Vilja þjóna kvikmyndaunnendum á landsbyggðinni betur 24. janúar 2014 09:30 Ása Baldursdóttir mynd/Nanna Dís „Þetta er stórkostleg nýjung í okkar starfi. Það hefur lengi verið okkar draumur að bjóða upp á kvikmyndir á öðrum vettvangi, sér í lagi þar sem ekki geta allir sótt Bíó Paradís svo auðveldlega,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri kvikmyndahússins, sem opnar sérstaka Bíó Paradís VOD-rás á Leigunni hjá Vodafone á þriðjudaginn næstkomandi. „Við bjóðum upp á evrópskar verðlaunamyndir, stórkostlegar heimildarmyndir, og áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum og er það okkar einlæga von að VOD-rásin eigi eftir að auðga aðgengið að rjómanum, á auðveldan og handhægan máta. Það ættu allir að fylgjast vel með VOD Bíó Paradís á Leigu Vodafone,“ útskýrir Ása. „Við viljum auka framboð gæðakvikmynda á íslenskum leigumarkaði til mikilla muna. Þetta er gert til þess að þjóna betur kvikmyndaunnendum á landsbyggðinni og þeim sem heima sitja,” segir Ása jafnframt. Fimm myndir verða í boði frá 28. janúar, en þær eru Berberian Sound Studio, Ernest og Celestína, Paradís: Ást, Pussy Riot: Pönkarabæn, Äta sova dö: Borða sofa deyja, en fleiri myndir munu bætast við á næstu vikum. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Þetta er stórkostleg nýjung í okkar starfi. Það hefur lengi verið okkar draumur að bjóða upp á kvikmyndir á öðrum vettvangi, sér í lagi þar sem ekki geta allir sótt Bíó Paradís svo auðveldlega,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri kvikmyndahússins, sem opnar sérstaka Bíó Paradís VOD-rás á Leigunni hjá Vodafone á þriðjudaginn næstkomandi. „Við bjóðum upp á evrópskar verðlaunamyndir, stórkostlegar heimildarmyndir, og áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum og er það okkar einlæga von að VOD-rásin eigi eftir að auðga aðgengið að rjómanum, á auðveldan og handhægan máta. Það ættu allir að fylgjast vel með VOD Bíó Paradís á Leigu Vodafone,“ útskýrir Ása. „Við viljum auka framboð gæðakvikmynda á íslenskum leigumarkaði til mikilla muna. Þetta er gert til þess að þjóna betur kvikmyndaunnendum á landsbyggðinni og þeim sem heima sitja,” segir Ása jafnframt. Fimm myndir verða í boði frá 28. janúar, en þær eru Berberian Sound Studio, Ernest og Celestína, Paradís: Ást, Pussy Riot: Pönkarabæn, Äta sova dö: Borða sofa deyja, en fleiri myndir munu bætast við á næstu vikum.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira