Öflugra og fjölbreyttara atvinnusvæði Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Það er nauðsynlegt að halda uppi öflugu atvinnustigi á Akureyri. Of margt ungt fólk hefur lokið iðn- og tækninámi, háskólanámi en fær ekki starf við hæfi. Þetta verður að laga. Lífshamingja þeirrar kynslóðar sem er að koma á atvinnumarkað í bænum er í húfi. Tækifæri Akureyrar liggur í þessu hæfileikaríka unga fólki. Koma þarf vinnufúsum til verka.Meiri samkeppnishæfni Til að stuðla að breytingum í þessa átt er mikilvægt að styðja við nýsköpun, bæði hjá fyrirtækjum og einyrkjum. En það skiptir ekki síður máli að hlúa vel að þeirri starfsemi sem þegar er fyrir í bænum og við byggjum afkomu okkar á. Það eykur samkeppnishæfni bæjarins og hvetur til þess að ný fyrirtæki festi sig í sessi í bænum. Það skapar beina og afleidda veltu og viðheldur öflugu atvinnustigi.Öflugt rekstrarumhverfi Mikilvægi góðs rekstrarumhverfis, sem styður uppbygginu fyrirtækja, verður seint ofmetið. Þar skiptir miklu að bæjarkerfið stuðli að betra umhverfi fyrirtækja með því að lágmarka óvissu um aðkomu bæjarins að einstöku málum. Eins þarf að samræma væntingar til rekstrarumhverfis fyrirtækjanna með auknu samráði hagsmunaðila úr atvinnulífi og bæjarkerfinu.Stefnumótun í atvinnumálum Stærsta einstaka atriði á næsta kjörtímabili er að ljúka við stefnumótunarverkefni í atvinnumálum til næstu 5 til 10 ára. Þar er markmiðið að varpa ljósi á væntingar atvinnulífsins og mögulegar aðgerðir bæjarins til að bregðast við þeim. Þetta stefnumótunarverkefni þarf að skila áætlun sem við öll getum unnið eftir til skemmri og lengri tíma.Þátttaka fólks Skipa þarf verkefnisstjórn með þátttöku fólks úr atvinnulífi, mennta- og stjórnkerfi bæjarins sem myndi fara yfir stefnumótunarverkefnið, sviðsmyndir og verkefnatillögur með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa. Markmiðið er að hámarka samskipti hagsmunaaðila þannig að vinnan skili sem víðtækastri samstöðu. Þessi áhersla á sókn í atvinnulífi byggir á þeirri trú að það sé mikilvægur grunnur að betra samfélagi. Einungis þannig getur bæjarfélagið boðið upp á góða þjónustu við íbúana sem stenst samanburð við það sem best gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Það er nauðsynlegt að halda uppi öflugu atvinnustigi á Akureyri. Of margt ungt fólk hefur lokið iðn- og tækninámi, háskólanámi en fær ekki starf við hæfi. Þetta verður að laga. Lífshamingja þeirrar kynslóðar sem er að koma á atvinnumarkað í bænum er í húfi. Tækifæri Akureyrar liggur í þessu hæfileikaríka unga fólki. Koma þarf vinnufúsum til verka.Meiri samkeppnishæfni Til að stuðla að breytingum í þessa átt er mikilvægt að styðja við nýsköpun, bæði hjá fyrirtækjum og einyrkjum. En það skiptir ekki síður máli að hlúa vel að þeirri starfsemi sem þegar er fyrir í bænum og við byggjum afkomu okkar á. Það eykur samkeppnishæfni bæjarins og hvetur til þess að ný fyrirtæki festi sig í sessi í bænum. Það skapar beina og afleidda veltu og viðheldur öflugu atvinnustigi.Öflugt rekstrarumhverfi Mikilvægi góðs rekstrarumhverfis, sem styður uppbygginu fyrirtækja, verður seint ofmetið. Þar skiptir miklu að bæjarkerfið stuðli að betra umhverfi fyrirtækja með því að lágmarka óvissu um aðkomu bæjarins að einstöku málum. Eins þarf að samræma væntingar til rekstrarumhverfis fyrirtækjanna með auknu samráði hagsmunaðila úr atvinnulífi og bæjarkerfinu.Stefnumótun í atvinnumálum Stærsta einstaka atriði á næsta kjörtímabili er að ljúka við stefnumótunarverkefni í atvinnumálum til næstu 5 til 10 ára. Þar er markmiðið að varpa ljósi á væntingar atvinnulífsins og mögulegar aðgerðir bæjarins til að bregðast við þeim. Þetta stefnumótunarverkefni þarf að skila áætlun sem við öll getum unnið eftir til skemmri og lengri tíma.Þátttaka fólks Skipa þarf verkefnisstjórn með þátttöku fólks úr atvinnulífi, mennta- og stjórnkerfi bæjarins sem myndi fara yfir stefnumótunarverkefnið, sviðsmyndir og verkefnatillögur með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa. Markmiðið er að hámarka samskipti hagsmunaaðila þannig að vinnan skili sem víðtækastri samstöðu. Þessi áhersla á sókn í atvinnulífi byggir á þeirri trú að það sé mikilvægur grunnur að betra samfélagi. Einungis þannig getur bæjarfélagið boðið upp á góða þjónustu við íbúana sem stenst samanburð við það sem best gerist.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun