ReykjavíkBarokk með háskólatónleika Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 10:30 Kvennahópurinn ReykjavíkBarokk kemur fram á tónleikum í Háskóla Íslands í dag. mynd/einkasafn „Við höfum æft mikið að undanförnu og hlökkum mikið til,“ segir Guðný Einarsdóttir organisti og semballeikari í kvennahópnum ReykjavíkBarokk sem kemur fram á tónleikum í dag. ReykjavíkBarokk flytur verk eftir Georg Philipp Telemann og Giovanni Battista Bononcini á háskólatónleikunum sem fram fara í kapellunni í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Kvennahópurinn ReykjavíkBarokk var stofnaður árið 2012 og sérhæfir sig í flutningi á barokktónlist. „Við leggjum metnað okkar í að flytja tónlistina á upprunaleg hljóðfæri og til dæmis má nefna að ekki heyrist oft í barokkflautu og gömbu hér á landi.“ útskýrir Guðný. Hópinn skipa þær Jóhanna Halldórsdóttir, alt, Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflauta, Magnea Árnadóttir barokkflauta, Diljá Sigursveinsdóttir og Íris Dögg Gísladóttir barokkfiðlur, Ólöf Sigursveinsdóttir, barokkselló, Kristín Lárusdóttir, víóla da gamba og Guðný Einarsdóttir, semball. „Við erum með háskólatónleika af og til hjá okkur en í vetur bjóðum við upp á sex tónleika og eru þetta fimmtu tónleikarnir í röðinni,“ segir Kristín Ása Einarsdóttir viðburðastjóri Háskóla Íslands um tónleikaröðina. Hún bætir við að kapella skólans sé einkar hljómfögur og taki um hundrað manns í sæti. „Það er mjög góður hljómburður í kapellunni og hlökkum við mikið til tónleikana,“ segir Kristín Ása. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og allir eru velkomnir. Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við höfum æft mikið að undanförnu og hlökkum mikið til,“ segir Guðný Einarsdóttir organisti og semballeikari í kvennahópnum ReykjavíkBarokk sem kemur fram á tónleikum í dag. ReykjavíkBarokk flytur verk eftir Georg Philipp Telemann og Giovanni Battista Bononcini á háskólatónleikunum sem fram fara í kapellunni í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Kvennahópurinn ReykjavíkBarokk var stofnaður árið 2012 og sérhæfir sig í flutningi á barokktónlist. „Við leggjum metnað okkar í að flytja tónlistina á upprunaleg hljóðfæri og til dæmis má nefna að ekki heyrist oft í barokkflautu og gömbu hér á landi.“ útskýrir Guðný. Hópinn skipa þær Jóhanna Halldórsdóttir, alt, Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflauta, Magnea Árnadóttir barokkflauta, Diljá Sigursveinsdóttir og Íris Dögg Gísladóttir barokkfiðlur, Ólöf Sigursveinsdóttir, barokkselló, Kristín Lárusdóttir, víóla da gamba og Guðný Einarsdóttir, semball. „Við erum með háskólatónleika af og til hjá okkur en í vetur bjóðum við upp á sex tónleika og eru þetta fimmtu tónleikarnir í röðinni,“ segir Kristín Ása Einarsdóttir viðburðastjóri Háskóla Íslands um tónleikaröðina. Hún bætir við að kapella skólans sé einkar hljómfögur og taki um hundrað manns í sæti. „Það er mjög góður hljómburður í kapellunni og hlökkum við mikið til tónleikana,“ segir Kristín Ása. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og allir eru velkomnir.
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira