Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 15:09 Vísir/Anton Ísland lenti í sterkum riðli á EM í körfubolta en dregið var í Disney-landi í París í dag. Riðill Íslands fer fram í Berlín í Þýskalandi þar sem strákarnir okkar leika gegn Spánverjum, Serbum, Tyrkjum, Ítölum auk heimamönnum. Ísland var önnur þjóðin dregin úr sjöunda potti og fór í B-riðilinn þar sem spila ofangreindar þjóðir. Sem fyrr segir er um gríðarlega sterkan riðil að ræða, en Spánn, Serbía og Tyrkland hafa verið á meðal bestu þjóða Evrópukörfuboltans um margra ára skeið. Þýskaland var í sjötta styrkleikaflokki, en það er á heimavelli og hefur NBA-stjarnan Dirk Nowitzki gefið það út að hann mun ljúka landsliðsferli sínum með þýska landsliðinu á EM á næsta ári. Nowitzki hefur tvívegis orðið NBA-meistari með Dallas Mavericks. EM í körfubolta hefst þann 5. september og lýkur fimmtán dögum síðar. Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu á Vísi. Riðlarnir:A-riðill (Montpellier): Frakkland, Finnland, Bosnía, Pólland, Ísrael, Rússland.B-riðill (Berlín): Spánn, Þýskaland, Serbía, Tyrkland, Ítalía, Ísland.C-riðill (Zagreb): Króatía, Slóvenía, Grikkland, Makedónía, Georgía, Holland.D-riðill (Riga): Lettland, Litháen, Eistland, Úkraína, Belgía, Tékkland.16.22: Styttist í að Ísland verði dregið úr sinni skál.16.20: B-riðill lítur út fyrir að vera ansi sterkur.16.17: Lettland er í D-riðli og því ljóst að Ísland er ekki í þeim riðli.16.15: Jæja, þá er þetta að fara að byrja.16.05: Upphaflega átti EM 2015 að fara fram í Úkraínu en hætt var við það vegna þess óstöðuga ástands sem ríkt hefur í landinu.16.00: Þá er útsendingin hafin og vonandi stutt í að þetta verði allt saman ljóst.15.55: Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, segir samkvæmt karfan.is, að hin svokallaða Körfuboltafjölskylda hafi safnað rúmum sex milljónum króna fyrir þátttöku landsliðsins á EM næsta sumar. Meira um það hér.15.50: Það er nóg fram undan hjá körfuboltalandsliðinu en auk EM í körfubolta verður liðið í eldlínunni á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Reykjavík í vor.15.30: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með drættinum sem er fram undan í Disney-landi í París. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem útskýrir fyrirkomulag dráttsins. Körfubolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Ísland lenti í sterkum riðli á EM í körfubolta en dregið var í Disney-landi í París í dag. Riðill Íslands fer fram í Berlín í Þýskalandi þar sem strákarnir okkar leika gegn Spánverjum, Serbum, Tyrkjum, Ítölum auk heimamönnum. Ísland var önnur þjóðin dregin úr sjöunda potti og fór í B-riðilinn þar sem spila ofangreindar þjóðir. Sem fyrr segir er um gríðarlega sterkan riðil að ræða, en Spánn, Serbía og Tyrkland hafa verið á meðal bestu þjóða Evrópukörfuboltans um margra ára skeið. Þýskaland var í sjötta styrkleikaflokki, en það er á heimavelli og hefur NBA-stjarnan Dirk Nowitzki gefið það út að hann mun ljúka landsliðsferli sínum með þýska landsliðinu á EM á næsta ári. Nowitzki hefur tvívegis orðið NBA-meistari með Dallas Mavericks. EM í körfubolta hefst þann 5. september og lýkur fimmtán dögum síðar. Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu á Vísi. Riðlarnir:A-riðill (Montpellier): Frakkland, Finnland, Bosnía, Pólland, Ísrael, Rússland.B-riðill (Berlín): Spánn, Þýskaland, Serbía, Tyrkland, Ítalía, Ísland.C-riðill (Zagreb): Króatía, Slóvenía, Grikkland, Makedónía, Georgía, Holland.D-riðill (Riga): Lettland, Litháen, Eistland, Úkraína, Belgía, Tékkland.16.22: Styttist í að Ísland verði dregið úr sinni skál.16.20: B-riðill lítur út fyrir að vera ansi sterkur.16.17: Lettland er í D-riðli og því ljóst að Ísland er ekki í þeim riðli.16.15: Jæja, þá er þetta að fara að byrja.16.05: Upphaflega átti EM 2015 að fara fram í Úkraínu en hætt var við það vegna þess óstöðuga ástands sem ríkt hefur í landinu.16.00: Þá er útsendingin hafin og vonandi stutt í að þetta verði allt saman ljóst.15.55: Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, segir samkvæmt karfan.is, að hin svokallaða Körfuboltafjölskylda hafi safnað rúmum sex milljónum króna fyrir þátttöku landsliðsins á EM næsta sumar. Meira um það hér.15.50: Það er nóg fram undan hjá körfuboltalandsliðinu en auk EM í körfubolta verður liðið í eldlínunni á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Reykjavík í vor.15.30: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með drættinum sem er fram undan í Disney-landi í París. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem útskýrir fyrirkomulag dráttsins.
Körfubolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira