Heiðursgestur á Eurosonic-hátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2014 10:30 Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður og framkvæmdarstjóri Útóns. fréttablaðið/arnþór „Nú er að fara í gang fjármögnun verkefnisins og við verðum að svara því hvort Ísland þiggur boðið fyrir miðjan febrúar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útóns og trymbill með meiru. Íslandi hefur formlega verið boðið að vera heiðursgestur á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi á næsta ári en hátíðin fer fram um miðjan janúar ár hvert. „Eurosonic er orðin að öflugustu kynningarhátíð Vestur-Evrópu um þessar mundir og má segja að þetta sé ekki ósvipað því þegar Ísland var heiðursgestur á bókmenntahátíðinni í Frankfurt árið 2011,“ útskýrir Sigtryggur. Einhver mesti styrkur Eurosonic er ráðstefnan sem fram fer á daginn, hana sóttu í ár 3.275 fagmenn úr tónlistargeiranum, meðal annars fulltrúar 419 tónlistarhátíða, og á ráðstefnunni taka menn fundi og reyna að sjá eitthvað af þeim 150 pallborðsumræðum og kynningum sem í boði eru. „Svo eru skoðaðir tónleikar með ferskustu tónlistarmönnum Evrópulandanna á kvöldin,“ bætir Sigtryggur við. Í ár voru Austurríkismenn heiðursgestir á Eurosonic og voru 38.700 gestir á hátíðinni frá 39 löndum að sjá 339 listamenn spila á 47 sviðum. Ísland hefur fengið mikla athygli fyrir tónlist sína síðustu ár og er þess skemmst að minnast að milli áranna 2012 og 2013 varð nánast tvöföldun á útflutningi á tónlist í formi tónleikahalds, 718 tónleikar voru haldnir utan landsteinanna árið 2012 en tæplega 1.400 árið 2013. Þess má geta að Austurríkismenn voru búnir að vera með beiðni inni hjá Eurosonic í fjögur ár um að vera „focusland“ en Íslandi er boðið þetta nokkuð óvænt. „Er það mál allra þeirra sem tekið hafa þennan kaleik að viðskipti hafi aukist mjög áþreifanlega í kjölfar þess, og beri þess merki í auknum bókunum þeirra listamanna sem fram hafa komið á hátíðinni auk mikils vaxtar í sölu tónlistar frá landinu.“ Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Nú er að fara í gang fjármögnun verkefnisins og við verðum að svara því hvort Ísland þiggur boðið fyrir miðjan febrúar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útóns og trymbill með meiru. Íslandi hefur formlega verið boðið að vera heiðursgestur á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi á næsta ári en hátíðin fer fram um miðjan janúar ár hvert. „Eurosonic er orðin að öflugustu kynningarhátíð Vestur-Evrópu um þessar mundir og má segja að þetta sé ekki ósvipað því þegar Ísland var heiðursgestur á bókmenntahátíðinni í Frankfurt árið 2011,“ útskýrir Sigtryggur. Einhver mesti styrkur Eurosonic er ráðstefnan sem fram fer á daginn, hana sóttu í ár 3.275 fagmenn úr tónlistargeiranum, meðal annars fulltrúar 419 tónlistarhátíða, og á ráðstefnunni taka menn fundi og reyna að sjá eitthvað af þeim 150 pallborðsumræðum og kynningum sem í boði eru. „Svo eru skoðaðir tónleikar með ferskustu tónlistarmönnum Evrópulandanna á kvöldin,“ bætir Sigtryggur við. Í ár voru Austurríkismenn heiðursgestir á Eurosonic og voru 38.700 gestir á hátíðinni frá 39 löndum að sjá 339 listamenn spila á 47 sviðum. Ísland hefur fengið mikla athygli fyrir tónlist sína síðustu ár og er þess skemmst að minnast að milli áranna 2012 og 2013 varð nánast tvöföldun á útflutningi á tónlist í formi tónleikahalds, 718 tónleikar voru haldnir utan landsteinanna árið 2012 en tæplega 1.400 árið 2013. Þess má geta að Austurríkismenn voru búnir að vera með beiðni inni hjá Eurosonic í fjögur ár um að vera „focusland“ en Íslandi er boðið þetta nokkuð óvænt. „Er það mál allra þeirra sem tekið hafa þennan kaleik að viðskipti hafi aukist mjög áþreifanlega í kjölfar þess, og beri þess merki í auknum bókunum þeirra listamanna sem fram hafa komið á hátíðinni auk mikils vaxtar í sölu tónlistar frá landinu.“
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira