Úr Maus yfir í eldgamla sálma Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2014 14:00 „Mér finnst gaman að stúdera eitthvað sem teygir sig aftur fyrir hina skóluðu hugsun,“ segir Páll Ragnar. Mynd/úr einkasafni „Þetta var heilmikill áfangi, vægast sagt,“ segir Páll Ragnar Pálsson glaðlega um doktorsvörn sína sem fór fram í Eistlandi 15. janúar. Ritgerð Páls Ragnars ber heitið: Melodies in the Poetry Book of Father Ólafur from Sandar: Religious Songs from Early 17th Century Iceland. Hann kveðst hafa heyrt fyrst um handrit séra Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði þegar hann lærði íslenska tónlistarsögu hjá Árna Heimi Ingólfssyni til BA-náms í HÍ á árunum 2004-2007. Páll Ragnar er sonur Páls Bergssonar og Lilju Magnúsdóttur og rekur ættir sínar í Stykkishólm, Eyjafjörð og Suðursveit. Föðuramma hans var Valgerður Briem myndlistarkona og móðuramma Þóra Þorsteinsdóttir frá Sléttaleiti í Suðursveit. Sjálfur var hann lengi í hljómsveitinni Maus og hefur fengist við tónsmíðar og kennslu við Listaháskólann síðari ár. En aftur að doktorsverkefninu. „Séra Ólafur skrifaði ljóð og lög sem urðu þekkt um allt land á sínum tíma. Handrit hans er þó ekki til lengur. Hins vegar eru margar uppskriftir til af því og ég studdist við uppskrift séra Hjalta Þorsteinssonar frá Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp sem var gerð 1693, hún er í fínu ástandi og varðveitt á Þjóðarbókhlöðunni,“ segir Páll Ragnar og kveðst hafa stúderað tónlistina sem þar megi finna. „Laglínurnar eru skrifaðar upp á einfaldan hátt með litlum kassalaga nótum en enginn rythmi. Síðan hefur taugin slitnað og við vitum ekkert nákvæmlega, svo þetta er mikil og endalaus pæling. Ég var í raun að rannsaka allt sem ekki er skrifað, eitthvað sem gera verður ráð fyrir að fólk hafi kunnað. Það gerði ég með aðferðum prófessorsins míns, Urve Lippus, sem hefur rannsakað þjóðlagaarf þjóðanna kringum Eystrasaltið. Mér fannst gaman að stúdera eitthvað sem teygir sig aftur fyrir hina skóluðu hugsun.“ En komst þú ekki líka í textana sem séra Ólafur skrifaði? „Jú, og takturinn í tungumálinu er í raun aðal hljómfallið í lögunum.“ Skyldu andmælendur ekki hafa átt í erfiðleikum með að gagnrýna Pál Ragnar fyrst formið var svona frjálst? Hann hlær. „Það kom nú þarna finnskur prófessor, guðfræðingur og organisti sem reyndi eitthvað að setja ofan í við mig en það gekk ekki betur en svo að ég er að minnsta kosti kominn með gráðuna!“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta var heilmikill áfangi, vægast sagt,“ segir Páll Ragnar Pálsson glaðlega um doktorsvörn sína sem fór fram í Eistlandi 15. janúar. Ritgerð Páls Ragnars ber heitið: Melodies in the Poetry Book of Father Ólafur from Sandar: Religious Songs from Early 17th Century Iceland. Hann kveðst hafa heyrt fyrst um handrit séra Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði þegar hann lærði íslenska tónlistarsögu hjá Árna Heimi Ingólfssyni til BA-náms í HÍ á árunum 2004-2007. Páll Ragnar er sonur Páls Bergssonar og Lilju Magnúsdóttur og rekur ættir sínar í Stykkishólm, Eyjafjörð og Suðursveit. Föðuramma hans var Valgerður Briem myndlistarkona og móðuramma Þóra Þorsteinsdóttir frá Sléttaleiti í Suðursveit. Sjálfur var hann lengi í hljómsveitinni Maus og hefur fengist við tónsmíðar og kennslu við Listaháskólann síðari ár. En aftur að doktorsverkefninu. „Séra Ólafur skrifaði ljóð og lög sem urðu þekkt um allt land á sínum tíma. Handrit hans er þó ekki til lengur. Hins vegar eru margar uppskriftir til af því og ég studdist við uppskrift séra Hjalta Þorsteinssonar frá Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp sem var gerð 1693, hún er í fínu ástandi og varðveitt á Þjóðarbókhlöðunni,“ segir Páll Ragnar og kveðst hafa stúderað tónlistina sem þar megi finna. „Laglínurnar eru skrifaðar upp á einfaldan hátt með litlum kassalaga nótum en enginn rythmi. Síðan hefur taugin slitnað og við vitum ekkert nákvæmlega, svo þetta er mikil og endalaus pæling. Ég var í raun að rannsaka allt sem ekki er skrifað, eitthvað sem gera verður ráð fyrir að fólk hafi kunnað. Það gerði ég með aðferðum prófessorsins míns, Urve Lippus, sem hefur rannsakað þjóðlagaarf þjóðanna kringum Eystrasaltið. Mér fannst gaman að stúdera eitthvað sem teygir sig aftur fyrir hina skóluðu hugsun.“ En komst þú ekki líka í textana sem séra Ólafur skrifaði? „Jú, og takturinn í tungumálinu er í raun aðal hljómfallið í lögunum.“ Skyldu andmælendur ekki hafa átt í erfiðleikum með að gagnrýna Pál Ragnar fyrst formið var svona frjálst? Hann hlær. „Það kom nú þarna finnskur prófessor, guðfræðingur og organisti sem reyndi eitthvað að setja ofan í við mig en það gekk ekki betur en svo að ég er að minnsta kosti kominn með gráðuna!“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira