„Þjálfarann virðist skorta traust á mér“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2014 10:15 Þórir Ólafsson er mögulega á leið frá Póllandi. fréttablaðið/stefán Þórir Ólafsson fór mikinn með íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Þýskalandi um liðna helgi. Selfyssingurinn 34 ára var næstmarkahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að hafa verið hvíldur í lokaleiknum gegn Þjóðverjum vegna minniháttar meiðsla. Fjarvera Þóris og fleiri lykilmanna var augljós í stóru tapi. Þórir spilar með KS Vive Kielce í Póllandi og hefur gert undanfarin tvö og hálft ár. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. „Maður er farinn að líta í kringum sig. Það bíða margir eftir EM og ég held að það sé ekki mikið að fara að gerast fyrir mótið,“ segir hornamaðurinn örvhenti. Hann lítur á mótið sem glugga fyrir sig til að minna á sig. „Klárlega. Ég vonast til þess að ganga frá mínum málum sem fyrst eftir mótið sama hvar það verður,“ segir Þórir. Okkar maður á í mikilli samkeppni um stöðu í liðinu því landsliðsmaður Króata, Ivan Cupic, er einnig á mála hjá félaginu. „Ég hef spilað minna í Meistaradeildinni en í staðinn spilað kannski 45-60 mínútur í deildinni,“ segir Þórir sem spilaði mikið í desembermánuði. „Það hefði verið gaman að spila meira í Meistaradeildinni en þjálfarann virðist skorta traust á mér. Það verður að finna út úr því.“ Þjálfari Þóris hjá pólska liðinu er Bogdan Wenta, einn besti leikmaður Pólverja frá upphafi, sem síðar spilaði einnig með landsliði Þjóðverja. Kielce hefur orðið pólskur meistari undanfarin tvö ár og trónir á toppi deildarinnar eftir þrettán umferðir með jafn marga sigra. Liðið hefur þriggja stiga forskot á erkifjendurna í Wisla Pock en liðin tvö hafa verið í sérflokki undanfarin ár. „Útlendingum í deildinni er þó að fjölga og bæði spænskur og sænskur þjálfari kominn inn í deildina. Mér sýnist deildin því aðeins vera á uppleið og liðin í kring að styrkja sig,“ segir Þórir. Aðspurður um pólskukunnáttuna segist Þórir ekki hafa verið duglegur að læra en geti þó vel bjargað sér. „Það eru margir ánægðir með hvað ég kann en ég gæti verið búinn að læra meira hefði ég farið í skóla.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Sjá meira
Þórir Ólafsson fór mikinn með íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Þýskalandi um liðna helgi. Selfyssingurinn 34 ára var næstmarkahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að hafa verið hvíldur í lokaleiknum gegn Þjóðverjum vegna minniháttar meiðsla. Fjarvera Þóris og fleiri lykilmanna var augljós í stóru tapi. Þórir spilar með KS Vive Kielce í Póllandi og hefur gert undanfarin tvö og hálft ár. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. „Maður er farinn að líta í kringum sig. Það bíða margir eftir EM og ég held að það sé ekki mikið að fara að gerast fyrir mótið,“ segir hornamaðurinn örvhenti. Hann lítur á mótið sem glugga fyrir sig til að minna á sig. „Klárlega. Ég vonast til þess að ganga frá mínum málum sem fyrst eftir mótið sama hvar það verður,“ segir Þórir. Okkar maður á í mikilli samkeppni um stöðu í liðinu því landsliðsmaður Króata, Ivan Cupic, er einnig á mála hjá félaginu. „Ég hef spilað minna í Meistaradeildinni en í staðinn spilað kannski 45-60 mínútur í deildinni,“ segir Þórir sem spilaði mikið í desembermánuði. „Það hefði verið gaman að spila meira í Meistaradeildinni en þjálfarann virðist skorta traust á mér. Það verður að finna út úr því.“ Þjálfari Þóris hjá pólska liðinu er Bogdan Wenta, einn besti leikmaður Pólverja frá upphafi, sem síðar spilaði einnig með landsliði Þjóðverja. Kielce hefur orðið pólskur meistari undanfarin tvö ár og trónir á toppi deildarinnar eftir þrettán umferðir með jafn marga sigra. Liðið hefur þriggja stiga forskot á erkifjendurna í Wisla Pock en liðin tvö hafa verið í sérflokki undanfarin ár. „Útlendingum í deildinni er þó að fjölga og bæði spænskur og sænskur þjálfari kominn inn í deildina. Mér sýnist deildin því aðeins vera á uppleið og liðin í kring að styrkja sig,“ segir Þórir. Aðspurður um pólskukunnáttuna segist Þórir ekki hafa verið duglegur að læra en geti þó vel bjargað sér. „Það eru margir ánægðir með hvað ég kann en ég gæti verið búinn að læra meira hefði ég farið í skóla.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Sjá meira