Íslendingar borðuðu hálft tonn af kalkúni í IKEA Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 11:45 Góð stemning myndaðist á veitingastað IKEA í gær. vísir/ernir Verslunin IKEA byrjaði að bjóða upp á þakkargjörðarmáltíð í gær en hún verður í sölu til jóla. Máltíðin samanstendur af kalkúnabringu, sykurbrúnuðum kartöflum, kalkúnafyllingu, rauðkáli, maísbaunum og sósu. Að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, seldust um það bil 550 kíló af kalkúni og meðlæti í gær. „Við erum ekki með nákvæma tölu um hve margir borðuðu í gær þar sem margir geta verið á bak við hverja færslu. Við seldum hinsvegar tæplega þúsund skammta af kalkún og það borðuðu líklega um þrjú þúsund manns hjá okkur í gær,“ segir Þórarinn og bætir við að góð stemning hafi verið í matsölunni þó mikið hafi verið að gera. „Það var rífandi stemming í gær, sérstaklega seinnipartinn. Þó það hafi um tima myndast raðir, þá ganga þær mjög hratt fyrir sig, en fólk kann mjög vel að meta hraða þjónustu, frábært verð og þau gæði sem veitingastaður IKEA er þekktur fyrir.“ Fjölmargir landsþekktir menn skelltu sér í IKEA. Meðal þeirra sem fengu sér kalkún voru Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, Skúli Óskarsson, kraftlyftingamaður og tvisvar sinnum íþróttamaður ársins og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson. IKEA Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Verslunin IKEA byrjaði að bjóða upp á þakkargjörðarmáltíð í gær en hún verður í sölu til jóla. Máltíðin samanstendur af kalkúnabringu, sykurbrúnuðum kartöflum, kalkúnafyllingu, rauðkáli, maísbaunum og sósu. Að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, seldust um það bil 550 kíló af kalkúni og meðlæti í gær. „Við erum ekki með nákvæma tölu um hve margir borðuðu í gær þar sem margir geta verið á bak við hverja færslu. Við seldum hinsvegar tæplega þúsund skammta af kalkún og það borðuðu líklega um þrjú þúsund manns hjá okkur í gær,“ segir Þórarinn og bætir við að góð stemning hafi verið í matsölunni þó mikið hafi verið að gera. „Það var rífandi stemming í gær, sérstaklega seinnipartinn. Þó það hafi um tima myndast raðir, þá ganga þær mjög hratt fyrir sig, en fólk kann mjög vel að meta hraða þjónustu, frábært verð og þau gæði sem veitingastaður IKEA er þekktur fyrir.“ Fjölmargir landsþekktir menn skelltu sér í IKEA. Meðal þeirra sem fengu sér kalkún voru Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, Skúli Óskarsson, kraftlyftingamaður og tvisvar sinnum íþróttamaður ársins og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson.
IKEA Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira