Flottustu Sign tónleikarnir Gunnar Leó Pálsson skrifar 31. janúar 2014 11:00 Hljómsveitin Sign heldur útgáfutónleika í Austurbær 13. febrúar. mynd/Óskar Hallgrímsson Hljómsveitin Sign ætlar að efna til útgáfutónleika í Austurbæ til að fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar, Hermd. Platan sú kom út rétt fyrir síðustu jól og er þeirra fyrsta plata síðan The Hope kom út árið 2007, en í millitíðinni hefur Ragnar Zolberg, forsprakki hljómsveitarinnar, bæði gefið út sólóplötur og spilað og tekið upp með sænsku prog-metalgrúppunni Pain of Salvation. Hermd er þyngsta verk hljómsveitarinnar og var meðal annars tekin upp af upptökustjóranum Daniel Bergstrand, sem á til dæmis mikinn heiður af sándinu hjá rokksveitunum Meshuggah, In Flames, Strapping Young Lad, Soilwork og fleirum.Leo Margarit, trommuleikari Pain of Salvation, sér um trommuleik á þessari plötu en hann mun einnig koma fram á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar í Austurbæ. „Öll Sign-klíkan kemur þarna fram til að spila plötuna í heild sinni, það er um tíu manna hópur. Þetta verða án efa merkustu og flottustu tónleikar sem við höfum nokkurn tímann haldið,“ segir Ragnar. Upphitunarhljómsveit er Different Turns og verður þetta í fyrsta skipti sem hún kemur fram formlega. Tónleikarnir verða haldnir þann 13. febrúar næstkomandi en miðasala hefst miðvikudaginn 22. janúar á midi.is. Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Sign ætlar að efna til útgáfutónleika í Austurbæ til að fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar, Hermd. Platan sú kom út rétt fyrir síðustu jól og er þeirra fyrsta plata síðan The Hope kom út árið 2007, en í millitíðinni hefur Ragnar Zolberg, forsprakki hljómsveitarinnar, bæði gefið út sólóplötur og spilað og tekið upp með sænsku prog-metalgrúppunni Pain of Salvation. Hermd er þyngsta verk hljómsveitarinnar og var meðal annars tekin upp af upptökustjóranum Daniel Bergstrand, sem á til dæmis mikinn heiður af sándinu hjá rokksveitunum Meshuggah, In Flames, Strapping Young Lad, Soilwork og fleirum.Leo Margarit, trommuleikari Pain of Salvation, sér um trommuleik á þessari plötu en hann mun einnig koma fram á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar í Austurbæ. „Öll Sign-klíkan kemur þarna fram til að spila plötuna í heild sinni, það er um tíu manna hópur. Þetta verða án efa merkustu og flottustu tónleikar sem við höfum nokkurn tímann haldið,“ segir Ragnar. Upphitunarhljómsveit er Different Turns og verður þetta í fyrsta skipti sem hún kemur fram formlega. Tónleikarnir verða haldnir þann 13. febrúar næstkomandi en miðasala hefst miðvikudaginn 22. janúar á midi.is.
Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira