Fyrsti Þjóðverjinn sem skorar í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 17:30 Markus Kuhn var ánægður með snertimarkið. Vísir/Getty Varnartröllið Markus Kuhn skráði nafn sitt í sögubækurnar í NFL-deildinni með því að verða fyrsti Þjóðverjinn sem skorar snertimark í deildinni. Kuhn er 28 ára varnarmaður sem skoraði fyrir lið sitt, New York Giants, í leik gegn Tennessee Titans í gærkvöldi. Giants vann stórsigur, 36-7. Kuhn var fljótur að átta sig eftir að Zach Mettenberger, leikstjórnandi Titans, missti boltann þegar hann ætlaði að kasta honum frá sér. Kuhn hirti boltann og skoraði sitt fyrsta snertimark á ferlinum. „Ég náði í boltann og hugsaði bara „vá - ég verð að hlaupa“. Þetta var fyrsta snertimarkið mitt í Bandaríkjunum - ég skoraði aldrei í háskóla,“ sagði Kuhn. Kuhn var fjórtán ára þegar hann mætti á sína fyrstu ruðningsæfingu í Þýskalandi. Hann byrjaði að spila með Weinheim Longhorns í þýsku deildinni þar sem hann vakti eftirtekt háskólaliða í Bandaríkjunum. Hann hélt svo vestur um haf árið 2007 og spilaði í fögur ár með North Carolina State, áður en hann var valinn af Giants í nýliðavalinu árið 2012. Nokkrir erlendir leikmenn spila í NFL-deildinni og í gegnum tíðina hafa nokkrir Þjóðverjar komist í lið - flestir sparkarar eða varnarmenn og fengu því sjaldnast tækifæri til að skora snertimark líkt og Kuhn gerði um helgina.Always dreamed of doing that one day! #unbelievable #giants #touchdown http://t.co/tW80lfCc38— Markus Kuhn (@themarkuskuhn) December 8, 2014 NFL Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira
Varnartröllið Markus Kuhn skráði nafn sitt í sögubækurnar í NFL-deildinni með því að verða fyrsti Þjóðverjinn sem skorar snertimark í deildinni. Kuhn er 28 ára varnarmaður sem skoraði fyrir lið sitt, New York Giants, í leik gegn Tennessee Titans í gærkvöldi. Giants vann stórsigur, 36-7. Kuhn var fljótur að átta sig eftir að Zach Mettenberger, leikstjórnandi Titans, missti boltann þegar hann ætlaði að kasta honum frá sér. Kuhn hirti boltann og skoraði sitt fyrsta snertimark á ferlinum. „Ég náði í boltann og hugsaði bara „vá - ég verð að hlaupa“. Þetta var fyrsta snertimarkið mitt í Bandaríkjunum - ég skoraði aldrei í háskóla,“ sagði Kuhn. Kuhn var fjórtán ára þegar hann mætti á sína fyrstu ruðningsæfingu í Þýskalandi. Hann byrjaði að spila með Weinheim Longhorns í þýsku deildinni þar sem hann vakti eftirtekt háskólaliða í Bandaríkjunum. Hann hélt svo vestur um haf árið 2007 og spilaði í fögur ár með North Carolina State, áður en hann var valinn af Giants í nýliðavalinu árið 2012. Nokkrir erlendir leikmenn spila í NFL-deildinni og í gegnum tíðina hafa nokkrir Þjóðverjar komist í lið - flestir sparkarar eða varnarmenn og fengu því sjaldnast tækifæri til að skora snertimark líkt og Kuhn gerði um helgina.Always dreamed of doing that one day! #unbelievable #giants #touchdown http://t.co/tW80lfCc38— Markus Kuhn (@themarkuskuhn) December 8, 2014
NFL Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira