeir ekki allir fá þá umfjöllun sem þeir verðskulda.“ Theodóra Mjöll er hárgreiðslusveinn að mennt og hefur lokið tveimur árum í Listaháskóla Íslands. Hún er greinahöfundur á Nude Magazine ásamt því að halda úti bloggsíðu á Trendnet. Theodóra er því ýmsum hnútum kunnug um tísku og hönnun en þreytir nú frumraun sína í sjónvarpi. „Þátturinn fer í loftið 13. mars en það er án efa stærsti mánuður ársins þegar kemur að hönnun og tísku enda bæði HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival á dagskrá. „Við byrjum því með trukki og munum gera þeim viðburðum góð skil. Í framhaldinu mun ég leggja áherslu á ferskt efni og fjalla um það sem ber hæst hverju sinni.“ Þátturinn verður sýndur á fimmtudögum og verður í opinni dagskrá. HönnunarMars RFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Lífsstíll er nýr þáttur um tísku, hönnun og lífsstíl sem hefst á Stöð 3 þann 13. mars. Hann verður í umsjá Theodóru Mjallar Skúladóttur Jack, sem gaf út metsölubókina Hárið árið 2012 og fylgdi henni eftir með Lokkum í fyrra. Þátturinn verður í opinni dagskrá. „Við munum fylgjast með öllu því sem er að gerast í tísku- og hönnunargeiranum á Íslandi í dag. Þátturinn verður byggður upp á stuttum innslögum þar sem íslenskir hönnuðir verða í aðalhlutverki. Þá munum við fylgjast með hinum ýmsu viðburðum og gefa góð ráð,“ segir Theodóra Mjöll. Að hennar mati hefur vantað sjónvarpsþátt af þessu tagi. „Það er svo mikil gróska í tísku- og hönnunarheiminum og margir að gera frábæra hluti. Mér finnst þeir ekki allir fá þá umfjöllun sem þeir verðskulda.“ Theodóra Mjöll er hárgreiðslusveinn að mennt og hefur lokið tveimur árum í Listaháskóla Íslands. Hún er greinahöfundur á Nude Magazine ásamt því að halda úti bloggsíðu á Trendnet. Theodóra er því ýmsum hnútum kunnug um tísku og hönnun en þreytir nú frumraun sína í sjónvarpi. „Þátturinn fer í loftið 13. mars en það er án efa stærsti mánuður ársins þegar kemur að hönnun og tísku enda bæði HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival á dagskrá. „Við byrjum því með trukki og munum gera þeim viðburðum góð skil. Í framhaldinu mun ég leggja áherslu á ferskt efni og fjalla um það sem ber hæst hverju sinni.“ Þátturinn verður sýndur á fimmtudögum og verður í opinni dagskrá.
HönnunarMars RFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira