37 ára í söngkeppni framhaldsskólanna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 09:00 Dagrún stefnir á að hafa gaman þegar hún keppir í söngkeppni framhaldsskólanna í apríl. Vísir/Pjetur „Ég söng Það er draumur að vera með dáta því mér finnst það mjög skemmtilegt lag. Ég tók útgáfuna sem Móeiður Júníusdóttir söng í þætti Hemma Gunn árið 1991 því mér finnst það mjög flott útgáfa,“ segir Dagrún Þórný Marínardóttir. Hún bar sigur úr býtum í söngkeppni Fjölbrautaskólans við Ármúla og verður fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna í Hofi á Akureyri 5. apríl. Ef Dagrún vinnur þá keppni fetur hún ekki einungis í fótspor söngkvenna á borð við Emilíönu Torrini og Margrétar Eirar Hjartardóttur heldur verður hún einnig elsti keppandinn til að vinna keppnina en Dagrún varð nýlega 37 ára. „Söngurinn er bara áhugamál, ég er alltaf syngjandi í bílnum. Mér finnst mjög gaman að syngja. Þetta er í þriðja sinn sem ég tek þátt í söngkeppninni í FÁ en ég bjóst ekki við því að vinna. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn róleg á sviðinu og núna. Ég var mjög afslöppuð en þetta var rosalega gaman,“ segir Dagrún sem hélt ekki sérstaklega uppá sigurinn. „Ég var komin heim um 23-leytið og hafði voðalega lítinn tíma til að halda uppá þetta. Ég átti að mæta í skólann klukkan 9 daginn eftir þannig að ég fór bara heim að sofa,“ segir Dagrún. Hún er á læknaritara- og heilbrigðisritarabraut og útskrifast næstu jól. „Ætli ég vinni ekki sem læknaritari í einhvern tíma en ég stefni á að fara í háskólanám og klára það fyrir fimmtugt,“ segir Dagrún glöð í bragði. Hún útilokar ekki söngnám í framtíðinni. „Mig hefur alltaf langað til að læra söng en ekki komist í það. Kannski læt ég verða af því á næstu árum.“ Dagrún er spennt fyrir söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri í apríl. „Ég ætla að fara þangað og hafa gaman af þessu. Ætli ég reyni ekki að vera jafn afslöppuð og í keppninni í síðustu viku en þetta er líka þannig lag að það er varla hægt að vera stressaður þegar maður syngur það.” Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Ég söng Það er draumur að vera með dáta því mér finnst það mjög skemmtilegt lag. Ég tók útgáfuna sem Móeiður Júníusdóttir söng í þætti Hemma Gunn árið 1991 því mér finnst það mjög flott útgáfa,“ segir Dagrún Þórný Marínardóttir. Hún bar sigur úr býtum í söngkeppni Fjölbrautaskólans við Ármúla og verður fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna í Hofi á Akureyri 5. apríl. Ef Dagrún vinnur þá keppni fetur hún ekki einungis í fótspor söngkvenna á borð við Emilíönu Torrini og Margrétar Eirar Hjartardóttur heldur verður hún einnig elsti keppandinn til að vinna keppnina en Dagrún varð nýlega 37 ára. „Söngurinn er bara áhugamál, ég er alltaf syngjandi í bílnum. Mér finnst mjög gaman að syngja. Þetta er í þriðja sinn sem ég tek þátt í söngkeppninni í FÁ en ég bjóst ekki við því að vinna. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn róleg á sviðinu og núna. Ég var mjög afslöppuð en þetta var rosalega gaman,“ segir Dagrún sem hélt ekki sérstaklega uppá sigurinn. „Ég var komin heim um 23-leytið og hafði voðalega lítinn tíma til að halda uppá þetta. Ég átti að mæta í skólann klukkan 9 daginn eftir þannig að ég fór bara heim að sofa,“ segir Dagrún. Hún er á læknaritara- og heilbrigðisritarabraut og útskrifast næstu jól. „Ætli ég vinni ekki sem læknaritari í einhvern tíma en ég stefni á að fara í háskólanám og klára það fyrir fimmtugt,“ segir Dagrún glöð í bragði. Hún útilokar ekki söngnám í framtíðinni. „Mig hefur alltaf langað til að læra söng en ekki komist í það. Kannski læt ég verða af því á næstu árum.“ Dagrún er spennt fyrir söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri í apríl. „Ég ætla að fara þangað og hafa gaman af þessu. Ætli ég reyni ekki að vera jafn afslöppuð og í keppninni í síðustu viku en þetta er líka þannig lag að það er varla hægt að vera stressaður þegar maður syngur það.”
Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira