Glaðbeittir Íslendingar tóku þátt í setningarathöfn Ólympíuleikanna Freyr Bjarnason skrifar 8. febrúar 2014 07:00 Íslensku keppendurnir, með fánaberann Sævar Birgisson í fararbroddi, tóku sig vel út á Fisht-leikvanginum í Sotsjí í gær. nordicphotos/afp Setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í Rússlandi fór fram gær og heppnaðist hún vel. Sævar Birgisson, einn af íslensku keppendunum á leikunum, var fánaberi, og tók hópurinn sig vel út á Fisht-leikvanginum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans Dorrit Moussaieff, voru viðstödd opnunarathöfnina og veifuðu til íslensku keppendanna er þeir gengu inn á leikvanginn. Fyrir athöfnina klæddust þau regnbogalituðum fingravettlingum er þau hittu íslensku íþróttamennina. Sýndu þau þar með stuðning sinn í verki við samkynhneigða en nýleg lög sem banna „áróður“ fyrir málstað samkynhneigðra hafa valdi miklu fjaðrafoki. Fyrr um daginn hittu þau Vladimir Putin, forseta Rússlands, í móttökuathöfn fyrir þá leiðtoga sem mæta á leikana. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var viðstaddur setningarathöfnina í gær. Í viðtali við Vísi sagðist hann ætla að reyna að koma því á framfæri „ef það er möguleiki til þess“ að honum þyki framkoma Rússa gagnvart samkynhneigðum ógeðfelld. Margir af æðstu leiðtogum hins vestræna heims ætla ekki að láta sjá sig á leikunum. Á meðal þeirra er Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollandi, forseti Frakklands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og Joachim Gauck, forseti Þýskalands. Talið er að leiðtogarnir hafi ákveðið að sniðganga leikana vegna viðhorfs rússneskra yfirvalda gagnvart samkynhneigðum. Skipuleggjendur í Sotsjí sendu frá sér lista í gær yfir þá 53 leiðtoga sem þeir segja að verði viðstaddir Ólympíuleikana. Á meðal þeirra eru leiðtogar Kína, Japans, Danmerkur Grikklands og Tyrklands. Enginn fulltrúi Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada er á listanum. Rússneskir hryðjuverkamenn hafa hótað því að láta til skarar skríða á leikunum og er viðbúnaðurinn því mikill í Sotsjí. Vladimir Pútín hefur lofað því að fjörutíu þúsund lögreglumenn og hermenn verði til taks á meðan leikunum stendur til að tryggja öryggi allra. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí standa yfir til 23. febrúar. Samtals verða ellefu aðilar á vegum ÍSÍ á leikunum, þar á meðal íslensku keppendurnir fimm. Auk Sævars eru í hópi keppenda þau Einar Kristinn Kristgeirsson, Brynjar Jökull Guðmundsson, Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir.Vestrænir leiðtogar sem verða í SotsjíThomas Bach, forseti AlþjóðaólympíunefndarinnarAlbert MónakóprinsFriðrik, krónprins DanmerkurÓlafur Ragnar Grímsson, forseti ÍslandsBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðannaHenri, fursti í LúxemborgSauli Niinisto, forseti FinnlandsKarolos Papoulias, forseti GrikklandsThorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri EvrópuráðsinsDidier Burkhalter, forseti SvissWillem-Alexander, konungur HollandsMark Rutte, forsætisráðherra HollandsWerner Faymann, kanslari AusturríkisEnrico Letta, forsætisráðherra ÍtalíuRecep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra TyrklandsKarl Gústav, SvíakonungurErna Solberg, forsætisráðherra NoregsJyrki Katainen, forsætisráðherra FinnlandsHaraldur NoregskonungurFilip Vujanovic, forseti SvartfjallalandsTomislav Nikolic, forseti SerbíuAlgirdas Butkevicius, forsætisráðherra LitháensAndris Berzins, forseti LettlandsPlamen Oresharski, forsætisráðherra BúlgaríuAdrian Hasler, forsætisráðherra LiechtensteinAndrus Ansip, forseti EistlandsMilos Zeman, forseti TékklandsSerge Sarkisian, forseti ArmeníuAbdelilah Benkirane, forsætisráðherra MarokkóIurie Leanca, forsætisráðherra Moldóvu.Victor Ponta, forsætisráðherra Rúmeníu.Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstan.Gjorge Ivanov, forseti Makedónia.Ivo Josipovic, forseti KróatíuAlmazbek Atambajev, forseti Kirgisistan.Gurbanguli Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistan.Emomali Rahmon, forseti TadjikistanViktor Janúkóvitsj, forseti ÚkraínuJanos Ader, forseti UngverjalandsAlexander Lukashenko, forseti Hvíta-RússlandsIvan Gasparovic, forseti SlóvakíuIvica Dacic, forseti SerbíuRosen Plevneliev, forseti BúlgaríuIslam Karimov, forseti Úsbekistan Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í Rússlandi fór fram gær og heppnaðist hún vel. Sævar Birgisson, einn af íslensku keppendunum á leikunum, var fánaberi, og tók hópurinn sig vel út á Fisht-leikvanginum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans Dorrit Moussaieff, voru viðstödd opnunarathöfnina og veifuðu til íslensku keppendanna er þeir gengu inn á leikvanginn. Fyrir athöfnina klæddust þau regnbogalituðum fingravettlingum er þau hittu íslensku íþróttamennina. Sýndu þau þar með stuðning sinn í verki við samkynhneigða en nýleg lög sem banna „áróður“ fyrir málstað samkynhneigðra hafa valdi miklu fjaðrafoki. Fyrr um daginn hittu þau Vladimir Putin, forseta Rússlands, í móttökuathöfn fyrir þá leiðtoga sem mæta á leikana. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var viðstaddur setningarathöfnina í gær. Í viðtali við Vísi sagðist hann ætla að reyna að koma því á framfæri „ef það er möguleiki til þess“ að honum þyki framkoma Rússa gagnvart samkynhneigðum ógeðfelld. Margir af æðstu leiðtogum hins vestræna heims ætla ekki að láta sjá sig á leikunum. Á meðal þeirra er Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollandi, forseti Frakklands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og Joachim Gauck, forseti Þýskalands. Talið er að leiðtogarnir hafi ákveðið að sniðganga leikana vegna viðhorfs rússneskra yfirvalda gagnvart samkynhneigðum. Skipuleggjendur í Sotsjí sendu frá sér lista í gær yfir þá 53 leiðtoga sem þeir segja að verði viðstaddir Ólympíuleikana. Á meðal þeirra eru leiðtogar Kína, Japans, Danmerkur Grikklands og Tyrklands. Enginn fulltrúi Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada er á listanum. Rússneskir hryðjuverkamenn hafa hótað því að láta til skarar skríða á leikunum og er viðbúnaðurinn því mikill í Sotsjí. Vladimir Pútín hefur lofað því að fjörutíu þúsund lögreglumenn og hermenn verði til taks á meðan leikunum stendur til að tryggja öryggi allra. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí standa yfir til 23. febrúar. Samtals verða ellefu aðilar á vegum ÍSÍ á leikunum, þar á meðal íslensku keppendurnir fimm. Auk Sævars eru í hópi keppenda þau Einar Kristinn Kristgeirsson, Brynjar Jökull Guðmundsson, Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir.Vestrænir leiðtogar sem verða í SotsjíThomas Bach, forseti AlþjóðaólympíunefndarinnarAlbert MónakóprinsFriðrik, krónprins DanmerkurÓlafur Ragnar Grímsson, forseti ÍslandsBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðannaHenri, fursti í LúxemborgSauli Niinisto, forseti FinnlandsKarolos Papoulias, forseti GrikklandsThorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri EvrópuráðsinsDidier Burkhalter, forseti SvissWillem-Alexander, konungur HollandsMark Rutte, forsætisráðherra HollandsWerner Faymann, kanslari AusturríkisEnrico Letta, forsætisráðherra ÍtalíuRecep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra TyrklandsKarl Gústav, SvíakonungurErna Solberg, forsætisráðherra NoregsJyrki Katainen, forsætisráðherra FinnlandsHaraldur NoregskonungurFilip Vujanovic, forseti SvartfjallalandsTomislav Nikolic, forseti SerbíuAlgirdas Butkevicius, forsætisráðherra LitháensAndris Berzins, forseti LettlandsPlamen Oresharski, forsætisráðherra BúlgaríuAdrian Hasler, forsætisráðherra LiechtensteinAndrus Ansip, forseti EistlandsMilos Zeman, forseti TékklandsSerge Sarkisian, forseti ArmeníuAbdelilah Benkirane, forsætisráðherra MarokkóIurie Leanca, forsætisráðherra Moldóvu.Victor Ponta, forsætisráðherra Rúmeníu.Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstan.Gjorge Ivanov, forseti Makedónia.Ivo Josipovic, forseti KróatíuAlmazbek Atambajev, forseti Kirgisistan.Gurbanguli Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistan.Emomali Rahmon, forseti TadjikistanViktor Janúkóvitsj, forseti ÚkraínuJanos Ader, forseti UngverjalandsAlexander Lukashenko, forseti Hvíta-RússlandsIvan Gasparovic, forseti SlóvakíuIvica Dacic, forseti SerbíuRosen Plevneliev, forseti BúlgaríuIslam Karimov, forseti Úsbekistan
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira