Gleðileg jól í ævintýraskógi 24. desember 2014 19:00 Jólamynd ársins 2014 ber titilinn Ævintýraskógur. Ljósmyndari er Kristín Valdemarsdóttir Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól.Kristín Valdemarsdóttir.Ljósmyndin Ævintýraskógur sem Kristín Valdemarsdóttir sendi inn í jólaljósmyndasamkeppni Vísis og Fréttablaðsins var valin sú besta af lesendum og dómnefnd. Ljósmyndin er hluti af jóladagatali sem Kristín býr til árlega í desembermánuði. Sigurmynd Kristínar Valdemarsdóttur heitir Ævintýraskógur og er af dóttur hennar, Karólínu Ágústsdóttur, sem er sex ára. Kristín lenti í þriðja sæti í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra en sú mynd var af báðum dætrum hennar. „Þær eru voða duglegar að sitja fyrir. Fyrir þessa myndatöku lét ég sauma rauðhettuslár á þær úr gömlu stofugardínunum hennar mömmu. Mér fannst svo jólalegt að hafa rauða slá í snjónum og fann svo fallegan stað í Heiðmörk þar sem snjórinn lá ofan á trjánum í byrjun desember,“ segir Kristín sem hefur gaman af því að stilla upp fyrir myndatökur og er oft lengi að undirbúa þær. „Ég hef síðastliðin tvö ár verið með jólamyndadagatal í desember og birti eina mynd á dag á Facebook og blogginu mínu. Jóladagatalið er mín leið til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann.“Kristín fékk þessa glæsilegu Nikon 1S1 myndavél frá Heimilistækjum í verðlaun. Mynd hennar birtist einnig á forsíðu Fréttablaðsins í dag, aðfangadag.Kristín er íþróttakennari í Varmárskóla og er ljósmyndun eingöngu áhugamál. „Ég viðurkenni að ég bý til svolitla pressu á mig í desember. Ofan á allan jólaundirbúning og vinnu þá er ég á fullu í að finna flotta staði, leikmuni og þróa hugmyndir. En það er svo skemmtilegt og orðið hluti af jólaundirbúningnum.“ Þátttakendur í samkeppninni hlóðu upp myndum sínum á vef Vísis. Þar gátu lesendur kosið myndir og hafði dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Pjetri Sigurðssyni og Stefáni Karlssyni ljósmyndurum Fréttablaðsins, Silju Ástþórsdóttur útlitshönnuði og Andra Ólafssyni aðstoðarfréttastjóra.Tunglsetur eftir Fred Schalk hafnaði í öðru sæti keppninnar.Jólasleðaferð eftir Silju Svansdóttur hafnaði í þriðja sæti keppninnar.Jólasnjór eftir Birki Pétursson hafnaði í fjórða sæti keppninnar.Voðmúlastaðakapella eftir Sigurð Jónsson var vinsælasta myndin meðal lesenda.Verðlaunamynd Kristínar Valdemarsdóttur. Fréttir ársins 2014 Jólafréttir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól.Kristín Valdemarsdóttir.Ljósmyndin Ævintýraskógur sem Kristín Valdemarsdóttir sendi inn í jólaljósmyndasamkeppni Vísis og Fréttablaðsins var valin sú besta af lesendum og dómnefnd. Ljósmyndin er hluti af jóladagatali sem Kristín býr til árlega í desembermánuði. Sigurmynd Kristínar Valdemarsdóttur heitir Ævintýraskógur og er af dóttur hennar, Karólínu Ágústsdóttur, sem er sex ára. Kristín lenti í þriðja sæti í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra en sú mynd var af báðum dætrum hennar. „Þær eru voða duglegar að sitja fyrir. Fyrir þessa myndatöku lét ég sauma rauðhettuslár á þær úr gömlu stofugardínunum hennar mömmu. Mér fannst svo jólalegt að hafa rauða slá í snjónum og fann svo fallegan stað í Heiðmörk þar sem snjórinn lá ofan á trjánum í byrjun desember,“ segir Kristín sem hefur gaman af því að stilla upp fyrir myndatökur og er oft lengi að undirbúa þær. „Ég hef síðastliðin tvö ár verið með jólamyndadagatal í desember og birti eina mynd á dag á Facebook og blogginu mínu. Jóladagatalið er mín leið til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann.“Kristín fékk þessa glæsilegu Nikon 1S1 myndavél frá Heimilistækjum í verðlaun. Mynd hennar birtist einnig á forsíðu Fréttablaðsins í dag, aðfangadag.Kristín er íþróttakennari í Varmárskóla og er ljósmyndun eingöngu áhugamál. „Ég viðurkenni að ég bý til svolitla pressu á mig í desember. Ofan á allan jólaundirbúning og vinnu þá er ég á fullu í að finna flotta staði, leikmuni og þróa hugmyndir. En það er svo skemmtilegt og orðið hluti af jólaundirbúningnum.“ Þátttakendur í samkeppninni hlóðu upp myndum sínum á vef Vísis. Þar gátu lesendur kosið myndir og hafði dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Pjetri Sigurðssyni og Stefáni Karlssyni ljósmyndurum Fréttablaðsins, Silju Ástþórsdóttur útlitshönnuði og Andra Ólafssyni aðstoðarfréttastjóra.Tunglsetur eftir Fred Schalk hafnaði í öðru sæti keppninnar.Jólasleðaferð eftir Silju Svansdóttur hafnaði í þriðja sæti keppninnar.Jólasnjór eftir Birki Pétursson hafnaði í fjórða sæti keppninnar.Voðmúlastaðakapella eftir Sigurð Jónsson var vinsælasta myndin meðal lesenda.Verðlaunamynd Kristínar Valdemarsdóttur.
Fréttir ársins 2014 Jólafréttir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira