Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2014 21:15 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. Þar segja menn að samstaða heimamanna á Austurlandi hafi bjargað honum. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú eru aðeins tveir eftir; í Reykjavík og sá á Hallormsstað. Þegar spurt er hversvegna hann lifði af, einn sveitaskólanna, meðan hinir lögðust af í rauðsokkabyltingunni upp úr 1970 segir skólameistarinn, Bryndís Fiona Ford, að samstaða heimamanna hafi ráðið úrslitum.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var samfélagið hér sem var stolt af þessum skóla og vildi ekki sjá hann loka á sínum tíma og tók höndum saman,“ segir Bryndís í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Aðsóknin hrundi líka að þessum skóla en í umbreytingarferli dóu Austfirðingar ekki ráðalausir. Benedikt Blöndal á Hallormsstað, sem snattast hefur í kringum skólann frá unga aldri, segir að þá hafi mönnum hugkvæmst að hafa þar heimilisfræðikennslu fyrir grunnskólabörn af Austurlandi. „Raunverulega hugsa ég að það hafi bara bjargað skólanum,“ segir Benedikt. Áður fyrr var þetta tveggja vetra nám en er núna einnar annar. Á haustönninni núna eru nítján stúlkur og einn piltur í skólanum. Í matsalnum spurðum við nemendur hvort þeim þætti skólinn gamaldags eða nútímalegur. Sóley Þrastardóttir, 18 ára nemandi úr Njarðvík, svaraði spurningunni þannig að það skipti ekki máli hvort þú værir fæddur 1960 eða 2030. „Þetta er eitthvað sem þú átt alltaf eftir að geta notað. Þú átt eftir að elda, alltaf. Þú getur alltaf prjónað, alltaf saumað. Þú þarft að strauja og þvo skó og svoleiðis. Þannig að mér finnst þetta alltaf nútímalegur skóli,“ sagði Sóley. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kynnumst við lífinu í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað.Úr "Baðstofunni" á Hallormsstað. Þar eru vefstólarnir en vefnaður er ein af valgreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Sjá meira
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. Þar segja menn að samstaða heimamanna á Austurlandi hafi bjargað honum. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú eru aðeins tveir eftir; í Reykjavík og sá á Hallormsstað. Þegar spurt er hversvegna hann lifði af, einn sveitaskólanna, meðan hinir lögðust af í rauðsokkabyltingunni upp úr 1970 segir skólameistarinn, Bryndís Fiona Ford, að samstaða heimamanna hafi ráðið úrslitum.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var samfélagið hér sem var stolt af þessum skóla og vildi ekki sjá hann loka á sínum tíma og tók höndum saman,“ segir Bryndís í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Aðsóknin hrundi líka að þessum skóla en í umbreytingarferli dóu Austfirðingar ekki ráðalausir. Benedikt Blöndal á Hallormsstað, sem snattast hefur í kringum skólann frá unga aldri, segir að þá hafi mönnum hugkvæmst að hafa þar heimilisfræðikennslu fyrir grunnskólabörn af Austurlandi. „Raunverulega hugsa ég að það hafi bara bjargað skólanum,“ segir Benedikt. Áður fyrr var þetta tveggja vetra nám en er núna einnar annar. Á haustönninni núna eru nítján stúlkur og einn piltur í skólanum. Í matsalnum spurðum við nemendur hvort þeim þætti skólinn gamaldags eða nútímalegur. Sóley Þrastardóttir, 18 ára nemandi úr Njarðvík, svaraði spurningunni þannig að það skipti ekki máli hvort þú værir fæddur 1960 eða 2030. „Þetta er eitthvað sem þú átt alltaf eftir að geta notað. Þú átt eftir að elda, alltaf. Þú getur alltaf prjónað, alltaf saumað. Þú þarft að strauja og þvo skó og svoleiðis. Þannig að mér finnst þetta alltaf nútímalegur skóli,“ sagði Sóley. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kynnumst við lífinu í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað.Úr "Baðstofunni" á Hallormsstað. Þar eru vefstólarnir en vefnaður er ein af valgreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson
Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Sjá meira