Meðlimur Kiss spilar á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. janúar 2014 12:00 Bruce Kulick með þeim Paul Stanley og Gene Simmons á tónleikum Kiss. nordicphotos/getty „Við báðum hann bara um að koma og hann sagði bara já,“ segir Eiður Arnarson, bassaleikari hljómsveitarinnar Meik, léttur í lundu.Bruce Kulick, fyrrverandi gítarleikari Kiss, kemur fram með Meik á tónleikum undir lok mánaðarins en Meik er einmitt hljómsveit sem leikur lög til heiðurs Kiss. „Við erum í skýjunum að fá Bruce en hann kom með Kiss hingað til lands þegar þeir komu fram í Reiðhöllinni árið 1988,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari sveitarinnar. Hann hefur verið í sambandi við Bruce síðan árið 2000 þar sem þeir hafa rætt gítarmál og almennt um tónlistarsöguna. Bruce lék í tólf ár með Kiss en auk þess hefur hann spilað með Michael Bolton, Meat Loaf og finnsku sveitinni Lordi svo dæmi séu tekin. Undanfarin ár hefur leikið með hljómsveitinni Grand Funk Railroad. Meðlimir hljómsveitarinnar Meiks eiga það allir sameiginlegt að vera eða hafa verið miklir Kiss-aðdáendur. „Ég var mikill aðdáandi fram undir fermingu en tók svo 25 ára pásu,“ bætir Eiður við. Í Meik eru fyrir þrír gítarleikarar, þeir Þráinn Árni, Einar Þór Jóhannsson og Jón Elvar Hafsteinsson og því ljóst að heyrast mun vel í gíturum á tónleikunum. Auk þeirra leikur Jóhann Hjörleifsson á trommur og Magni Ásgeirsson syngur.Tónleikarnir fara fram 31. janúar á Spot í Kópavogi en miðasala hefst á midi.is á morgun. Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við báðum hann bara um að koma og hann sagði bara já,“ segir Eiður Arnarson, bassaleikari hljómsveitarinnar Meik, léttur í lundu.Bruce Kulick, fyrrverandi gítarleikari Kiss, kemur fram með Meik á tónleikum undir lok mánaðarins en Meik er einmitt hljómsveit sem leikur lög til heiðurs Kiss. „Við erum í skýjunum að fá Bruce en hann kom með Kiss hingað til lands þegar þeir komu fram í Reiðhöllinni árið 1988,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari sveitarinnar. Hann hefur verið í sambandi við Bruce síðan árið 2000 þar sem þeir hafa rætt gítarmál og almennt um tónlistarsöguna. Bruce lék í tólf ár með Kiss en auk þess hefur hann spilað með Michael Bolton, Meat Loaf og finnsku sveitinni Lordi svo dæmi séu tekin. Undanfarin ár hefur leikið með hljómsveitinni Grand Funk Railroad. Meðlimir hljómsveitarinnar Meiks eiga það allir sameiginlegt að vera eða hafa verið miklir Kiss-aðdáendur. „Ég var mikill aðdáandi fram undir fermingu en tók svo 25 ára pásu,“ bætir Eiður við. Í Meik eru fyrir þrír gítarleikarar, þeir Þráinn Árni, Einar Þór Jóhannsson og Jón Elvar Hafsteinsson og því ljóst að heyrast mun vel í gíturum á tónleikunum. Auk þeirra leikur Jóhann Hjörleifsson á trommur og Magni Ásgeirsson syngur.Tónleikarnir fara fram 31. janúar á Spot í Kópavogi en miðasala hefst á midi.is á morgun.
Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira