Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 30-17 | Valur á toppinn eftir stórsigur Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 29. nóvember 2014 00:01 vísir/stefán Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum í Olís-deildinni þegar Akureyri var í heimsókn í dag. Leikurinn var leikur einn fyrir heimamenn sem náðu forystunni strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 30-17. Vörn Vals var gífurlega sterk og gestirnir áttu engin svör. Meiðsli voru að hrjá þeirra mannskap og þeir áttu í stökustu vandræðum. Fyrir aftan var Stephen Nielsen í fantaformi. Valsmenn tóku forystuna strax í upphafi leiks og voru ekkert á því að láta hana af hendi. Þegar tíu mínútur voru liðnar leiddu þeir með tveimur mörkum 5-3 og átti munurinn bara eftir að aukast. Þeir juku muninn hægt og bítandi og Akureyringar voru heldur betur ráðalausir gegn ógnar sterkri vörn heimamanna. Finnur Ingi Stefánsson var funheitur í fyrri hálfleik og var meðal annars kominn með þrjú hraðaupphlaupsmörk þegar ellefu mínútur voru búnar af leiknum. Akureyringar voru seinir til baka og vandræðalegur sóknarleikurinn kom í bakið á þeim. Vörn þeirra var svo ekki mikið til að hrópa húrra fyrir og markvarslan engin. Leiknum var nánast lokið í hálfleik en þá var staðan 17-8. Síðari hálfleikur var formsatriði fyrir Valsmenn sem sigldu öruggum sigri heim. Skotnýting gestanna var hræðileg eða í leikslok var hún 35% á meðan Valsmenn skutu 70% .Tíu leikmenn komust á blað hjá Valsmönnum, en Kristján Orri Jóhannsson bar uppi lið Akureyrar. Hann skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Í fyrri hálfleik voru markverðir Akureyri komnir með tvo bolta varða eða 11% markvörslu á móti 56% markvörslu hinu megin. Stephen Nielsen var í fantaformi og varði nánast þau skot sem komu á markið, þegar Akureyringum tókst að koma skoti á markið. Það munar um minna. Stephen endaði í 63% markvörslu. Magnaður leikur hja kappanum. Finnur Ingi Stefánsson og Geir Guðmundsson enduðu markahæstir með sex mörk hvor hjá Valsmönnum, en Kristján Orri markahæstur hjá Akureyri eins og fyrr segir með átta mörk. Valsmenn fóru með sigrinum á toppinn, en Akureyri er í fimmta sæti deildarinnar.Finnur Ingi: Frábært að vera komnir einir á toppinn „Þetta var til fyrirmyndar frá A-Ö," sagði Finnur Ingi Stefánsson, hornamaður Vals, við Vísi í leikslok. „Vörnin skóp sigurinn hér í dag, það er alveg ljóst. Við vorum mjög öflugir í vörninni seinni part fyrri hálfleiks og í síðari hálfleik. Stephen var svo frábær þarna bakvið og þá small þetta." „Við fengum svo auðveld hraðaupphlaup og Stephen varði nánast allt sem kom á markið. Hann var frábær." „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel eins og fyrir alla aðra leiki. Við vissum hvað þeir vildu gera og við náðum að stoppa það." „Við erum búnir að vera á góðu „runni" og ætlum að halda því áfram. Við fáum mómentið með okkur og viljum halda áfram á fullum krafti." „Það er frábært að vera komnir einir á toppinn. Fram vann Aftureldingu sem er gott og við ætlum að styrkja okkar stöðu á toppnum," sagði Finnur að lokum við Vísi.Kristján Orri: Við eigum að gera betur „Þetta var ekki gott. Það var bara bæði vörn og sókn sem var ekki alveg að finna sér hér í dag," sagði markahæsti leikmaður Akureyrar í dag, Kristján Orri Jóhannsson, við Vísi í leikslok. „Ég er svo lélegur að greina þetta hvað fór úrskeiðis svona strax eftir leik. Þeir spila mjög góða vörn, en að sama skapi vorum við ekki alveg að finna okkur sóknarlega." „Það var erfitt að finna glufur á þeirra varnarleik, en við eigum að gera betur." „Þetta var skref niðr á við. Næsti leikur er gegn ÍBV og það verður hörkuleikur sem við hlökkum mikið til," sagði Kristján Orri og bætti við að lokum að það væri leikur sem Akureyringar ætluðu að vinna: „Að sjálfsögðu. Við stefnum á sigur þar og við förum auðvitað í alla leiki tli að vinna eins og öll lið í deildinni," sagði Kristján Orri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum í Olís-deildinni þegar Akureyri var í heimsókn í dag. Leikurinn var leikur einn fyrir heimamenn sem náðu forystunni strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 30-17. Vörn Vals var gífurlega sterk og gestirnir áttu engin svör. Meiðsli voru að hrjá þeirra mannskap og þeir áttu í stökustu vandræðum. Fyrir aftan var Stephen Nielsen í fantaformi. Valsmenn tóku forystuna strax í upphafi leiks og voru ekkert á því að láta hana af hendi. Þegar tíu mínútur voru liðnar leiddu þeir með tveimur mörkum 5-3 og átti munurinn bara eftir að aukast. Þeir juku muninn hægt og bítandi og Akureyringar voru heldur betur ráðalausir gegn ógnar sterkri vörn heimamanna. Finnur Ingi Stefánsson var funheitur í fyrri hálfleik og var meðal annars kominn með þrjú hraðaupphlaupsmörk þegar ellefu mínútur voru búnar af leiknum. Akureyringar voru seinir til baka og vandræðalegur sóknarleikurinn kom í bakið á þeim. Vörn þeirra var svo ekki mikið til að hrópa húrra fyrir og markvarslan engin. Leiknum var nánast lokið í hálfleik en þá var staðan 17-8. Síðari hálfleikur var formsatriði fyrir Valsmenn sem sigldu öruggum sigri heim. Skotnýting gestanna var hræðileg eða í leikslok var hún 35% á meðan Valsmenn skutu 70% .Tíu leikmenn komust á blað hjá Valsmönnum, en Kristján Orri Jóhannsson bar uppi lið Akureyrar. Hann skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Í fyrri hálfleik voru markverðir Akureyri komnir með tvo bolta varða eða 11% markvörslu á móti 56% markvörslu hinu megin. Stephen Nielsen var í fantaformi og varði nánast þau skot sem komu á markið, þegar Akureyringum tókst að koma skoti á markið. Það munar um minna. Stephen endaði í 63% markvörslu. Magnaður leikur hja kappanum. Finnur Ingi Stefánsson og Geir Guðmundsson enduðu markahæstir með sex mörk hvor hjá Valsmönnum, en Kristján Orri markahæstur hjá Akureyri eins og fyrr segir með átta mörk. Valsmenn fóru með sigrinum á toppinn, en Akureyri er í fimmta sæti deildarinnar.Finnur Ingi: Frábært að vera komnir einir á toppinn „Þetta var til fyrirmyndar frá A-Ö," sagði Finnur Ingi Stefánsson, hornamaður Vals, við Vísi í leikslok. „Vörnin skóp sigurinn hér í dag, það er alveg ljóst. Við vorum mjög öflugir í vörninni seinni part fyrri hálfleiks og í síðari hálfleik. Stephen var svo frábær þarna bakvið og þá small þetta." „Við fengum svo auðveld hraðaupphlaup og Stephen varði nánast allt sem kom á markið. Hann var frábær." „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel eins og fyrir alla aðra leiki. Við vissum hvað þeir vildu gera og við náðum að stoppa það." „Við erum búnir að vera á góðu „runni" og ætlum að halda því áfram. Við fáum mómentið með okkur og viljum halda áfram á fullum krafti." „Það er frábært að vera komnir einir á toppinn. Fram vann Aftureldingu sem er gott og við ætlum að styrkja okkar stöðu á toppnum," sagði Finnur að lokum við Vísi.Kristján Orri: Við eigum að gera betur „Þetta var ekki gott. Það var bara bæði vörn og sókn sem var ekki alveg að finna sér hér í dag," sagði markahæsti leikmaður Akureyrar í dag, Kristján Orri Jóhannsson, við Vísi í leikslok. „Ég er svo lélegur að greina þetta hvað fór úrskeiðis svona strax eftir leik. Þeir spila mjög góða vörn, en að sama skapi vorum við ekki alveg að finna okkur sóknarlega." „Það var erfitt að finna glufur á þeirra varnarleik, en við eigum að gera betur." „Þetta var skref niðr á við. Næsti leikur er gegn ÍBV og það verður hörkuleikur sem við hlökkum mikið til," sagði Kristján Orri og bætti við að lokum að það væri leikur sem Akureyringar ætluðu að vinna: „Að sjálfsögðu. Við stefnum á sigur þar og við förum auðvitað í alla leiki tli að vinna eins og öll lið í deildinni," sagði Kristján Orri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti