Góðir kennarar Hjálmar Sveinsson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Átján ára dóttir mín kom heim í vikunni eftir að hafa tekið þátt í mótmælum á Austurvelli. Hún fékk frí í skólanum til að sýna kennurum samstöðu í baráttu þeirra fyrir betri launum. Verkfall framhaldsskólakennara er yfirvofandi. Það er smánarblettur á samfélaginu að þeir þurfi að leita til slíkra ráða til að fá almennileg laun. Kennaraverkföll hafa reynst langvinn og haft afdrifaríkar afleiðingar. Kennarastarfið er auðvitað eitt mikilvægasta starf samfélagsins. Góður kennari vekur ekki bara áhuga á tiltekinni námsgrein. Hann/hún blæs í sjálfan lífsneistann í sálinni. Tilveran er mögnuð, full af furðum og fallegum hlutum og alls kyns mikilvægum álitamálum og sjálfur er maður hluti af þessu öllu saman. Það er dásamlegt. Maður býr að þeirri tilfinningu alla ævi. Enskukennarinn minn í Flensborgarskóla var af vesturíslenskum ættum. Hann kom einu sinni í tíma með plötuspilara og plötu með Leonard Cohen. Hann spilaði lagið Suzanne og bað okkur að skrifa stutta tímaritgerð um lag og texta. Sumum fannst þetta ömurlegt verkefni en mér fannst það frábært. Ég fylltist einhverjum fögnuði innra með mér og lifði á honum lengi á eftir. Ég var nýorðinn 17 ára. Fyrir næstum 10 árum fjallaði ég talsvert um skólamál í Speglinum í Ríkisútvarpinu. Tilefnið var frekar slakur árangur íslenskra grunnskólanema í PISA-prófum. Ég ætla ekki út í þá viðkvæmu sálma hér. En það er ein setning sem fer ekki úr höfðinu á mér frá því ég fjallaði um þessi mál í Speglinum. Ég las viðtal við Andreas Schleicher, þýskan skólafrömuð sem starfar í menntaráði OECD og hefur verið kallaður „Faðir Pisa“. Hann sagði í þessu viðtali að sín reynsla væri sú að það skipti engu hvað skólakerfið héti eða hvernig skipuritinu væri háttað. En það skipti öllu máli að í skólanum ríkti „andrúmsloft andlegs metnaðar“. Auðvitað eru það fyrst og fremst góðir kennarar sem skapa slíkt andrúmsloft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Átján ára dóttir mín kom heim í vikunni eftir að hafa tekið þátt í mótmælum á Austurvelli. Hún fékk frí í skólanum til að sýna kennurum samstöðu í baráttu þeirra fyrir betri launum. Verkfall framhaldsskólakennara er yfirvofandi. Það er smánarblettur á samfélaginu að þeir þurfi að leita til slíkra ráða til að fá almennileg laun. Kennaraverkföll hafa reynst langvinn og haft afdrifaríkar afleiðingar. Kennarastarfið er auðvitað eitt mikilvægasta starf samfélagsins. Góður kennari vekur ekki bara áhuga á tiltekinni námsgrein. Hann/hún blæs í sjálfan lífsneistann í sálinni. Tilveran er mögnuð, full af furðum og fallegum hlutum og alls kyns mikilvægum álitamálum og sjálfur er maður hluti af þessu öllu saman. Það er dásamlegt. Maður býr að þeirri tilfinningu alla ævi. Enskukennarinn minn í Flensborgarskóla var af vesturíslenskum ættum. Hann kom einu sinni í tíma með plötuspilara og plötu með Leonard Cohen. Hann spilaði lagið Suzanne og bað okkur að skrifa stutta tímaritgerð um lag og texta. Sumum fannst þetta ömurlegt verkefni en mér fannst það frábært. Ég fylltist einhverjum fögnuði innra með mér og lifði á honum lengi á eftir. Ég var nýorðinn 17 ára. Fyrir næstum 10 árum fjallaði ég talsvert um skólamál í Speglinum í Ríkisútvarpinu. Tilefnið var frekar slakur árangur íslenskra grunnskólanema í PISA-prófum. Ég ætla ekki út í þá viðkvæmu sálma hér. En það er ein setning sem fer ekki úr höfðinu á mér frá því ég fjallaði um þessi mál í Speglinum. Ég las viðtal við Andreas Schleicher, þýskan skólafrömuð sem starfar í menntaráði OECD og hefur verið kallaður „Faðir Pisa“. Hann sagði í þessu viðtali að sín reynsla væri sú að það skipti engu hvað skólakerfið héti eða hvernig skipuritinu væri háttað. En það skipti öllu máli að í skólanum ríkti „andrúmsloft andlegs metnaðar“. Auðvitað eru það fyrst og fremst góðir kennarar sem skapa slíkt andrúmsloft.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun