Tónleikar í bílageymslu RÚV Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. janúar 2014 11:00 Strengjasveitin Skark hefur áður spilað í bílakjallara Hörpu þar sem Suzuki-jeppar léku stórt hlutverk í tónleikunum. „Við förum örugglega bráðum að kalla okkur bílskúrsband,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, einn meðlima strengjasveitarinnar Skarks, sem í dag verður með tónleika í bílageymslu RÚV þaðan sem sent verður út beint bæði á Rás 1 og heimasíðu RÚV. „Þannig var að því miður var stúdíóið í Efstaleiti upptekið á þeim tíma sem tónleikarnir voru planaðir og bílageymslan var það sem þeir gátu boðið okkur upp á svo að einhvern veginn virðumst við og nútímatónlistin hafa fundið einhvern hljómgrunn í bílakjöllurum.“ Hér vísar Guðný í tónleika sem Skark hélt í bílastæðahúsi Hörpu síðastliðið sumar. Þar blönduðu hljómlistarmennirnir saman tónlist og gjörningi með fjóra Suzuki-jeppa og Guðný segir sveitina hafa verið að færast nær gjörningalist smátt og smátt, þótt auðvitað sé hún fyrst og fremst tónleikasveit. Skark er skipuð tólf tónlistarmönnum og stjórnandi er Bjarni Frímann Bjarnason. Á tónleikunum í RÚV verða frumflutt verk eftir þrjú íslensk tónskáld; Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur, Óttar Sæmundsen og Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem öll sömdu verkin sérstaklega fyrir Skark. Auk þess verður flutt verk eftir Snorra Sigfús Birgisson frá árinu 1982. „Við erum að vinna með ákveðið konsept á þessum tónleikum og skoða tengsl tónlistar og myndlistar,“ segir Guðný. „Við vísum í þekkt málverk, en ég ætla ekki að gefa meira upp um það til að svipta ekki væntanlega áhorfendur forvitninni.“Tónleikarnir og útsendingin hefjast klukkan 16 í dag og eru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við förum örugglega bráðum að kalla okkur bílskúrsband,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, einn meðlima strengjasveitarinnar Skarks, sem í dag verður með tónleika í bílageymslu RÚV þaðan sem sent verður út beint bæði á Rás 1 og heimasíðu RÚV. „Þannig var að því miður var stúdíóið í Efstaleiti upptekið á þeim tíma sem tónleikarnir voru planaðir og bílageymslan var það sem þeir gátu boðið okkur upp á svo að einhvern veginn virðumst við og nútímatónlistin hafa fundið einhvern hljómgrunn í bílakjöllurum.“ Hér vísar Guðný í tónleika sem Skark hélt í bílastæðahúsi Hörpu síðastliðið sumar. Þar blönduðu hljómlistarmennirnir saman tónlist og gjörningi með fjóra Suzuki-jeppa og Guðný segir sveitina hafa verið að færast nær gjörningalist smátt og smátt, þótt auðvitað sé hún fyrst og fremst tónleikasveit. Skark er skipuð tólf tónlistarmönnum og stjórnandi er Bjarni Frímann Bjarnason. Á tónleikunum í RÚV verða frumflutt verk eftir þrjú íslensk tónskáld; Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur, Óttar Sæmundsen og Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem öll sömdu verkin sérstaklega fyrir Skark. Auk þess verður flutt verk eftir Snorra Sigfús Birgisson frá árinu 1982. „Við erum að vinna með ákveðið konsept á þessum tónleikum og skoða tengsl tónlistar og myndlistar,“ segir Guðný. „Við vísum í þekkt málverk, en ég ætla ekki að gefa meira upp um það til að svipta ekki væntanlega áhorfendur forvitninni.“Tónleikarnir og útsendingin hefjast klukkan 16 í dag og eru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira