Vilja fá Íslendinga til að byggja á Mars Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. janúar 2014 10:30 Gagnrýnandi Artforum hrífst af málverkum Hallgríms. Fréttablaðið/Valli Fjallað er um síðustu málverkasýningu Hallgríms Helgasonar í desemberhefti hins virta listatímarits Artforum sem gefið er út í New York og fjallar reglulega um myndlistarsýningar í helstu borgum heimsins. Að þessu sinni er gagnrýnandi blaðsins Douglas Coupland, hinn frægi kanadíski höfundur bókanna Generation X og Microserfs, sem var gestur Bókmennahátíðar í Reykjavík 2013. Sýningin var haldin á haustmánuðum í Tveimur hröfnum Listhúsi við Baldursgötu í Reykjavík og bar titilinn Íslensk bókmenntasaga 4. bindi. Þar sýndi Hallgrímur svarthvít portrett af helstu rithöfundum Íslands sem störfuðu á fyrri hluta 20. aldar. Í umfjöllun sinni segist Coupland hrífast af málverkunum, einkum mynd af Þórbergi Þórðarsyni og málverki sem sýnir Halldór Laxness með Nóbelsverðlaunin umkringdur kjólklæddum kollegum, sem hann líkir við portrett af íslenskri þjóð. „Verkið fangar alla þá spennu sem skapast þegar margir stórir fiskar búa saman í mjög lítilli tjörn, sem og það tilfinningaveður sem gjarnan fylgir stórum fjölskylduboðum.“ Coupland segir verkin minna á seríu þýska málarans Gerhards Richter frá 1972, 48 portrett, og ræðir síðan smæð íslensks samfélags og bókhneigð þess. Segir hann landið það eina á jörðinni sem geti með sanni sagst tilheyra öðrum hnöttum og skorar á NASA að fá íslenska sjálfboðaliða til að byggja Mars, þeir séu best til þess fallnir, vanir slíku landslagi og lífi í örsamfélagi. „Og ef einhvern tíma myndast byggð á Mars mun það marsíska samfélag og bókmenntir þess sjálfsagt líkjast því Íslandi sem Helgason lýsir svo hreinskilnislega.“ Hallgrímur Helgason nam við Myndlista- og handíðaskólann 1979-80 og Listaakademíuna í München 1981-82. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar heima og erlendis, og verk hans má finna í eigu safna á Íslandi og í Frakklandi, sem og í einkasöfnum í Bandaríkjunum og Sviss. Hann hefur einkum fengist við skriftir hin síðari ár en tók fram penslana á ný á liðnu ári og ráðgerir aðra sýningu í Tveimur hröfnum á árinu 2015. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fjallað er um síðustu málverkasýningu Hallgríms Helgasonar í desemberhefti hins virta listatímarits Artforum sem gefið er út í New York og fjallar reglulega um myndlistarsýningar í helstu borgum heimsins. Að þessu sinni er gagnrýnandi blaðsins Douglas Coupland, hinn frægi kanadíski höfundur bókanna Generation X og Microserfs, sem var gestur Bókmennahátíðar í Reykjavík 2013. Sýningin var haldin á haustmánuðum í Tveimur hröfnum Listhúsi við Baldursgötu í Reykjavík og bar titilinn Íslensk bókmenntasaga 4. bindi. Þar sýndi Hallgrímur svarthvít portrett af helstu rithöfundum Íslands sem störfuðu á fyrri hluta 20. aldar. Í umfjöllun sinni segist Coupland hrífast af málverkunum, einkum mynd af Þórbergi Þórðarsyni og málverki sem sýnir Halldór Laxness með Nóbelsverðlaunin umkringdur kjólklæddum kollegum, sem hann líkir við portrett af íslenskri þjóð. „Verkið fangar alla þá spennu sem skapast þegar margir stórir fiskar búa saman í mjög lítilli tjörn, sem og það tilfinningaveður sem gjarnan fylgir stórum fjölskylduboðum.“ Coupland segir verkin minna á seríu þýska málarans Gerhards Richter frá 1972, 48 portrett, og ræðir síðan smæð íslensks samfélags og bókhneigð þess. Segir hann landið það eina á jörðinni sem geti með sanni sagst tilheyra öðrum hnöttum og skorar á NASA að fá íslenska sjálfboðaliða til að byggja Mars, þeir séu best til þess fallnir, vanir slíku landslagi og lífi í örsamfélagi. „Og ef einhvern tíma myndast byggð á Mars mun það marsíska samfélag og bókmenntir þess sjálfsagt líkjast því Íslandi sem Helgason lýsir svo hreinskilnislega.“ Hallgrímur Helgason nam við Myndlista- og handíðaskólann 1979-80 og Listaakademíuna í München 1981-82. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar heima og erlendis, og verk hans má finna í eigu safna á Íslandi og í Frakklandi, sem og í einkasöfnum í Bandaríkjunum og Sviss. Hann hefur einkum fengist við skriftir hin síðari ár en tók fram penslana á ný á liðnu ári og ráðgerir aðra sýningu í Tveimur hröfnum á árinu 2015.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira