Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 07:00 Síðustu helgi efndu stuðningskonur Hjördísar til mótmæla fyrir framan fangelsið í Horsens vegna handtöku án dóms og laga. Vísir/aðsend Fyrsta manneskjan sem fékk að heimsækja Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur í fangelsi í Horsens, fyrir utan lögmann hennar, er Þórey Guðmundsdóttir, íslenskur prestur sem búsett er í Noregi. Hún heimsótti Hjördísi á miðvikudaginn síðastliðinn og fékk drjúga stund með henni. Hún segir Hjördísi dvelja á álmu með mikilli öryggisgæslu þar sem fangar þurfa að lúta ströngum reglum. Þórey segir að Hjördís þurfi að vera inni í klefa sínum í nítján klukkustundir á sólarhring. Þar sé hún eingöngu með klósett og sjónvarp. Hún sé í fangelsi með bæði körlum og konum og að hún hafi séð á samföngum hennar að margir þeirra hafi marga fjöruna sopið. „Ég skil ekki hvernig hún nær að halda sér svona rólegri, ég gæti ekki höndlað þessar aðstæður svona vel,“ segir Þórey. Hún segir Hjördísi þó ekki ætla að sækja um flutning innan fangelsisins en helst vildi hún fá að afplána varðhaldið í heimahúsi með staðsetningartæki um ökklann. Hjördís var handtekin á Íslandi í byrjun mánaðar vegna ákæru um ólöglegt brottnám dætra sinna í ágúst síðastliðnum, eftir að dönsk dómsvöld höfðu dæmt dönskum barnsföður hennar forræðið. Þórey Guðmundsdóttir, prestur í Noregi, heimsótti Hjördísi Svan í fangelsi í Horsens.Hún var dæmd í farbann í Danmörku en var svo handtekin fáeinum dögum síðar þegar hún mætti á lögreglustöðina til að tilkynna sig án útskýringa eða viðveru lögmanns. Fyrstu tvo sólarhringana eftir handtökuna fékk hún ekki að tala við neinn og fékk engar upplýsingar, eða þar til hún og lögmaður hennar fengu að vita að hún hafði verið dæmd í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn lagði fram beiðni um að Hjördís fengi heimsókn en ferlið var bæði langt og flókið. Eftir níu daga í gæsluvarðhaldi fékk Þórey að fara í heimsókn og voru það fyrstu samskiptin sem Hjördís fékk að eiga við vin eða fjölskyldu eftir handtökuna. „Þessi handtaka án dóms og laga hefur verið gagnrýnd af mörgum. Aðeins danskir lögmenn geta gert athugasemdir við hana en það hafa þeir ekki gert. Nefnd á vegum Evrópuþingsins, sem hefur kannað kærur foreldra vegna forsjársmála í Danmörku, hefur veitt danskri stjórnsýslu tvær áminningar fyrir ómannúðlega meðferð á Hjördísi og ellefu öðrum mæðrum, vegna handtöku og fangelsisvistar,“ segir Þórey. Hjördís Svan Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Fyrsta manneskjan sem fékk að heimsækja Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur í fangelsi í Horsens, fyrir utan lögmann hennar, er Þórey Guðmundsdóttir, íslenskur prestur sem búsett er í Noregi. Hún heimsótti Hjördísi á miðvikudaginn síðastliðinn og fékk drjúga stund með henni. Hún segir Hjördísi dvelja á álmu með mikilli öryggisgæslu þar sem fangar þurfa að lúta ströngum reglum. Þórey segir að Hjördís þurfi að vera inni í klefa sínum í nítján klukkustundir á sólarhring. Þar sé hún eingöngu með klósett og sjónvarp. Hún sé í fangelsi með bæði körlum og konum og að hún hafi séð á samföngum hennar að margir þeirra hafi marga fjöruna sopið. „Ég skil ekki hvernig hún nær að halda sér svona rólegri, ég gæti ekki höndlað þessar aðstæður svona vel,“ segir Þórey. Hún segir Hjördísi þó ekki ætla að sækja um flutning innan fangelsisins en helst vildi hún fá að afplána varðhaldið í heimahúsi með staðsetningartæki um ökklann. Hjördís var handtekin á Íslandi í byrjun mánaðar vegna ákæru um ólöglegt brottnám dætra sinna í ágúst síðastliðnum, eftir að dönsk dómsvöld höfðu dæmt dönskum barnsföður hennar forræðið. Þórey Guðmundsdóttir, prestur í Noregi, heimsótti Hjördísi Svan í fangelsi í Horsens.Hún var dæmd í farbann í Danmörku en var svo handtekin fáeinum dögum síðar þegar hún mætti á lögreglustöðina til að tilkynna sig án útskýringa eða viðveru lögmanns. Fyrstu tvo sólarhringana eftir handtökuna fékk hún ekki að tala við neinn og fékk engar upplýsingar, eða þar til hún og lögmaður hennar fengu að vita að hún hafði verið dæmd í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn lagði fram beiðni um að Hjördís fengi heimsókn en ferlið var bæði langt og flókið. Eftir níu daga í gæsluvarðhaldi fékk Þórey að fara í heimsókn og voru það fyrstu samskiptin sem Hjördís fékk að eiga við vin eða fjölskyldu eftir handtökuna. „Þessi handtaka án dóms og laga hefur verið gagnrýnd af mörgum. Aðeins danskir lögmenn geta gert athugasemdir við hana en það hafa þeir ekki gert. Nefnd á vegum Evrópuþingsins, sem hefur kannað kærur foreldra vegna forsjársmála í Danmörku, hefur veitt danskri stjórnsýslu tvær áminningar fyrir ómannúðlega meðferð á Hjördísi og ellefu öðrum mæðrum, vegna handtöku og fangelsisvistar,“ segir Þórey.
Hjördís Svan Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira