Úrslitakeppnin í NFL-deildinni klár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2014 08:19 Varnarmenn Seattle fagna eftir að hafa stolið boltanum og skorað snertimark í gærkvöldi. Vísir/Getty Lokaumferðin í deildakeppni NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum fór fram í gær og liggur ljóst hvaða tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina og hvaða lið eigast við í fyrstu umferð hennar. Meistararnir í Seattle Seahawks hafa verið á miklu skriði síðustu vikurnar og tryggðu sér í nótt sigur í sínum riðli í Þjóðardeildinni (NFC) sem og heimavallarrétt í úrslitakeppninni þar sem liðið var með bestan árangur allra liða í deildinni. Seattle vann St. Louis Rams í gær, 20-6. Seattle hikstaði þó í upphafi tímabilsins og tapaði fjórum af fyrstu tíu leikjum sínum. En þá komu sex sigrar í röð og virðast meistararnir nú til alls líklegir í úrslitakeppninni. Hin margrómaða vörn liðsins hefur náð vel saman á þessum spretti og hélt fimm af þessum sex andstæðingum undir tíu stigum. Green Bay Packers vann Detroit Lions á heimavelli, 30-20, og tryggði sér sigur í norðurriðli NFC-deildarinnar og annan bestan árangur deildarinnar. Tvö efstu liðin í deildinni sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru það sérstaklega góðar fréttir fyrir Packers þar sem Aaron Rodgers, leikstjórnandi liðsins og einn allra besti leikmaður deildarinnar, hefur verið tæpur vegna meiðsla. Rodgers hefur verið að glíma við meiðsli í vinstri fæti og fór hann um tíma af velli í gær vegna þeirra. Hann sneri þó aftur og kláraði leikinn þrátt fyrir að vera draghaltur. New England Patriots var þegar búið að tryggja sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar (AFC) fyrir lokaumferðina og frí í fyrstu umferðinni. Denver Broncos, sem spilaði gegn Seattle í Super Bowl á síðasta tímabili, tryggði sér annað sætið og sigur í sínum riðli með stórsigri á lánlausu liði Oakland Raiders, 47-14. Baltimore Ravens varð svo síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætir Pittsburgh Steelers, sem vann Cincinnati Bengals í úrslitaleik norðurriðli AFC-deildarinnar í nótt, 27-17. Bæði lið voru þó örugg áfram í úrslitakeppnina. Carolina Panthers komst einnig áfram með því að vinna Atlanta Falcons í úrslitaleik suðurriðils NFC-deildarinnar. Carolina er eina liðið sem komst áfram þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum (8) en liðið vann (7) á tímabilinu. Úrslitaleikir deildanna tveggja, sem fara fram í lok næsta mánaðar, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og Super Bowl-leikurinn sem fer fram í Phoenix þann 1. febrúar.Þessi lið komust áfram:AFC-deildin: 1. New England Patriots (12-4) 2. Denver Broncos (12-4) 3. Pittsburgh Steelers (11-5) 4. Indianapolis Colts (11-5) 5. Cincinnati Bengals (10-5-1) 6. Baltimore Ravens (10-6)NFC-deildin: 1. Seattle Seahawks (12-4) 2. Green Bay Packers (12-4) 3. Dallas Cowboys (12-4) 4. Carolina Panthers* (7-8-1) 5. Arizona Cardinals (11-5) 6. Detroit Lions (11-5)*Í fjórða sæti sem sigurvegari síns riðils.Fyrsta umferð úrslitakeppninnar:Sitja hjá: Patriots, Broncos, Seahawks, Packers.Laugardagur 3. janúar: 21.35: Carolina - Arizona 01.15: Pittsburgh - BaltimoreSunnudagur 4. janúar: 18.05: Indianapolis - Cincinnati 21.40: Dallas - Detroit NFL Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Lokaumferðin í deildakeppni NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum fór fram í gær og liggur ljóst hvaða tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina og hvaða lið eigast við í fyrstu umferð hennar. Meistararnir í Seattle Seahawks hafa verið á miklu skriði síðustu vikurnar og tryggðu sér í nótt sigur í sínum riðli í Þjóðardeildinni (NFC) sem og heimavallarrétt í úrslitakeppninni þar sem liðið var með bestan árangur allra liða í deildinni. Seattle vann St. Louis Rams í gær, 20-6. Seattle hikstaði þó í upphafi tímabilsins og tapaði fjórum af fyrstu tíu leikjum sínum. En þá komu sex sigrar í röð og virðast meistararnir nú til alls líklegir í úrslitakeppninni. Hin margrómaða vörn liðsins hefur náð vel saman á þessum spretti og hélt fimm af þessum sex andstæðingum undir tíu stigum. Green Bay Packers vann Detroit Lions á heimavelli, 30-20, og tryggði sér sigur í norðurriðli NFC-deildarinnar og annan bestan árangur deildarinnar. Tvö efstu liðin í deildinni sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru það sérstaklega góðar fréttir fyrir Packers þar sem Aaron Rodgers, leikstjórnandi liðsins og einn allra besti leikmaður deildarinnar, hefur verið tæpur vegna meiðsla. Rodgers hefur verið að glíma við meiðsli í vinstri fæti og fór hann um tíma af velli í gær vegna þeirra. Hann sneri þó aftur og kláraði leikinn þrátt fyrir að vera draghaltur. New England Patriots var þegar búið að tryggja sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar (AFC) fyrir lokaumferðina og frí í fyrstu umferðinni. Denver Broncos, sem spilaði gegn Seattle í Super Bowl á síðasta tímabili, tryggði sér annað sætið og sigur í sínum riðli með stórsigri á lánlausu liði Oakland Raiders, 47-14. Baltimore Ravens varð svo síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætir Pittsburgh Steelers, sem vann Cincinnati Bengals í úrslitaleik norðurriðli AFC-deildarinnar í nótt, 27-17. Bæði lið voru þó örugg áfram í úrslitakeppnina. Carolina Panthers komst einnig áfram með því að vinna Atlanta Falcons í úrslitaleik suðurriðils NFC-deildarinnar. Carolina er eina liðið sem komst áfram þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum (8) en liðið vann (7) á tímabilinu. Úrslitaleikir deildanna tveggja, sem fara fram í lok næsta mánaðar, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og Super Bowl-leikurinn sem fer fram í Phoenix þann 1. febrúar.Þessi lið komust áfram:AFC-deildin: 1. New England Patriots (12-4) 2. Denver Broncos (12-4) 3. Pittsburgh Steelers (11-5) 4. Indianapolis Colts (11-5) 5. Cincinnati Bengals (10-5-1) 6. Baltimore Ravens (10-6)NFC-deildin: 1. Seattle Seahawks (12-4) 2. Green Bay Packers (12-4) 3. Dallas Cowboys (12-4) 4. Carolina Panthers* (7-8-1) 5. Arizona Cardinals (11-5) 6. Detroit Lions (11-5)*Í fjórða sæti sem sigurvegari síns riðils.Fyrsta umferð úrslitakeppninnar:Sitja hjá: Patriots, Broncos, Seahawks, Packers.Laugardagur 3. janúar: 21.35: Carolina - Arizona 01.15: Pittsburgh - BaltimoreSunnudagur 4. janúar: 18.05: Indianapolis - Cincinnati 21.40: Dallas - Detroit
NFL Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira