Varpa ljósi á falinn feril Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. janúar 2014 09:00 Ingileif fékk heilablóðfall árið 1997 og vann lítið að myndlist eftir það. Hún greindist síðar með heilaæxli sem dró hana til dauða árið 2010. Yfirlitssýning á verkum Ingileifar Thorlacius verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag. Samhliða sýningunni kemur út bókin Myndir Ingileifar frá útgáfufélaginu Eyju í ritstjórn Áslaugar Thorlacius, sem jafnframt er sýningarstjóri, en Hlynur Helgason skrifar texta um feril Ingileifar í bókinni. Ingileif lést árið 2010 og Áslaug systir hennar segir feril hennar hafa verið sorglega stuttan. „Hún kom frá námi í Hollandi árið 1988 og árið 1997 fékk hún heilablóðfall. Í millitíðinni eignaðist hún dóttur og hafði öðrum hnöppum að hneppa, þannig að þetta er ekki langur ferill, en hún var rosalega dugleg á meðan hún gat unnið að myndlistinni. Hún greindist síðar með heilaæxli sem dró hana til dauða.“ Ingileif lauk málaradeild MHÍ og tveggja ára framhaldsnámi við Jan van Eyck Akademie í Maastricht, Hollandi. Á stuttum ferli sínum sem myndlistarmaður hélt hún fimm einkasýningar og tók þátt í um tug samsýninga. Verk Ingileifar spanna breitt svið en eftir hana liggja teikningar, grafíkmyndir, vatnslitamyndir, olíumálverk og skúlptúrar og í sölum safnsins verður úrval verka eftir hana. Þetta er fyrsta yfirlitssýningin á verkum hennar og Áslaug segist hafa haft það að leiðarljósi að hafa breiddina sem mesta. „Það er mikið af málverkum og nokkrir skúlptúrar, en líka grafíkmyndir, vatnslitamyndir og teikningar. Ég veit reyndar ekki hvort Ingileif hefði sett þetta svona saman, hún var alltaf mjög naum í því, en kannski hefði hún gert það á yfirlitssýningu.“ Í bókinni eru myndir af verkum Ingileifar, teknar af Vigfúsi Birgissyni ljósmyndara, Hlynur Helgason skrifar um feril hennar sem myndlistarmanns og Áslaug skrifar æviágrip hennar. „Hlynur þekkti hana vel, var bekkjarbróðir hennar í Myndlistarskólanum, og ánægjulegt að hann skuli skrifa, því ferill hennar hefur verið svolítið falinn,“ segir Áslaug. „Mér finnst líka mikilvægt að verkin hennar séu sýnd og fólk fái að njóta þeirra.“Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 13 til 17 og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Yfirlitssýning á verkum Ingileifar Thorlacius verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag. Samhliða sýningunni kemur út bókin Myndir Ingileifar frá útgáfufélaginu Eyju í ritstjórn Áslaugar Thorlacius, sem jafnframt er sýningarstjóri, en Hlynur Helgason skrifar texta um feril Ingileifar í bókinni. Ingileif lést árið 2010 og Áslaug systir hennar segir feril hennar hafa verið sorglega stuttan. „Hún kom frá námi í Hollandi árið 1988 og árið 1997 fékk hún heilablóðfall. Í millitíðinni eignaðist hún dóttur og hafði öðrum hnöppum að hneppa, þannig að þetta er ekki langur ferill, en hún var rosalega dugleg á meðan hún gat unnið að myndlistinni. Hún greindist síðar með heilaæxli sem dró hana til dauða.“ Ingileif lauk málaradeild MHÍ og tveggja ára framhaldsnámi við Jan van Eyck Akademie í Maastricht, Hollandi. Á stuttum ferli sínum sem myndlistarmaður hélt hún fimm einkasýningar og tók þátt í um tug samsýninga. Verk Ingileifar spanna breitt svið en eftir hana liggja teikningar, grafíkmyndir, vatnslitamyndir, olíumálverk og skúlptúrar og í sölum safnsins verður úrval verka eftir hana. Þetta er fyrsta yfirlitssýningin á verkum hennar og Áslaug segist hafa haft það að leiðarljósi að hafa breiddina sem mesta. „Það er mikið af málverkum og nokkrir skúlptúrar, en líka grafíkmyndir, vatnslitamyndir og teikningar. Ég veit reyndar ekki hvort Ingileif hefði sett þetta svona saman, hún var alltaf mjög naum í því, en kannski hefði hún gert það á yfirlitssýningu.“ Í bókinni eru myndir af verkum Ingileifar, teknar af Vigfúsi Birgissyni ljósmyndara, Hlynur Helgason skrifar um feril hennar sem myndlistarmanns og Áslaug skrifar æviágrip hennar. „Hlynur þekkti hana vel, var bekkjarbróðir hennar í Myndlistarskólanum, og ánægjulegt að hann skuli skrifa, því ferill hennar hefur verið svolítið falinn,“ segir Áslaug. „Mér finnst líka mikilvægt að verkin hennar séu sýnd og fólk fái að njóta þeirra.“Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 13 til 17 og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira