Tónlistarmenn heimsóttir Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 2. mars 2014 15:00 Addi Intro Beats og Guðni Impulze stjórna þættinum Á bak við borðin. Jóhann K. Jóhannsson Tónlistarmennirnir Addi Intro Beats og Guðni Impulze eða Ársæll Þór Ingvason og Guðni Einarsson sjá um þáttinn Á bak við borðin sem sýndur er á Vísi og Popp Tíví. Í þáttunum heimsækja þeir bæði þekkta og óþekkta tónlistarmenn í stúdíóin þeirra, grennslast fyrir um vinnuferli þeirra og hvernig þeir búa til músík. „Hugmyndin á bak við þættina er sú að sýna fram á að það getur hver sem er búið til tónlist, það þarf ekki að vera eitthvert stórt nafn eða að eiga bestu græjurnar til að geta gert eitthvað. Ef fólk er með góða hugmynd, kemst í fartölvu og getur hlaðið niður tónlistarforritum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að það geti búið til flotta tónlist,“ segir Addi Intro Beats. Hann segir þáttinn vera fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á öllu því sem viðkemur tónlist og græjum. „Þættirnir eru mjög fjölbreyttir, við erum að fjalla um allt frá byrjendum í tónlist til Gusgus. Fólkið sem er í þáttunum er ekkert endilega fólk sem allir kannast við eða hefur mikið verið fjallað um. Það er þekkt í ákveðnum senum og þeir sem eru tengdir inn í senurnar vita hvert það er. Við erum að reyna að sýna fólk sem hefur fengið minni athygli en á hana skilið samt sem áður.“ Adda Intro Beats finnst vanta meiri umræður um tónlistarfólk hér heima. „Það er alltaf verið að tala um sömu tónlistarmennina og sömu böndin ár eftir ár. Það er alltaf sama fólkið sem fær styrki og umfjöllun en það er til fullt af fólki sem er að gera góða hluti en fær ekki umfjöllun af því að færri tengja við það. Hugmyndin að þáttunum sprettur út frá því að ég var að skoða myndbönd á netinu af listamönnum sem ég lít upp til. Mér finnst mjög áhugavert að sjá inn í stúdíóin þeirra og fylgjast með þeim í raunveruleikanum en ekki bara í hefðbundnum viðtölum. Ég reyni að ná viðmælendum Á bak við borðin á persónulegu nóturnar.“ Þættirnir eru gerðir í samstarfi við stúdíóið Hljóðheima sem Guðni Impulze rekur. „Hljóðheimar eru með ýmiss konar námskeið þar sem kennt er að semja tónlist. Þessi námskeið eru góð fyrir þá sem vilja bæta við tónlistina sína eða læra eitthvað um tónlist án þess að fara í langt og dýrt nám.“Þættina má nálgast á Vísir Sjónvarp undir flokknum Hljóðheimar. Hljóðheimar Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Tónlistarmennirnir Addi Intro Beats og Guðni Impulze eða Ársæll Þór Ingvason og Guðni Einarsson sjá um þáttinn Á bak við borðin sem sýndur er á Vísi og Popp Tíví. Í þáttunum heimsækja þeir bæði þekkta og óþekkta tónlistarmenn í stúdíóin þeirra, grennslast fyrir um vinnuferli þeirra og hvernig þeir búa til músík. „Hugmyndin á bak við þættina er sú að sýna fram á að það getur hver sem er búið til tónlist, það þarf ekki að vera eitthvert stórt nafn eða að eiga bestu græjurnar til að geta gert eitthvað. Ef fólk er með góða hugmynd, kemst í fartölvu og getur hlaðið niður tónlistarforritum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að það geti búið til flotta tónlist,“ segir Addi Intro Beats. Hann segir þáttinn vera fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á öllu því sem viðkemur tónlist og græjum. „Þættirnir eru mjög fjölbreyttir, við erum að fjalla um allt frá byrjendum í tónlist til Gusgus. Fólkið sem er í þáttunum er ekkert endilega fólk sem allir kannast við eða hefur mikið verið fjallað um. Það er þekkt í ákveðnum senum og þeir sem eru tengdir inn í senurnar vita hvert það er. Við erum að reyna að sýna fólk sem hefur fengið minni athygli en á hana skilið samt sem áður.“ Adda Intro Beats finnst vanta meiri umræður um tónlistarfólk hér heima. „Það er alltaf verið að tala um sömu tónlistarmennina og sömu böndin ár eftir ár. Það er alltaf sama fólkið sem fær styrki og umfjöllun en það er til fullt af fólki sem er að gera góða hluti en fær ekki umfjöllun af því að færri tengja við það. Hugmyndin að þáttunum sprettur út frá því að ég var að skoða myndbönd á netinu af listamönnum sem ég lít upp til. Mér finnst mjög áhugavert að sjá inn í stúdíóin þeirra og fylgjast með þeim í raunveruleikanum en ekki bara í hefðbundnum viðtölum. Ég reyni að ná viðmælendum Á bak við borðin á persónulegu nóturnar.“ Þættirnir eru gerðir í samstarfi við stúdíóið Hljóðheima sem Guðni Impulze rekur. „Hljóðheimar eru með ýmiss konar námskeið þar sem kennt er að semja tónlist. Þessi námskeið eru góð fyrir þá sem vilja bæta við tónlistina sína eða læra eitthvað um tónlist án þess að fara í langt og dýrt nám.“Þættina má nálgast á Vísir Sjónvarp undir flokknum Hljóðheimar.
Hljóðheimar Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira