Hardy fyrsta konan til að skora meira en 40 stig í bikarúrslitum 24. febrúar 2014 07:00 Lele Hardy var sátt í leikslok eftir sögulegan úrslitaleik. Vísir/Daníel Lele Hardy, hinn frábæri bandaríski leikmaður Hauka, setti met í bæði stigaskori og framlagi þegar Haukakonur unnu Powerade-bikarinn eftir 78-70 sigur á Snæfelli í Höllinni. Hardy var með 44 stig, 14 fráköst og 7 stolna bolta en framlag hennar var 48. Hardy bætti stigamet Kieraah Marlow frá 2012 (37 stig) og framlagsmet Heather Corby frá 2001 (46). „Með fullri virðingu fyrir þjálfurum og leikmönnum í deildinni þá er Lele Hardy bara of góð fyrir íslenska körfuboltann. Hún væri með betri Könum í karladeildinni,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Daníel Rúnarsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, eftir leik. Haukaliðið endaði þarna fimmtán leikja sigurgöngu Snæfellsliðsins í deild og bikar og sá til þess að Snæfellskonum tókst ekki að vinna sinn annan titil á innan við viku en þær urðu deildarmeistarar helgina á undan. „Það gekk ekkert hjá mér í fyrsta leikhluta. En ég minnti sjálfa mig bara á það að ég væri góð skytta og lagaði einbeitinguna,“ sagði Hardy við Daníel eftir leik. Hardy var „bara“ með 7 stig, 4 fráköst og 25 prósenta skotnýtingu eftir fyrsta leikhlutann og Haukarnir tíu stigum undir, 11-21. Síðustu þrjá leikhlutana var Hardy hins vegar með 37 stig, 10 fráköst og 71 prósenta skotnýtingu en Haukaliðið vann þá 67-49. „Ég held að enginn geti mótmælt því að hún sé besti leikmaður sem hefur spilað í þessari deild. Hún er líka frábær karakter innan sem utan vallar. Hún spilaði stórkostlega í dag,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Óskar Ófeigur Jónsson Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Lele Hardy, hinn frábæri bandaríski leikmaður Hauka, setti met í bæði stigaskori og framlagi þegar Haukakonur unnu Powerade-bikarinn eftir 78-70 sigur á Snæfelli í Höllinni. Hardy var með 44 stig, 14 fráköst og 7 stolna bolta en framlag hennar var 48. Hardy bætti stigamet Kieraah Marlow frá 2012 (37 stig) og framlagsmet Heather Corby frá 2001 (46). „Með fullri virðingu fyrir þjálfurum og leikmönnum í deildinni þá er Lele Hardy bara of góð fyrir íslenska körfuboltann. Hún væri með betri Könum í karladeildinni,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Daníel Rúnarsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, eftir leik. Haukaliðið endaði þarna fimmtán leikja sigurgöngu Snæfellsliðsins í deild og bikar og sá til þess að Snæfellskonum tókst ekki að vinna sinn annan titil á innan við viku en þær urðu deildarmeistarar helgina á undan. „Það gekk ekkert hjá mér í fyrsta leikhluta. En ég minnti sjálfa mig bara á það að ég væri góð skytta og lagaði einbeitinguna,“ sagði Hardy við Daníel eftir leik. Hardy var „bara“ með 7 stig, 4 fráköst og 25 prósenta skotnýtingu eftir fyrsta leikhlutann og Haukarnir tíu stigum undir, 11-21. Síðustu þrjá leikhlutana var Hardy hins vegar með 37 stig, 10 fráköst og 71 prósenta skotnýtingu en Haukaliðið vann þá 67-49. „Ég held að enginn geti mótmælt því að hún sé besti leikmaður sem hefur spilað í þessari deild. Hún er líka frábær karakter innan sem utan vallar. Hún spilaði stórkostlega í dag,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Óskar Ófeigur Jónsson
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins