NBA: Lakers tapaði í framlengingu - Marc Gasol öflugur | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Kobe Bryant. Vísir/Getty Það breyttist ekki mikið í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers og Oklahoma City Thunder töpuðu enn einum leiknum og Memphis Grizzlies, liðið með besta sigurhlutfallið í deildinni, vann enn einn sigurinn.Marc Gasol var með 30 stig og 12 fráköst þegar Memphis Grizzlies vann sannfærandi 107-91 heimasigur á Los Angeles Clippers en spænski miðherjinn sem er þekktari fyrir frábæra vörn en frábæra sókn hitti úr 13 af 18 skotum sínum. Courtney Lee bætti við 13 stigum fyrir Memphis-liðið sem hefur unnið 12 af fyrstu 14 leikjum sínum á tímabilinu. Chris Paul var með 22 stig, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta fyrir Clippers-liðið sem var fyrir leikinn búið að vinna tvo leiki í röð. Jamal Crawford skoraði 19 stig og J.J. Redick var með 15 stig.Marreese Speights skoraði 29 stig fyrir Golden Stata Warriors í 91-86 sigri á Oklahoma City Thunder en Speights hafði ekki skorað meira í leik síðan 2009. Klay Thompson var með 20 stig og Stephen Curry skoraði 15 í tíunda sigri Golden State í tólf leikjum. Reggie Jackson var með 22 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar fyrir Oklahoma City en liðið tapaði þarna sínum sjötta leik í röð.Kobe Bryant skoraði 27 stig en það dugði ekki þegar Los Angeles Lakers tapaði 94-101 á heimavelli á móti Denver Nuggets en það þurfti framlengingu til þess að útkljá leikinn. Bryant hitti aðeins úr 4 af 14 skotum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Wilson Chandler var með 19 stig fyrir Denver og Ty Lawson bætti við 16 stigum og 16 stoðsendingum. Denver hefur unnið 5 af síðustu sex leikjum sínum eftir að hafa aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö.Luol Deng skoraði 26 stig og þeir Chris Bosh og Mario Chalmers voru báðir með 20 stig þegar Miami Heat vann 94-93 heimasigur á Charlotte Hornets en Chalmers gaf einnig tíu stoðsendingar. Kemba Walker fékk tvö skot á síðustu 30 sekúndum leiksins til að skora sigurkörfuna en hvorugt gekk ekki frekar en lokaskot Al Jefferson (22 stig og 12 fráköst) og Charlotte-liðið tapaði sínum fimmta leik í röð.LaMarcus Aldridge skoraði 20 stig og tók 14 fráköst þegar Portland Trailblazers fagnaði sínum sjöunda sigri í röð eftir að hafa unnið Boston Celtics 94-88.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Los Angeles Clippers 107-91 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 88-94 Miami Heat - Charlotte Hornets 94-93 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 86-91 Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 94-101 (framlengt)Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Það breyttist ekki mikið í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers og Oklahoma City Thunder töpuðu enn einum leiknum og Memphis Grizzlies, liðið með besta sigurhlutfallið í deildinni, vann enn einn sigurinn.Marc Gasol var með 30 stig og 12 fráköst þegar Memphis Grizzlies vann sannfærandi 107-91 heimasigur á Los Angeles Clippers en spænski miðherjinn sem er þekktari fyrir frábæra vörn en frábæra sókn hitti úr 13 af 18 skotum sínum. Courtney Lee bætti við 13 stigum fyrir Memphis-liðið sem hefur unnið 12 af fyrstu 14 leikjum sínum á tímabilinu. Chris Paul var með 22 stig, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta fyrir Clippers-liðið sem var fyrir leikinn búið að vinna tvo leiki í röð. Jamal Crawford skoraði 19 stig og J.J. Redick var með 15 stig.Marreese Speights skoraði 29 stig fyrir Golden Stata Warriors í 91-86 sigri á Oklahoma City Thunder en Speights hafði ekki skorað meira í leik síðan 2009. Klay Thompson var með 20 stig og Stephen Curry skoraði 15 í tíunda sigri Golden State í tólf leikjum. Reggie Jackson var með 22 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar fyrir Oklahoma City en liðið tapaði þarna sínum sjötta leik í röð.Kobe Bryant skoraði 27 stig en það dugði ekki þegar Los Angeles Lakers tapaði 94-101 á heimavelli á móti Denver Nuggets en það þurfti framlengingu til þess að útkljá leikinn. Bryant hitti aðeins úr 4 af 14 skotum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Wilson Chandler var með 19 stig fyrir Denver og Ty Lawson bætti við 16 stigum og 16 stoðsendingum. Denver hefur unnið 5 af síðustu sex leikjum sínum eftir að hafa aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö.Luol Deng skoraði 26 stig og þeir Chris Bosh og Mario Chalmers voru báðir með 20 stig þegar Miami Heat vann 94-93 heimasigur á Charlotte Hornets en Chalmers gaf einnig tíu stoðsendingar. Kemba Walker fékk tvö skot á síðustu 30 sekúndum leiksins til að skora sigurkörfuna en hvorugt gekk ekki frekar en lokaskot Al Jefferson (22 stig og 12 fráköst) og Charlotte-liðið tapaði sínum fimmta leik í röð.LaMarcus Aldridge skoraði 20 stig og tók 14 fráköst þegar Portland Trailblazers fagnaði sínum sjöunda sigri í röð eftir að hafa unnið Boston Celtics 94-88.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Los Angeles Clippers 107-91 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 88-94 Miami Heat - Charlotte Hornets 94-93 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 86-91 Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 94-101 (framlengt)Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira